Afþökkum "aðstoð" Alþjóðagjaldeyrissjóðsins !

Nokkrir þingmenn Hreyfingarinnar og Framsóknarflokks standa nú saman að þingsályktunartillögu um að ráðist verði í gerð efnahagsáætlunar sem geri ekki ráð fyrir "aðstoð" Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF). Síðuhöfundur styður þessa tillögu heilshugar, enda hefur aldrei farið fram heilstætt mat á því hvort samstarfið við sjóðinn þjóni raunverulega best hagsmunum Íslands og hvort aðrir möguleikar séu fyrir hendi til að leysa úr aðsteðjandi efnahagsvanda.

IMF er ekki góðgerðastofnun heldur fjárfestingarsjóður sem lánar til endurfjármögnunar ríkisskulda og yfirtekur þær í rauninni, en þær þarf samt sem áður alltaf að endurgreiða. Því hefur verið haldið fram að ekki standi til að nota IMF lán Íslands til að greiða skuldir heldur geyma það sem gjaldeyrisforða á bankareikningi í Bandaríkjunum, en til hvers þá að borga vaxtamuninn ef ekki á að hreyfa þessa fjármuni hvort sem er? Það að kostnaðarauki vegna gjaldeyrisforða sem ekki á að nota styrki á einhvern hátt krónuna eða auki trúverðugleika íslensks efnahagslífs er auðvitað þvílík rökleysa sem flestir sjá í gegn um, að mann grunar helst að eitthvað annarlegt liggi að baki.

Enn fremur hefur það fengist staðfest að sjóðurinn hafi beinlínis verið notaður sem verkfæri til þvingunaraðgerða í IceSave deilunni. Fari svo að fyrirliggjandi IceSave samningi verði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu er sá möguleiki fyrir hendi að IMF-áætlunin komist í uppnám, og því full ástæða til að skoða aðrar lausnir í stöðunni. Að mínu mati eigum við frekar að reyna að greiða þær skuldir sem fyrir eru heldur en að framlengja þær með IMF-yfirtöku, og ef við eigum ekki fyrir þeim þá á bara að viðurkenna það. Rannsóknir á reynslu þeirra þjóða sem hafa lent í fjármálakreppu sýna að í meirihluta tilfella er greiðslufall ódýrari leið en að rembast við að reyna að bera óviðráðanlegan skuldaklafa.

Ég dreg hér fram nokkur atriði úr greinargerð um tillöguna til áherslu:

Skilgreindar verði nauðsynlegar aðgerðir til að gera íslenskt hagkerfi óháð aðstoð sjóðsins og forðast frekari skuldsetningu ríkissjóðs...

Forsendur hafa gjörbreyst og ljóst að ekki er hægt að treysta á hlutleysi sjóðsins eða að hann framfylgi yfirlýstum markmiðum sínum...

Víða þar sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur komið að málum hafa stjórnvöld, sem fyrr segir, verið neydd til að beita kreppudýpkandi aðgerðum og ljóst er að hið sama gildir um Ísland...

Rannsóknir sýna að fjármálakreppa einkennist af mikilli eignatilfærslu frá þeim fátæku til þeirra ríku... Markmið hagstjórnar á krepputímum á að vera að auka efnahagslega velferð og leiðirnar að því markmiði eru aðgerðir sem tryggja fulla atvinnu, hagvöxt og stöðugleika til lengri tíma. Efnahagsstefna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og íslenskra stjórnvalda mun ekki ná fram þessum markmiðum. Markmið hennar er aðeins að tryggja að fjármagnseigendur fái sæmilega ávöxtun á fé sitt á meðan það er lokað inni í hagkerfinu og að Seðlabankinn hafi bolmagn til að kaupa krónurnar af þessum fjármagnseigendum þegar hægt verður að afnema gjaldeyrishöftin án þess að krónan fari í frjálst fall.

Erlendar skuldir landsins eru nú þegar orðnar háskalega miklar og því hætta á að þjóðin þurfi að búa við þann hörmulega veruleika að stór hluti þjóðarframleiðslu muni aðeins renna til þess vonlausa verkefnis að greiða vexti af erlendum skuldum.


mbl.is Vilja hafna aðstoð AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellert Júlíusson

Fátt við þetta að bæta, eins og talað frá mínu hjarta. Ég hef lengi verið þeirra skoðunar að greiðslufall sé nánast óhjákvæmileg....það er bara spurning hvenær.

Við getum ekki borgað skuldirnar okkar núna og maður spyr sig hvernig fólki dettur í hug að við getum borgað með að taka ennþá fleiri lán, með hærri vöxtum og verri skilmálum?

Ellert Júlíusson, 1.3.2010 kl. 12:37

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Heyr heyr !

Fyrir síðan utan það að hvað ætla erlendu lánadrottnar okkar sem vilja sitt fé aftur 2011 að gera fái þeir ekki greitt upp í topp ? Ég reikna með að þeir verði frekar viljugir að semja um framlengingu ef það er málið. Þýtt yfir á íslensku við þurfum ekki annarra lándrottna við en þeirra sem þegar hafa lánað okkur. Ef við stöndum ekki undir þeim skuldum...þá stöndum við þessu síður undir hærri skuldum.

AGS út-->vinna okkur út úr þessu á eigin krafti og ekkert meira mjálm í noðrmönnum eða öðrum....já og by the way...við skulum taka því mun rólegra í viðræðum við breta og hollendinga. Það liggur ekkert á !

Haraldur Baldursson, 1.3.2010 kl. 12:57

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sammála þessu öllu, og fyrir utan það þá hefur aldrei verið glóra í því að taka annað lán til að borga annað lán, og varðandi hugmyndafræðina á bakvið það með að þessi lán eigi svo að liggja inn reikning með lægri vöxtum  en við erum að borga til að fá lánið hef ég aldrei skilið... Þessi starfsemi sem AGS er með er ekki hjálp til þeirra sem hjálp þurfa. Þessa starfsemi þarf að skoða því ég hélt að markmið þeirra væri að hjálpa, þetta er yfirtaka á eign vegna bágra stöðu viðkomandi aðila sem hjálpar þurfa er svo ég setji þetta í einfaldan búning. Ísland er þessi aðili sem svo sannarlega hefði þurft á hjálp að halda hjálparinar vegna. Svona hjálp sem AGS er að bjóða okkur höfum við ekki efni á að þiggja og svo langt nær það ekki með það finnst mér.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 1.3.2010 kl. 15:34

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ingibjörg: allt fjármálakerfi vesturlanda byggir á lánum á lán ofan, peningarnir eru í raun ekki verðmæti heldur lánsloforð, og þess vegna er kerfið ónýtt.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.3.2010 kl. 15:36

5 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Við þurfum svo sannarlega að losna við AGS og kannski raunhæft sé að leita á náðir Parísarklúbbsins og fara fram á lækkun skulda okkar - endursemja um þær!  AGS sú viðbjóðslega stofnun komst inn í okkar land af því að "efnahags- & peningastefna RÁNfuglsins hefur verið til háborinnar skammar hérlendis síðustu 20 árin" - útlendingar hafa enga trú á okkar getu til vinna okkur út úr vandanum án AÐSTOÐAR.  Íslenskir stjórnmálamenn hafa því miður ítrekað skitið upp á bak. Þeim hefur tekist að koma okkar samfélagi í "RuslFlokk" - nú er mál að linni - Samspillingin er ekki stjórntækur FLokkur og þeir verða að fara frá!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 1.3.2010 kl. 16:33

6 Smámynd: Aron Ingi Ólason

góð grein og hjartanlega sammála. frábært framtak hreyfingarinnar og B

Aron Ingi Ólason, 1.3.2010 kl. 17:16

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er gott að þingmenn skuli hafa kjark til að flytja slíka tillögu. Nú reynir á hvort þor hinna sé nægilegt til að standa með og samþykkja þessa tillögu. Það ætti allavega ekki að vefjast fyrir þingmönnum VG, þá sérstaklega Steingrími. Hann hafði nú ekki svo fögur orð um AGS fyrir rúmu ári, áður en hann komst í stjórn.

Gunnar Heiðarsson, 2.3.2010 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband