Og áfram hækka lánin

Launavísitala í janúar hækkaði um 0,1% frá fyrri mánuði samkvæmt útreikningum Hagstofu en á sama tíma lækkaði vísitala neysluverðs um 0,3% milli mánaða.

Þetta þýðir í raun að greiðslubyrði lána heldur áfram að hækka á lánum sem eru komin í sjálfvirka greiðslujöfnun samkvæmt ákvörðun stjórnvalda, því hún miðast við launavísitölu. Þeir sem afþökkuðu úrræðið og héldu sig við verðtrygginguna eru hinsvegar betur settir með hana í augnablikinu því vísitala neysluverðs lækkaði um síðustu mánaðamót. Eftir alla þá gagnrýni sem verðtryggingin hefur fengið hlýtur þetta að vera áfellisdómur yfir svokölluðum úrræðum ríkisstjórnarinnar vegna skuldavanda heimilanna. Þau virðast litlu breyta og fólk er jafnvel betur sett án þeirra!

Reynslan ein mun hinsvegar leiða í ljós hver verður þróun þessara vísitalna til lengri tíma. Ég óttast bara að greiðslujöfnun verðtryggð með launavísitölu muni reynast þjóðfélaginu dýrkeypt, því með henni er greiðslubyrðin negld föst við ákveðið hlutfall af kaupmætti. Þannig er enginn hvati lengur til að auka kaupmátt og þar með skattekjur ríkisins, því þá hækkar bara greiðslubyrðin á móti og étur upp ávinninginn til skamms tíma. Allir leiðir sem þessi svokallaða vinstristjórnin reynir til ná fram stöðugleika virðast fela í sér stöðnun, rétt eins og sandi væri stráð á tannhjól efnahagslífsins!

Ef við förum ekki 30 ár aftur í tímann efnahagslega, þá virðumst við alla vega vera komin þangað hugmyndafræðilega.

xV : stöðnun = stöðugleiki ?


mbl.is Kaupmáttur eykst lítillega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ekki alls kostar rétt. Greiðslujöfnunarvísitalan tekur bæði mið af launvísitölu og þróun atvinnuleysis. Aukning atvinnuleysis í janúar vegur þyngra en hækkun launavísitölu, enda lækkaði greiðslujöfnunarvísitalan um 0,8% í janúar. Sjá http://www.hagstofa.is/Pages/635

kv/Barton

Barton (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 12:00

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk fyrir þessa ábendingu Barton. Hinsvegar stendur gagnrýni mín óbreytt, með þessu fyrirkomulagi er í raun verið að hvetja til stöðnunar. Ef batnandi atvinnustig þýðir hærri greiðslubyrði, hver mun þá sjá sér hag í því að grípa til atvinnuskapandi aðgerða? Ekki þeir sem skulda a.m.k.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.2.2010 kl. 12:42

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Barton, mér sýnist að þetta sé ekki allskostar rétt hjá þér heldur. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar sem þú vísar í var greiðslujöfnunarvístala í desember 95,7 stig en 96,7 stig í janúar sem er u.þ.b. 1% hækkun. Nú í febrúar náði hún svo 96,8 stigum sem er sama staða og fyrir nákvæmlega ári síðan. Á sama tíma hafa verðlag og skattar hinsvegar hækkað, þannig að fólk á minna afgangs af laununum og því hefur greiðslubyrði sem hlutfall af kaupmætti aukist þrátt fyrir greiðslujöfnunina.

Gallinn við greiðslujöfnun er nefninlega sá að vísitalan miðast við nafnvirði launa (krónutölu) í stað raunvirðis (hvað fæst keypt fyrir launin), en frá hruni hefur nafnvirðið staðið í stað hjá flestum á meðan raunvirðið hrapar. Ef visítalan ætti að vera nothæfur mælikvarði á greiðslugetu þyrfti hún að miðast við kaupmátt en ekki fjárhæð launa, og þá væri hún líka miklu lægri núna en fyrir ári síðan.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.2.2010 kl. 12:59

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta er einmitt það sem Hagsmunasamtök heimilanna vöruðu við, bæði á borgarafundi og Marinó ósjaldan á bloggi sínu.

Aukið atvinnustig og jafnvel bara launahækkanir ofurlaunaliðsins hækka lánin hjá almenningi með þessari greiðslujöfnunarvísitölu, enn einu flóknu fjármálaafurðinni sem er til þess eins ætluð að blekkja lántakendur.

Burt með verðtryggingu í hvaða mynd sem er!

Theódór Norðkvist, 23.2.2010 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband