Ískyggileg þróun jarðhræringa

Ískyggileg þróun hefur átt sér stað í jarðhræðingum víðsvegar um heiminn að undanförnu, og í raun allt frá árinu 2004 þegar risastór skjálfti varð við Indónesíu sem olli gríðarlegum flóðbylgjum. George Ure, UrbanSurvival bendir á að spá sem unnin er upp úr greiningu á breytingum í málfarsnotkun á netinu, að það sé eins og fólk finni á sér að enn eigi eftir að verða nokkrir stórir skjálftar áður en árið er á enda. Þetta sama spálíkan hefur reynst gefa, að því er virðist, vísbendingar um yfirvofandi jarðskjálfta, án þess að það hafi verið útskýrt nákvæmlega hvernig, en er t.d. sagt hafa spáð fyrir um áðurnefndan skjálfta við Indónesíu 2004. Sama líkan hefur nú talsvert lengi verið að spá hræringum af stærri gráðu en er í manna minnum, eða jafnvel breytingum á jarðskorpunni eða braut jarðar í himingeiminum, og nú er það hugsanlega byrjað að rætast. Lítum á tölfræði yfir þróun á styrkleika jarðskjálfta síðustu 40 árin.

Á meðan heildarfjöldi skjálfta af stærð 3 og yfir hefur skyndilega minnkað á síðustu tveimur árum...

 

... þá hefur meðalstyrkur þeirra AUKIST á sama tíma!

En mesta áhyggjuefnið er samt fjöldi stórra skjálfta (6 og yfir) sem valdið geta manntjóni, sem stefnir hvert???

En að mati George, höfundar þessara myndrita, þá er stóra spurningin sú hversu mörg lönd mega þola svona harkalegan hristing áður en það fer að bitna á efnahagslífi heimsins, sem er í besta falli á viðkvæmum batavegi.


mbl.is Breytti möndli jarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Uggvænlegt þegar skjálftarnir fara yfir 9.Tekið úr vefnum : 

"Samkvæmt upplýsingum frá Bandarísku jarðvísindastofnuninni (U.S. Geological Survey) eru stærstu jarðskjálftar sem mælst hafa frá því að mælingar hófust í byrjun síðust aldar eftirfarandi:"

 StaðurDagsetningStærð
1Chile22. maí 19609,5
2Alaska (Prince William Sound)28. mars 19649,2
3Alaska (Andreanofeyjar)9. mars 19579,1
4Kamtsjatka4. nóvember 19529,0
4Undan strönd Súmötru26. desember 20049,0
6Undan strönd Ekvador31. janúar 19068,8
7Alaska (Rateyjar)4. febrúar 19658,7
8Assam - Tíbet15. ágúst 19508,6
9Kamtsjatka3. febrúar 19238,5
10Indónesía (Bandahaf)1. febrúar 19388,5
11Kúrileyjar13. október 19638,5

Hörður Halldórsson, 2.3.2010 kl. 21:24

2 identicon

veit einhver hvað möndul hallin er núna?

Maggi (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 21:39

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sýnist að verstu skjálftarnir hafi verið þarna á tíu ára tímabili á 6.og 7. áratugnum. Taka ber tillit til þess að mælingar ná ekki mikið lengra aftur en þetta en mikli jarðskjálftar hafa skelft mannfólkið frá upphafi vega.

Manni finnst þessi maður nálgast það að vera einhver ofurkristinn dómsdagsspámaður með opinberunarbókina í annarri hendi og jarðfræðina í hinni. Hefurðu tékkað á því?  

Sé kki hvernig þú færð samhengi milli efnahagsliffsins og random stórskjálfta um hvippinn og hvappinn, eins og alltaf hefur verið. Undarleg tenging í meira lagi. Sennilega hefur heimurinn aldrei séð annan eins uppgang en á áratugunnum eftir stríð, þegar mestu lætinvirðast hafa verið í jarðskorpunni.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2010 kl. 22:06

4 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Skjálftar og það stórir hafa alltaf átt sér stað. Skv. töflunni/töflunum hér að ofan. Hel að við ættum ekki að vera að velta okkur of mikið upp úr þessu. Ef sá  'stóri' kemur hingað, munum við takast á við hann. - Ég reyni að lifa á þenna hátt, en ég er í eðli mínu með skjálftafóbíu. Var sterklega að íhuga að flytja mig á tjaldstæðið í Laugardal eftir 2000 skjálftann. Ég upplifði sterkan skjálfta á Selfossi snemma á 7. áratugnum og hefl aldrei tekið jarðskjálfta í sátt síðan. Við lifum í skjálftalandi og reynum að lifa við þetta. Stórir skjálftar af og til. Það er skárra en að lifa í landi þar sem snákar, eiturslöngur, hvirfilbilir og annar ófögnuður eru algeng fyrirrigði, eða hvað?  - Já, kannski er best að búa á Íslandi; hér eru engir moskítóar og ekki svona svakalega stórir skjálftar, nema á aldar fresti.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 3.3.2010 kl. 01:18

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ingibjörg: þó að við búum í skjálftalandi, þá getum við huggað okkur við að hér er jarðskorpan þunn og laus í sér, og því verða skjálftar á Íslandi aldrei stærri en um 7 á Richter. Það er því ástæðulaust að óttast mun öflugri skjálfta en þá sem hafa verið á undanförnum áratug hér á landi.

