Hvað sagði ég?

Framkvæmdastjórn ESB stefnir að því að leggja fram tillögu næsta sumar um breytingar á reglum um innistæðutryggingar. ... Haft er eftir Michel Barnier, sem fer með málefni innri markaðar innan framkvæmdastjórnarinnar ... að tillagan feli í sér að stofnaður verði sameiginlegur innistæðutryggingasjóður fyrir alla banka í Evrópu. ... sameiginlegur innistæðutryggingasjóður myndi koma í veg fyrir lagalegan ágreining eins og hafi orðið í kjölfar fjármálakreppunnar. - mbl.is

Af þessu tilefni birti ég hér athugasemdir sem bættust við fyrri færslu mína um ábyrgð Breta vegna IceSave. Þar koma fram stórmerkilegar hliðar á málinu sem eru nýjar fyrir mér:

FSCS (Financial Services Compensation Scheme) tekur ekki iðgjöld til myndunar sjóðs, eins og TIF. FSCS safnar kröfum á bankana, sem jafngilda vaxtalausum lánum til þeirra sem nemur greiddum iðgjöldum. Útistandandi kröfur FSCS á bankana geta hugsanlega nægt fullkomlega fyrir Icesave.

 

Hins vegar veitti seðlabanki Bretlands það fjármagn að láni til FSCS, sem þurfti til að greiða strax allar bætur til innistæðueigendanna, bæði það sem TIF var ætlað að greiða og einnig það sem FSCS bar skylda til að greiða. Þetta kemur til baka þegar bankarnir verða krafðir greiðslu iðgjalda vegna fyrri árum.

 

Bretska ríkið hefur því ekki veitt FSCS ríkisábyrgð !

Loftur Altice Þorsteinsson, 19.2.2010 kl. 15:13

Kærar þakkir fyrir þessa skýringu Loftur, ég vissi ekki um þetta fyrirkomulag hjá FSCS og kemur mér satt að segja nokkurt á óvart. Ég efast um að þetta sé í samræmi við þær reglur sem gilda hér á landi. Hjá TIF er þetta mun líkara venjulegum bótasjóði sem safnar raunverulegri inneign í stað lánsloforða með veði í sömu eignum og ætlunin er að tryggja.

Í fljótu bragði minnir þetta mig einna helst á Ponzi-svindl (það gerir IceSave sjálft reyndar líka sökum afnáms bindiskyldu erlendra útibúa o.fl.) eða einhverskonar hringekjuviðskipti. Þegar allt fé bótasjóðsins liggur í raun í bönkunum, hver á þá að borga út þær kröfur ef bankarnir sjálfir verða svo skyndilega fjárvana?

Mér virðist sem kerfið hjá þeim hafi verið ennþá viðkvæmara fyrir áföllum en mig grunaði því áföll í kerfinu snerta þá óbeint marga banka en ekki bara einn. Ef einn fór á hausinn eins og IceSave gerði þá var eingöngu hægt að greiða úr tryggingasjóðnum með úttektum úr öðrum bönkum, þar til lausafé í þeim næsta væri uppurið og hann þar með farinn á hausinn líka, og þessi keðjuverkun hefði sjálfkrafa framkallað allsherjar áhlaup á allt bankakerfið!

Hver rækallinn! LoL

Ekkert bankakerfi býr yfir nægu lausfé til að standast slíkt áhlaup og Bretland hefði endað eins og Sjóvá, gjörsamlega þurrausið og gjaldþrota. Þetta var glæpsamlegt en jafnframt fyrirfram dauðadæmt og þeir vissu það. Þess vegna hlupu Bretarnir til og þjóðnýttu Nothern Rock áður en reyndi á innstæðutrygginguna og þess vegna vilja þeir ekki fara dómstólaleiðina með IceSave. Og einmitt þess vegna er Evrópusambandið strax búið að breyta reglunum í þá veru að framvegis verði innlánstryggingar af þessu tagi tvímælalaust með ríkisábyrgð! Wink

En hvað ætli verði um þá ríkisábyrgð, fyrst nú stendur til að sameina alla tryggingasjóðina? Hvernig skiptist þá ríkisábyrgðin, eða verður hún afnumin aftur eftir þessa sameiningu? Er tryggt að þetta nýja fyrirkomulag muni koma í veg fyrir óvissu um lagalega ábyrgð, eða bara færa hana til og pakka henni dýpra inn í kerfið? Hvað gerist svo ef aftur dynja yfir áföll sem þessi nýji sjóður ræður ekki við, hver á þá að baktryggja hann, Evrópsambandið sjálft kannski? Mér þykir hættan sú að gegnsæi verði minna, gagngert í þeim tilgangi að fela gallana í stað þess að lagfæra þá, þannig að ég er ekki sannfærður.


mbl.is Stofna sameiginlegan sjóð innistæðutryggjenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þetta eru vissulega merkilegar fréttir Guðmundur. Þær sýna að ESB hefur hugsað málið eftir vísbendingar. Hugsanlega hef ég haft einhver áhrif, með erindi mínu til ESB ?

ESB verður auðvitað að draga til baka hina vanhugsuðu Tilskipun 2009/14/EB. Sjá blogg mitt: http://altice.blog.is/blog/altice/entry/984892/

Við vitum að engin ríkisábyrgð var á innistæðu-tryggingunum þegar Icesave féll, en ríkisstjórn Íslands er svo heimsk að hún er ennþá að reyna að koma Icesave-klafanum á okkur.

Nú eru breyttir tímar og ég vissi fyrir 4 vikum að núll vextir væru í boði á Icesave samninginn. Bretar og Hollendingar vita núna betur en nokkru sinni að þeir hafa engan lagagrunn. Síðan bætast við áætlanir um einn tryggingasjóð og auðvitað engar ríkisábyrgðir. Málið væri raunverulega úr sögunni, ef Icesave-stjórnin gæfi sér tíma til að líta upp úr holunni.

Loftur Altice Þorsteinsson, 20.2.2010 kl. 21:26

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nýtt kerfi sem er greitt í jafnóðum (peningar, ekki skuldabréf!) iðgjald upp á 1-2% af tryggðum innstæðum hljómar samt ekkert illa í mínum eyrum. Áhrifin á banka verða þau sömu og af aukinni bindiskyldu, sem ég held að sé ágætt.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.2.2010 kl. 23:18

3 identicon

Sæll Guðmundur.

Gott hjá þér.

Ég var líka búinn að spá þessu í blogggrein frá mér.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband