Góðar endurheimtuhorfur vegna IceSave
11.2.2012 | 11:54
Ein af verðmætustu eignum þrotabús gamla Landsbankans er 67% hlutur í verslunarkeðjunni Iceland Foods, og hefur söluverð hennar því allmikla þýðingu fyrir heildarendurheimtur og þar með hversu mikið fæst upp í endurkröfur vegna IceSave. Verðmat þrotabúsins hefur frá upphafi verið varfærið og smám saman endurmetið upp á við eftir því sem eignir seljast eða hækka að markaðsvirði.
Við byrjun síðasta árfsfjórðungs 2011 voru eignirnar metnar á 1.285 milljarða króna, og þar af var hlutabréfasafn metið á 145 milljarða. Stærsta eignin í því safni er hluturinn í Iceland, en einnig eru þar allstórir hlutir í öðrum breskum verslunarkeðjum á borð við HoF, Hamley's o.fl.
Ef við gefum okkur að eignarhluturinn í Iceland standi að baki tveimur þriðju af hlutabréfasafninu gæti það passað miðað við að hann sé verðmetinn á 100 milljarða. Þar sem nú er kominn verðmiði samkvæmt fyrirliggjandi tilboðum er hægt að áætla áhrifin á heildarverðmatið.* Tilboð fjárfesta eru sögð nema 271 milljörðum króna, en 67% hlutur skilanefndarinnar nemur þá 181,5 milljörðum, sem jafngildir hækkun um 81,5 milljarða. Sé þeirri tölu bætt við heildareignir þrotabúsins fæst 1.285 + 81,5 = 1366,5 ma.
Kröfur í þrotabúið vegna innstæðna nema eins og hér má sjá 1.319 milljörðum, sem er 47,5 milljörðum lægra en uppfært endurheimtuvirði eigna. Mismunurinn er nálægt þeirri upphæð sem áfallin væri á ríkissjóð vegna vaxta samkvæmt þeim samningi sem hafnað var í fyrra, en þess í stað munu kröfuhafar nú geta sótt vaxtakröfuna í þrotabúið og mun hún því aldrei skipta máli fyrir ríkissjóð Íslands sama hvernig málaferli fyrir EFTA dómstólnum fara. Það er nefninlega ekki hægt að dæma tjónlausum skaðabætur.
* Þó með eðlilegum fyrirvara um að hér er um bráðabirgðamat að ræða.
![]() |
Söluferli Iceland Foods framlengt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
IceSave | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fyndið vegna þess að það er satt
8.2.2012 | 08:30
Fjármálaeftirlitið hefur nýlega flutt aðsetur sitt í Höfðatúnsturninn sem er löngu orðinn ein af táknmyndum bankahrunsins sem stofnunin svaf af sér að mestu leyti. Fyrir utan að vera eflaust prýðilegt skrifstofuhúsnæði þá ber staðarvalið þannig auk þess vott um ákveðinn táknrænan heiðarleika. Samfara flutningunum hefur vefsíða stofnunarinnar einnig verið endurnýjuð og hresst upp á útlit hennar, þar á meðal hefur verið búið til nýtt merki og litaþema með blóðrauðum bakgrunni svo það eru ekki lengur neinar ofsögur að menn sjái rautt þegar stofnunina ber á góma. Eins og lífsstílsbloggarinn Tobba Marinós vekur athygli á þá einkennist táknfræði nýja merkisins líka af strangheiðarlegu raunsæi.
Það var greinilega ekkert eftirlit með hönnum lógós Fjármálaeftirlitsins.
En vissulega má nota þetta sem dægradvöl: finndu fimm villur!
Kristján Gaukur Kristjánsson lesandi athugar skarplega að:
Logoið er eins og þegar þú ert kominn ofan í ræsið og horfir upp um ristina. c",
Eina villan sem undirritaður sér felst í seinna orðinu í samsettu heiti stofnunarinnar.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 06:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Texti tillögu Þjóðverja
28.1.2012 | 09:13
Financial Times segir frá því að ríkisstjórn Þýzkalands fari nú fram á að Grikkland gefi eftir fullveldi sitt í ríkisfjármálum til sértaks erindreka efnahagsmála á vegum Evrópusambandsins til að tryggja útgreiðslu annars hluta björgunarlána að fjárhæð 130bn (jafnvirði 21 trilljón króna), samkvæmt afriti sem Financial Times birtir.
Með þessari víðfemu útvíkkun á stjórn Evrópusambandsins yfir aðildarlöndum, myndi hinn nýi erindreki fá neitunarvald um ráðstafanir grískra stjórnvalda í ríkisfjármálum ef þær samræmast ekki þeim markmiðum sem erlendir kröfuhafar hafa sett. Þessum erindreka sem yrði skipaður af fjármálaráðherrum annara evrulanda, er ætlað að hafa yfirumsjón með "öllum helstu útgjaldaliðum" ríkissjóðs Grikklands.
- Í stuttu máli: kröfuhafar skulu fá forgang fram yfir grunnstoðir samfélagsins.
Hér er texti tillögunnar í heild sinni:
Assurance of Compliance in the 2nd GRC Programme
I. Background
According to information from the Troika, Greece has most likely missed key programme objectives again in 2011. In particular, the budget deficit has not decreased compared to the previous year. Therefore Greece will have to significantly improve programme compliance in the future to honour its commitments to lenders. Otherwise the Eurozone will not be able to approve guarantees for GRC II.
II. Proposal for the improvement of compliance
To improve compliance in the 2nd programme, the new MoU will have to contain two innovative institutional elements on which Greece will have to commit itself. They will become further prior actions for the second programme. Only if and when they are implemented, the new programme can commence:
(1) Absolute priority to debt service
Greece has to legally commit itself to giving absolute priority to future debt service. This commitment has to be legally enshrined by the Greek Parliament. State revenues are to be used first and foremost for debt service, only any remaining revenue may be used to finance primary expenditure. This will reassure public and private creditors that the Hellenic Republic will honour its comittments after PSI and will positively influence market access. De facto elimination of the possibility of a default would make the threat of a non-disbursement of a GRC II tranche much more credible. If a future tranche is not disbursed, Greece can not threaten its lenders with a default, but will instead have to accept further cuts in primary expenditures as the only possible consequence of any non-disbursement.
(2) Transfer of national budgetary sovereignty
Budget consolidation has to be put under a strict steering and control system. Given the disappointing compliance so far, Greece has to accept shifting budgetary sovereignty to the European level for a certain period of time. A budget commissioner has to be appointed by the Eurogroup with the task of ensuring budgetary control. He must have the power a) to implement a centralized reporting and surveillance system covering all major blocks of expenditure in the Greek budget, b) to veto decisions not in line with the budgetary targets set by the Troika and c) will be tasked to ensure compliance with the above mentioned rule to prioritize debt service.
The new surveillance and institutional approach should be formulated in the MoU as follows: In the case of non-compliance, confirmed by the ECB, IMF and EU COM, a new budget commissioner appointed by the Eurogroup would help implementing reforms. The commissioner will have broad surveillance competences over public expenditure and a veto right against budget decisions not in line with the set budgetary targets and the rule giving priority to debt service. Greece has to ensure that the new surveillance mechanism is fully enshrined in national law, preferably through constitutional amendment.
![]() |
ESB taki yfir fjármál Grikkja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 05:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Verðbréfalán lækka um 100%
27.1.2012 | 17:38
Stjórn Eignasafns Seðlabanka Íslands ákvað nýlega að fella niður kröfur á stofnfjárhafa í Sparisjóði Svarfdæla, sem félagið á í gegnum systurfélag Saga Capital sem var yfirtekið á síðasta ári. Í fréttatilkynningu Seðlabankans er vísað til 96 dómsmála sem höfðuð hafa verið vegna þessara lána og meints fordæmis sem niðurfelling Landsbankans á stofnfjáreigendalánum hjá Sparisjóði Keflavíkur er sagt hafa skapað. Rökstuðningurinn fyrir þeirri ákvörðun að fella lánin niður er forvitnilegur:
Stjórn ESÍ telur vafa ríkja hvort lögmæti krafna vegna lána til kaupa á stofnfé í Sparisjóði Svarfdæla sé að fullu sambærilegt og þær kröfur sem dæmt var um í svokölluðum Byr-málum og þær kröfur sem Landsbankinn felldi niður. Með ákvörðun sinni nú er stjórnin ekki að taka beina afstöðu til þess álitamáls en hins vegar verður ekki framhjá því litið að kröfur þessar og tilefni þeirra er að ýmsu leyti sambærileg. Eftir þá ákvörðun Landsbanka Íslands að fella niður lán sem veitt voru í tengslum við stofnfjáraukningu í mörgum sparisjóðum um líkt leyti og umrædd lán mæla sanngirnisrök með því að lánin vegna kaupa á stofnfjárhlutum í Sparisjóði Svarfdæla verði felld niður. Fjárhagslegir hagsmunir Seðlabankans og ríkissjóðs til samans í þessu máli eru tiltölulega litlir og langvarandi deilur fyrir dómsstólum um þetta efni geta tafið verulega fyrir því að ríkissjóður fái til sín eign sína í Sparisjóði Svarfdæla og sett í uppnám endurskipulagningu fjármálaþjónustu á svæðinu.
Það er því mat stjórnar ESÍ að almannahagsmunum sé best borgið með því að fella ofangreindar kröfur niður.
Í þessu tilviki er um að ræða lán fyrir verðbréfum, en þegar talið berst að þeim almannahagsmunum sem bundnir eru við lögheimili þá er alltaf látið eins og þau lúti einhverjum öðrum lögmálum, að það sé álitið eðlilegt að fjárfestingar í mannabústöðum beri meiri áhættu en fjárfestingar í pappírsmiðum. Er það þannig samfélag sem almenningur vill að verði endurreist hér að nýju?
![]() |
Fellir niður kröfur vegna stofnfjárbréfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Húsnæðislán hækka um 37,63%
27.1.2012 | 15:30
Ársverðbólga mælist nú 6,52% samanborið við 5,26% í síðasta mánuði, sem þýðir meðal annars að forsendur kjarasamninga eru brostnar. En þetta hefur líka í för með sér talsverðan kostnaðarauka 70-80 þúsund heimila vegna verðtryggingar.
Samkvæmt lögum um neytendalán skal tilgreina endurgreiðslukostnað á lánssamningi með skýrum hætti og árlega hlutfallstölu kostnaðar. Berum saman kostnaðinn miðað við verðbólguþróunina nú og í síðasta mánuði. Útreikningurinn miðast við verðtryggt jafngreiðslulán til 40 ára, og er gefinn upp í prósentum af lánsfjárhæð, þannig að 200% þýðir til dæmis að endurgreiða þarf 2 milljónir fyrir hverja milljón sem fengin er að láni.
Desember 2011, ársverðbólga 5,26%.
Endurgreiðsla: 684%, árleg hlutfallstala kostnaðar: 9,77%.
Janúar 2012, ársverðbólga 6,5%.
Endurgreiðsla: 941%, árleg hlutfallstala kostnaðar: 11,07%.
Ein milljón sem sem fengin er að láni og áður kostaði 6,84 milljónir, kostar núna 9,41 milljónir, sem jafngildir 37,63% verðhækkun á lánsfénu. Til samanburðar, þá hætti McDonalds skyndibitakeðjan rekstri á Íslandi vegna þess að til að standa undir kostnaði hefði þurft að hækka vöruverð um 20% á einu bretti og talið var að íslenskir neytendur myndu ekki sætta sig við svo skarpa hækkun.
Það er umhugsunarefni að með skylduverðtryggingu Íbúðasjóðslána hafi verið lagðar á íslensk heimili umtalsvert meiri sveiflur á kostnaði vegna húsnæðis heldur en bandarísk skyndibitakeðja telur sig geta komist upp með í verðlagningu stjörnumáltiðar.
![]() |
Verðbólgan 6,5% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um skýrslu hagfræðistofnunar
26.1.2012 | 21:01
Djöfulsins snillingar?
26.1.2012 | 14:26
Bankar brjóta lög um neytendalán
23.1.2012 | 01:08
Viðskipti og fjármál | Breytt 24.1.2012 kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Hvenær er kynningarátak í raun auglýsingaherferð?
22.1.2012 | 00:38
Evrópumál | Breytt 23.1.2012 kl. 03:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Hvað segja íslensk lög?
22.1.2012 | 00:20
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Etta James - I'd Rather Go Blind
20.1.2012 | 23:21
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað er PCI öryggi?
17.1.2012 | 02:25
Björgunarleiðangur á villigötum í evrulandi
16.1.2012 | 22:53
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Iðnaðarsaltkaupendur í stafrófsröð
16.1.2012 | 12:03
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagurinn þrettándi
14.1.2012 | 01:38
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 01:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)