Jón Steinar: það skiptir ekki öllu máli hversu langt aftur formlegar mælingar ná, svona sterkir skjálftar finnast án mælitækja og upplýsingar um þá má því finna víða í sögulegum heimildum, hinsvegar verða tölur yfir stærð svo gamalla skjálfta aldrei mjög nákvæmar. George Ure er ekki alls ofurkristinn, en vissulega er hann dálítið á jaðrinum. Spáin sem vísað er til er hinsvegar ekki sköpunarverk hans heldur kunningja hans Cliff High

Um spálíkanið:

Umrædd tölvuspá á rætur að rekja til þess að Cliff High, kunningi þessa George Ure, byggði fyrir mörgum árum gervigreindar-tölvulíkan til að reyna að spá fyrir um sveiflur á hlutabréfaverði út frá greiningu á málnotkun fólks í netumferð upplýsinga um fjármálamarkaði. Eitt af fyrirtækjunum sem hafði skráð hlutabréf sín var tölvufyrirtækið Stanford University Networks, skammastafað SUN og síðar breytt í Sun Microsystems. Líkanið virtist virka eins búist var við, en þegar farið var að greina niðurstöðurnar kom í ljós að í þeim gögnum sem flokkuðust undir "SUN" var einnig að finna mikið af upplýsingum um sólina, ekki fyrirtækið heldur eldnöttinn á himninum. Þegar Cliff reyndi að meta forspárgildi líkansins þurfti hann auðvitað að sía þessar upplýsingar um sólina frá upplýsingum um fyrirtækið Sun, þannig að þær skekktu ekki niðurstöðurnar. Honum datt svo í hug að gamni að nota gögnin um sólina sólina sem viðmiðunargögn, þ.e.a.s. til að prófa hvað gerist ef upplýsingar um eitthvað allt annað en hlutabréf eru settar inn í líkanið. Og viti menn, Cliff til mikillar undrunar skilaði líkanið nú allskonar furðulegum niðurstöðum sem höfðu ekkert að gera með fjármálamarkaði og allt að gera með stjörnufræði. Þetta reyndist vera einhverskonar spá eða vísbending um þróun á virkni sólar og áhrif hennar á jörðina í nánustu framtíð. Eftir frekari prófanir og keyrslur á spálíkaninu komu svo í ljós fleiri hlutir sem virtust vekja "athygli" greiningarforritana, sem höfðu lítið með hlutabréf að gera. Þegar síðustu aldamót nálguðust var fyrsta útgáfa þessa hugbúnaðar um það bil tilbúin og George var farinn að keyra líkanið reglulega á allskyns gögn allt frá jarðfræði- veður- og stjörnufræði yfir í úrslit íþróttaleikja og niðurstöður skoðanakannana, til þess að reyna að koma auga á mynstur, faldar tengingar, og ekki síst vísbendingar um hvað framtíðin bæri í skauti sér. Allar niðurstöðurnar virtust benda í eina átt: haustið 2001 myndi verða einhver stórviðburður sem ætti eftir að breyta heiminum þannig að eftir það yrði hann aldrei samur og framtíðin mótaðist öðru fremur af þeirri atburðarás sem færi af stað í kjölfarið. Haustið kom og ellefta dag septembermánaðar sannfærðist Cliff um að eitthvað væri að marka þetta spálíkan! Síðan þá hefur hann reglulega sent frá sér skýrslur þar sem hann tekur saman niðurstöður úr nýjustu keyrslum á spálíkaninu og hefur stundum haft rétt fyrir sér og stundum ekki. Eins og með allar spár er erfitt að meta eftir á hvað telst hafa ræst og hvað ekki, en þess má geta að þetta sama líkan spáði árið 2008 bankahruni á Íslandi með nákvæmni upp á dag!

Guðmundur Ásgeirsson, 3.3.2010 kl. 11:37

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Maggi: skv. Wikipedia er möndulhalli jarðar að jafnaði 23,439281° en breytilegur yfir lengra tímabil og er talinn sveiflast milli 21,5° og 24,5° í ca. 42.000 ára langri sveiflu sem náð hafi hámarki árið 8700 f.kr. og nær lágmarki sínu næst árið 11.800 e.kr. en var í meðallagi árið 1550. Þessar tölur taka líklega ekki tillit til hugsanlegra áhrifa stóra skjálftans í Chile um daginn.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.3.2010 kl. 11:54

7 Smámynd: Kalikles

Þetta er H.A.A.R.P. tækni, og ég spái að við fáum að sjá mikið eldgos hérna á klakanum; þeir eru allavega að gera eitthverjar tilraunir, og hafa verið að síðan í haust.

Kalikles, 3.3.2010 kl. 13:23

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvort sem það er HAARP eða ekki, þá eru allavega öll virkustu eldfjöll landsins orðin "kasólétt" samkvæmt mælingum jarðfræðinga. Það hafa líka verið í gangi kvikuinnskot að undanförnu bæði við Upptyppinga og í Eyjafjallajökli.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.3.2010 kl. 14:13

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hmmmm..... í kvöldfréttum Stöðvar 2 núna áðan var þetta:

Viðbragðshópar kallaðir saman vegna Eyjafjallajökuls

Guðmundur Ásgeirsson, 4.3.2010 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband