Lítið skjól í Evrulandi (2. hluti)

Fyrir tveimur mánuðum síðan skrifað ég fyrri hluta þessarar greinar í tilefni af vandræðum sem voru að upphefjast í Grikklandi vegna gríðarlegs skuldavanda, og benti ég þar á að Grikkland væri komið í þennan vanda þrátt fyrir að hafa tekið upp Evru sem sumir hafa séð í hillingum sem töfralausn fyrir íslenskt efnahagslíf.

Síðan þá hefur ástandið í Grikkland farið ört versnandi, og allt útlit fyrir að Evrópusambandið neyðist til að koma inn með einhverskonar björgunarpakka. Þá er bara spurning hvort Þjóðverjar verða sáttir við að greiða niður fjárlagahalla Grikkja, og hversu mikil afskipti þetta mun hafa í för með sér af grískum innanríkismálum. Í því samhengi vek ég athygli á því að þetta er í raun ekkert öðruvísi en staða sveitarfélagsins Álftaness, þar sem íslenska ríkið hefur þurft að skerast í leikinn og taka fjárráðin af sveitarstjórninni.

Í dag birtist svo grein í Daily Mail þar sem sagt er frá því að sérfræðingar hjá franska risabankanum Société Générale spái nú endalokum myntbandalagsins. Í tilkynningu sem send var til fjárfesta segir Albert Edwards, sérfræðingur hjá SocGen, að það sé skoðun sín að einu bjargráðin sem aðrar Evruþjóðir geti boðið séu einungis tímabundnir plástrar sem geri lítið annað en að seinka hinu óhjákvæmilega: gjaldmiðilshruni Evrunnar.

In a note to investors, SocGen strategist Albert Edwards said: 'My own view is that there is little "help" that can be offered by the other eurozone nations other than temporary, confidence-giving "sticking plasters" before the ultimate denouement: the break-up of the eurozone.

'He added: 'Any "help" given to Greece merely delays the inevitable break-up of the eurozone.'

Mats Persson, stjórnandi hugveitunnar Open Europe sem berst fyrir breytingum á starfsháttum Evrópusambandsins, er í greinni sagður hafa tekið í sama streng og Frakkarnir.

Já, það virðist enn vera lítið skjól í Evrulandi...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Væri ekki best  fá að nota YUAN ?Semja við Kínverja.

Hörður Halldórsson, 14.2.2010 kl. 06:44

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Góð grein hjá þér Guðmundur.

Gunnar Heiðarsson, 14.2.2010 kl. 08:14

3 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Ekki verða nú evrópusinnarnir ánægðir með þetta.

Sveinn Elías Hansson, 14.2.2010 kl. 13:42

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Usssssssssssss það má als ekki segja þetta lastu ekki viðtalið í Fréttablaðinu við Árna Pál þar sem eina bjargráðið er annar gjaldmiðill

Jón Aðalsteinn Jónsson, 14.2.2010 kl. 14:40

5 identicon

Forvitnileg grein í New York Times 13. feb : Wall St. helped Greece to mask debt ...

Gary D. Cohn, president of Goldman Sachs, went to Athens to pitch complex products to defer debt. Such deals let Greece continue deficit spending, like a consumer with a second mortgage.

Related:Greek Statistician Is Caught in Limelight (February 14, 2010)

As worries over Greece rattle world markets, records and interviews show that with Wall Street’s help, the nation engaged in a decade-long effort to skirt European debt limits. One deal created by Goldman Sachs helped obscure billions in debt from the budget overseers in Brussels......

Steingrímur Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 19:37

6 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

það er afar merkileg þessi ofurtrú á Evru þrátt fyrir efnahagsvanda þeirra landa sem hafa tekið hana upp- kannski hefur þetta fólk bara ekki litið út fyrir landsteinana nema í sólbað ?

Erla Magna Alexandersdóttir, 14.2.2010 kl. 20:17

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hörður: Yuan er ekki "frjáls og óháður" gjaldmiðill heldur er honum kirfilega handstýrt í þágu hagsmuna kínverska alþýðulýðveldisins. Þess vegna er hann ekki raunhæfur valkostur fyrir aðrar þjóðir en Kína.

Gunnar: Þakka hrósið.

Sveinn: Það er nákvæmlega málið!

Jón: Ertu að tala um nýfrjálshyggjumanninn sem þykist vera félagshyggjumaður?

Steingrímur: Ég vissi af þessu en ákvað að fara ekki út í þessa sálma hér þar sem þeir hafa meira að gera með skort á siðferði í Bandaríkjunum en Evruna sem gjaldmiðil. Þakka samt ábendinguna, ég á kannski eftir að fjalla um þessa hlið á málinu síðar. Eitthvað svipað hefur eflaust verið í gangi hér á Íslandi, það er t.d. nú þegar búið að skuldbinda ríkið til að borga óbeint þriðjung upp í IceSave og fela það fyrir skattgreiðendum með bókhaldsbrellum!

Guðmundur Ásgeirsson, 14.2.2010 kl. 20:26

8 identicon

Sæll Guðmundur.

Mikið væri gaman að fara í öfgalausa málefnalega umræðu um þessa grein þína.  Staða Grikklands er ekki góð í kjölfar efnahagshrunsins. Það hefur ekkert með það að gera að þeir noti Evru sem gjaldmiðil og engin málsmetandi Evrópusinni hér á Íslandi hefur sagt, að ekki geti orðið kreppa þar sem Evran er brúkaður sem gjaldmiðill.

Ef þú hefur eitthvað vit á fjármálum þá er þessi samanburður við Álftanes hlálegur.  Á föstudag var skuldatryggingarálagið fyrir Grísku ríkistjórnina rúmlega 300 stig sem á manna máli þýðir að þeir geta fengið lánaða peninga á ca. 3% lægri vöxtum en íslenska ríkið. Íslenska ríkið er í björgunarpakka frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum ólíkt Grikkjum. Ein helsta ástæðan fyrir því að Ísland er ekki "fullvalda ríki" í augnablikinu er að við erum í miðri gjaldeyriskreppu . . .

Stundum er gott að líta í eigin barm . . 

Með von um að Ísland verði aftur fullvalda ríki.

Hörður Hinrik Arnarson (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 00:11

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hörður:

Þeir eru víst til sem hafa haldið því fram að Evran gæti verið einhverskonar töfralausn á efnahagsvanda. Þú ert hinsvegar greinilega ekki í þeim hópi, sem er ánægjulegt.

Sjálfur hef ég pínulítið vit á fjármálum, en er samt alls ekki sérfræðingur á því sviði. Ég held bara að skuldatryggingarálag sé ekki aðaláhyggjuefnið í miðri skuldakrísu þegar markmiðið hlýtur að vera að lækka skuldir frekar en að auka þær með nýjum lántökum.

Ég stend líka við samlíkinguna, því ef þú hefur fylgst með nýjustu fréttum af þróun mála í Grikklandi þá er einmitt verið að ræða um möguleikann á björgunarpakka frá ESB og með honum fylgi hugsanlega fyrirmæli frá Brüssel um harkalegan niðurskurð, nákvæmlega eins og á Íslandi undir stjórn IMF. Með öðrum orðum þá eiga grísk yfirvöld á hættu að missa fjárráðin að einhverju leyti, alveg eins og sveitarstjórn Álftaness. Þetta er það sem er líkt en vissulega er ekkert komið á fast og margt annað sem er ólíkt með þessum kringumstæðum.

Talandi um að líta í eigin barm, þá sagði ég mig úr FLokknum haustið 2008.

Ég deili von þinni um Ísland sem fullvalda ríki!

Guðmundur Ásgeirsson, 15.2.2010 kl. 03:56

10 identicon

Sæll Guðmundur.

Evran er engin töfralausn en ætla mætti að hún yrði mikil búbót fyrir íslenska neytendur. Íslenskir neytendur fengu lægri vexti á húsnæðislán sem ekki yrði tengd hækkun brennivíns, bensíns eða álíka fáranlegra hluta. Stöðugur gjaldmiðill dregur úr líkum á verðbólgubáli og eykur samkeppnishæfni okkar og ríkisins. Menntuð þjóð eins og ísland færi að mínu viti á kostum með raunverulegum gjaldmiðli eins og evran er. Tala nú ekki um þann aga sem pólitíkusar þyrftu að lúta með alvöru peninga milli handanna.

Ekki ætla ég að dæma peningakunáttu þína en endurfjármögnun á lánum á betri vöxtum er grundvallaratriði í að lækka skuldahala ríkis eða fyrirtækja (sem og auðvita að eyða ekki meiru en aflað er eins og Grikkir hafa gert). 

Varðandi samlíkingu Álftness og Grikklands, þá er hún öfgakennd og ómálefnaleg. Sem dæmi, ef gríska ríkistjórnin og sveitarfélög fara í flatan niðurskurð á launum hins opinbera um 8 - 9% þá ná þeir að uppfylla kröfur ESB fyrir árið 2011 um hallarekstur.  Málið er að ríkistjórnin hefur ekki póltískt vald til að gera þetta eftir að hafa hylgt fjármálafyrirtækjum og bönkum sem eiga stóran hlut í óförum landsins. Kannastu við þetta en fólk þar niður hefur engan áhuga á að hreinsa til eftir auðmennina sem skuldsettu landið með aðstoð ríkistjórnarinnar. 

Á sama tíma hafa íslenskir launamenn þurft að takast á við 25% launaskerðingu á liðnum tveimur árum í formi verðbólgu. Ekki er þá minnst á höfuðstól lána sem hefur hækkað um tæp 30% . . . Að minnsta kosti þurfa grískir húseigendur ekki að greiða slíkan viðbjóð . .

Þeir sem verja íslensku krónuna eru annað hvort illa lesnir eða hræddir við breytingar. Ég vona að íslendingar hafi einhvern tímann þann kjark sem þarf til að vera þjóð meðal þjóða og takast á við Heim sem er sí breytanlegur.

P.S. Fronturinn á síðu þinni er keimlíkur því sem tíðkaðist fyrir hartnær 80 árum í þýskalandi hjá flokki þjóðernissósíalista.  Þeir einir tóku sér bessaleyfi að blessa þjóð sína og halda hvað henni væri fyrir bestu. Aðrir voru föðurlandssvikarar ef þeir ekki aðhylltust þeirra skoðanir. Sem betur fer hef ég ekki en séð hjá þér slík ummæli en fronturinn minnti mig óþæginlega á þá sögu og sagan kenndi okkur að þeir sem básúnuðu mest um þjóðerniástina voru þeir sem fóru verst með þjóðina.

Hörður Hinrik Arnarson (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 22:39

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hörður:

"Fjármálaráðherrar evrulandanna 16 gerðu Grikkjum í gærkvöldi ljóst að þeir myndu þurfa að skera frekar niður í ríkisútgjöldum..." (mbl.is)

Grikkland er ekki heldur "fullvalda ríki" lengur samkvæmt þinni skilgreiningu.

Við þurfum ekki Evru til að afnema verðtryggingu, ákvörðun Alþingis er nóg. Svo hef ég alltaf verið þeirrar skoðunar að besta leiðin til að lækka skuldir, er að greiða þær niður frekar en að framlengja þær ("endurfjármagna"). Lántökur eiga aldrei að vera markmið í sjálfu sér. Ég ætla ekki að þræta við þig um samlíkinguna milli Grikklands og Álftaness, en af því sem þú segir sjálfur í þessari síðustu athugasemd sýnist mér nú samt margt líkt þar og hér á Íslandi að minnsta kosti.

Ég hafna því alfarið að talsmenn þess að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil hljóti að vera eitthvað illa að sér eins og þú gefur í skyn. Ég tel það þvert á móti bera vott um grunnhyggni að halda að heiti gjaldmiðils, hvort sem það er króna eða evra, hafi úslitaáhrif á notagildi hans. Það er ekkert til sem heitir "góður" eða "slæmur"gjaldmiðill, þetta eru bara táknmyndir en það sem skiptir máli er peningastefna útgefanda gjaldmiðilsins og framkvæmd hennar. Með því að segja að krónan sé ónýt er í raun verið að segja að í Seðlabankanum vinni eintómir fávitar, en það er eitthvað sem við getum breytt sjálf ef við viljum án þess að ganga í ESB. Fyrir utan það þá eru ekkert skárri fávitar sem stjórna öðrum seðlabönkum.

P.S. Mér líkar nú ekkert sérlega vel við að vera líkt við dolla og félaga, kynþátta- og útlendingahatur er alvarlegt mál og það eru ásakanir um slíkt líka. Ég ber mikinn hlýhug til fósturjarðarinnar á svipaðan hátt og manni þykir vænt um heimilið sitt og ég skammast mín ekkert fyrir það, en hverskonar þjóðernisrembingur á að mínu mati ekkert erindi í pólitík. Ég er ekki sósíalisti og gekk úr sjálfstæðisflokknum vegna þess að mér ofbauð fasisminn sem þar viðgengst. Ég þekki sjálfur fólk og á vini af erlendum uppruna sem eru alls ekki síðra fólk en blóðbornir Íslendingar, þvert á móti ef eitthvað er. Börnin mín eiga líka skólafélaga sem eru ættaðir úr öllum heimshornum og mér finnst það bara gott mál því þá fá þau að kynnast fjölbreyttri menningu og venjast því frá upphafi að við erum öll ólík hvert á sinn hátt. Eins og þú hefur líklega tekið eftir þá er ég í stjórn Samtaka Fullveldissinna og ég skora á þig að grandskoða heimasíðunna okkar ef þú heldur að þar sé að finna eitthvað sem kalla mætti öfga, við álítum okkur frekar vera hófsama og borgaralega grasrótarhreyfingu.

P.P.S. Svo má vel vera að einhverjum finnist það eitt að vera andvígur Evrópusambandsaðild vera öfgaskoðun. En þeir sem það finnst ættu kannski að líta í eigin barm og spyrja sig: hver er nú með öfga? Það vill svo til að andstaða við ESB-aðild er meirihlutaskoðun á Íslandi í dag!

Guðmundur Ásgeirsson, 16.2.2010 kl. 12:22

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

VIÐBÓT: "Atvinnuleysi í Bretlandi væri um 15%, eða tvöfalt hærri en það er í dag, væri landið hluti að evrusvæðinu. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Centre for Economic and Business Research." (mbl.is)

Á Evrusvæðinu er viðvarandi tæplega 10% atvinnuleysi. Vilja menn bæta það ástand sem nú ríkir á íslenskum vinnumarkaði eða festa í sessi? Ef við hefðum ekki sjálfstæðan gjaldmiðil væri atvinnuleysið núna miklu verra en það þó er.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.2.2010 kl. 12:36

13 identicon

Guðmundur.

Grikkland er fullvalda ríki og það hefur engin sett þeim stólinn fyrir dyrnar. Ef þú ætlar að byggja hugmyndaheim þinn út frá mogganum, MBL.IS eða lesa bara neikvæðar fréttir um ESB þá komumst við ekki langt. Hins vegar hafa fjármálaráðherrar 16 evrópuríkja bent Grikkjum á það að þeir fái ekki fyrirfram greitt úr sjóðum ESB nema þeir taki sig á.

Hvernig sem þú reynir að túlka þessar fréttir þá eru þetta einu skilaboðin sem hafa komið fram opinberlega um þetta mál hjá málsmetandi fréttamiðlum erlendis og er í samræmi við viðtöl við ráðherrana sjálfa. "ég veit svo ekkert hvað þeir hafa sagt eða ekki sagt bak við tjöldin en þar má veraeinhverjar stærri hótanir séu í gagni."

Atvinnuleysisumræðan og ESB er einnig algengur frasi hjá andstæðingum ESB. Ég vinn á Spáni 4 mánuði á ári og þekki því þokkalega til þar. Atvinnuleysið í dag sem er hreint hræðilegt  ca. 19% og um 25% hjá fólki undir þrítugt. Mest þetta atvinnuleysi er á suður Spáni en byggingaiðnaður hrundi í kjölfarið á kreppunni. Á spáni voru fleiri byggingakranar en á Italíu, Fakklandi, Þýskalandi og Bretlandi samtals fyrir hrun!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Áður en spánn gekk í ESB var atvinnuleysið á spáni frá 1950 aldrei undir 25% og yfirleitt ca. 30 - 35%.  Meira segja er talið að Franco gamli hafi falsað þessar tölur til að líta betur út. Atvinnuleysið er ekki ESB að kenna heldur hefur innganga þvert á móti hjálpað spánverjum verulega. 

Spænskur vinur minn Victor Saez keypti sér hús fyrir þremur árum síðan. Mánaðarlegar greiðslur í afborganir voru 1000 Evrur á mánuði en húsið kostaði 300.000 evrur. Við lækkun stýrivaxta Evrópska seðlabankans hafa afborganir af þessu húsi lækkað niður í 835 evrur á mánuði. Verðbólga á spáni hefur verið um  0% síðan haustið 2008. Laun hans eru hin sömu og áður þannig að kaupmáttur hans hefur aukist sem og annara spánverja sem haldið hafa vinnu og sömu launum. Reyndar hafa skattar hækkað á spáni til að halda atvinnuleysissjóðnum gangandi og auðvita þarf Victor að greiða hærri skatta en árið 2008. Eigum við að gera raunverulegan samburð við íslenskt launafólk!!! Eða þjónar það ekki málstað ykkar Ef við Íslendingar hefðum fylgt Jóni Baldvin og farið alla leið þá væri HAGUR NEYTANDA Á ÍSLANDI MIKLU BETRI EN NÚ ER.

Ef félag fullveldissinna tæki afstöðu með NEYTENDUM á Íslandi þá getur verið að vert væri að skoða hvað þið hafið fram að færa annað en gamla þreytta frasa sem ekki standast nánarri skoðun og eru keimlíkir hugmyndaheim sjálfstæðismanna.

Varðandi lánakjör þá gefst ég upp að útskýra það en ástæðan fyrir því að ekkert er að gerast hér á klakanum í augnablikinu er, að meira segja Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur geta ekki lengur tekið lán til framkvæmda þar sem arðsemin fykur út í veður og vind vegna hárra vaxta.

P.S. Ég var ekki að saka þig um útlendingahatur en forsíðan minnti mig óþæginlega á þessa tíma í Þýskalandi. Ísland er landið okkar en við erum líka íbúar þessara jarðar og þurfum því stundum að sjá lengra en fram á næsta hól.

Hörður Hinrik Arnarson (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 14:14

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hörður: ég myndi gjarnan vilja rökræða þetta meira en tíminn leyfir mér það ekki í bili, því miður. Þú færir svosem ágæt rök fyrir máli þínu þó ég sé ekki sammála þér í einu og öllu.

Ég vil hinsvegar bæta við tilvitnun um það nýjasta sem er að gerast með Grikkland, að þessu sinni ekki frá mbl.is heldur visir.is:

Evrópusambandið flengir Grikki

Evrópusambandið hefur sýnt vanþóknun sína og mátt sinn með því að svipta Grikkland atkvæðisrétti á fundi sem haldinn verður í næsta mánuði....

Viðskiptaritstjóri breska blaðsins Daily Telegraph segir til dæmis að þetta séu vatnaskil og gríðarlegur missir sjálfstæðis....

Evrópusambandið segir að Grikkir verði að verða við kröfum um niðurskurð og skattahækkanir fyrir sextánda næsta mánaðar, eða missa vald yfir eigin skattheimtu og útgjöldum.

Ef Grikkir verði ekki við kröfunum muni Evrópusambandið sjálft fyrirskipa niðurskurð samkvæmt hundrað tuttugustu og sjöttu grein Lisbon sáttmálans.

Það þýðir í raun að Grikkland verður nánast réttindalaust kotbýli í léni Evrópusambandsins....

Í Þýskalandi telja margir það vænlegri kost að reka Grikkland úr evru myntbandalaginu frekar en koma því til hjálpar.

Þar fóru allar "ESB töfralausnir í efnahagsmálum" fyrir lítið. Enn fremur staðfestir þetta að Lisbon sáttmálinn felur sannarlega í sér afsal fullveldis, því réttur til skattheimtu er meginforsendan fyrir sjálfstæðu þjóðríki!

Guðmundur Ásgeirsson, 17.2.2010 kl. 13:42

15 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Og enn bætist í sarp tilvitnana. Nú er það Diana Wallis, forseti Evrópuþingsins, sem hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands í dag og ræddi þar ýmislegt varðandi Ísland og Evrópusambandið.

"Ekki ber að líta á inngöngu í Evrópusambandið sem skyndilausn á þeim vanda sem Íslendingar eiga við að etja, sagði Wallis, enda sýni efnahagsástandið í Grikklandi að hvorki evran né ESB sé töfralausn á efnahagslegum vandamálum. " - mbl.is

Guðmundur Ásgeirsson, 18.2.2010 kl. 17:36

16 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Samkvæmt niðurstöðu könnunar sem gerð var fyrir vikuritið Paris Match vilja 69% Frakka að evrunni verði varpað fyrir róða og frankinn tekinn aftur upp. Enn fremur sögðust 47% sakna frankans „verulega“. - mbl.is

Stendur Evran frammi fyrir alvarlegum trúverðugleikaskorti?

Guðmundur Ásgeirsson, 19.2.2010 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband