Lítið skjól í Evrulandi (5. hluti)

5. hluti greinaflokks um stöðu Evrunnar í tengslum efnahagsvanda Grikklands. Ég ætla hér að taka saman nýjustu fréttir af þróun mála.

Í síðust viku urðu brutust út óeirðir í Aþenu þegar grísk yfirvöld lögðu fyrir þingið áætlanir sínar um niðurskurð að fyrirskipan Evrópusambandsins:

Átök í Aþenu  -  Er friðurinn kannski úti í Evrulandi?

Í gær blandaði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sér í málefni Grikklands en framkvæmdastjóri sjóðsins, hinn franski Dominique Strauss-Kahn, fundaði með forseta Frakklands, Nicolas Sarkozy og ræddu þeir m.a. stöðuna á Evrusvæðinu. Eftir fundinn sagði hann litlar líkur á að fjármálakreppan í Grikklandi eigi eftir að breiðast út til annarra skuldsettra landa innan evru-svæðisins og nefnir sérstaklega Spán og Portúgal í því sambandi. (Sem mætti líka túlka sem óbeina viðurkenningu á viðkvæmri stöðu þeirra.) Það sé hinsvegar "í höndum evru-svæðisins að takast á við vandamál Grikkja." (Sem þýðir líklega að sjóðurinn muni ekki lána fé til Grikklands.)

Telur ólíklegt að fleiri evru-ríki fylgi á eftir Grikklandi

Sarkozy ítrekaði við þetta tilefni stuðning Frakka við Grikki, sem hafði tilætluð áhrif því gengi evrunnar styrktist í kjölfarið. Hvort þetta þýðir að Evran sé hólpin, í bili a.m.k., verður tíminn að leiða í ljós. Hinsvegar minnir þetta óneitanlega á þegar íslenskir ráðamenn sprönguðu út um alla koppagrundu á vordögum 2008 boðandi fagnaðarerindi efnahagsundursins þrátt fyrir að það stæði í raun á brauðfótum, og flestir muna nú hvernig það endaði.

Fróðleiksmolar: Ef einhverjum þykir einkennilegt að Frakklandsforseti sé að skipta sér af þessu, þá má benda á annað sem er ekki síður merkilegt, en það eru hversu áhrifamiklir Frakkar eru í stjórn peningamála heimsins. Jean-Claude Trichet yfirmaður evrópska Seðlabankans og Dominique Strauss-Kahn framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru báðir Frakkar, auk þess sem fulltrúi Frakklands ræður yfir heilum 5% atkvæða hjá AGS, tveir Frakkar eru í stjórn Alþjóðagreiðslubankans og svona mætti lengi telja. Þetta er reyndar ekki nýtt fyrirbæri, Frakkland er gamalt stórveldi og fram að síðustu aldamótum voru t.d. efnahagsmálastjórar Evrópusambandsins langoftast Frakkar.

Meira á leiðinni, fylgist með...

Guardian í gær:

Europe bars Wall Street banks from government bond sales

Mbl.is í dag:

Óvissa í Grikklandi veikir evru

Evrópskur gjaldeyrissjóður í burðarliðnum


mbl.is Óvissa í Grikklandi veikir evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nú mótmæla Ítalir og leggja niður vinnu, af svipuðum ástæðum og Grikkirnir!

Guðmundur Ásgeirsson, 12.3.2010 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband