Hvað segja íslensk lög?

Almenn hegningarlög nr. 19/1940

X. kafli. Landráð.
86. gr.
Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.

Rétt er að taka fram að í tengslum við ESB-aðild er auðvitað enginn að tala um ofbeldi í þeim skilningi sem þarna er vísað til. Hinsvegar gildir annað um svik. Hér skiptir máli hvort það teljast ekki svik að stunda áróður byggðan á fölskum aðdróttunum og ósönnum fullyrðingum fyrir því að afsala hluta af fullveldi þjóðarinnar í erlendar hendur.

XI. kafli. Brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess.
98. gr. Veki maður eða stýri uppreisn í þeim tilgangi að breyta stjórnskipun ríkisins, þá varðar það fangelsi, ekki skemur en 3 ár eða ævilangt.
Hver, sem tekur þátt í þess konar uppreisn, svo og hver sá, sem sekur gerist um verknað, er miðar að því að breyta stjórnskipuninni á ólögmætan hátt, skal sæta fangelsi allt að 8 árum.

Hér er lykilatriði, hvort eins og í fyrri greininni er um að ræða ólögmætar aðferðir við að reyna að breyta stjórnskipan ríkisins. Ef það er gert með sviksamlegum áróðri sem brýtur þar með í bága við 86. greinina þá er væntanlega um að ræða ólögmæta aðferð við að breyta stjórnskipuninni.

Lög nr. 16/1971 um aðild Íslands að Vínarsáttmálanum um dipómatísk samskipti:

41. gr. 1. Það er skylda allra þeirra, sem njóta forréttinda og friðhelgi, að virða lög og reglur móttökuríkisins, en þó þannig að forréttindi þeirra eða friðhelgi skerðist eigi. Á þeim hvílir einnig sú skylda að skipta sér ekki af innanlandsmálum þess ríkis.
2. Öll opinber erindi, sem móttökuríkið varða og falin eru sendiráðinu af sendiríkinu, skulu rekin hjá utanríkisráðuneyti móttökuríkisins eða hjá öðru ráðuneyti, sem samkomulag verður um, eða fyrir milligöngu þeirra.

Með öðrum orðum, samkvæmt þessu er utanríkisráðuneytið sá aðili sem ætlast er til sendiskrifstofur Evrópusambandsins beini erindum sínum til samkvæmt diplómatískum leiðum en ekki með opnun vefsíðu og beinum samskiptum við óbreytta íslenskra ríkisborgara. Einnig hlýtur að koma til álita hvernig bein miðlun upplýsinga um fullveldisafsal samræmist þeirri skyldu sem lögð er á sendifulltrúa, að skipti sér ekki af innanlandsmálum móttökuríkisins.

Um öll þessi atriði eru sjálfsagt skiptar skoðanir, sem mögulega fara nokkuð eftir því hvort menn eru á annað borð hlynntir aðild eða á móti. Aðeins dómstóll getur hinsvegar skorið úr um hvort og hvenær lög sem þessi eru í raun brotin, burtséð frá því hvernig aðrir kjósa að túlka þau.

Getið þið séð fyrir ykkur ef ríkisstjórn Belgíu og borgaryfirvöldum í Brüssel bærist erindi frá erlendum aðila sem óskaði þess að setja upp skrifstofu nálægt miðborginni sem beitti sér fyrir miðlun upplýsinga um hvað það þýðir að vera fullvalda ríki utan ríkjasambanda og vekti jafnframt athygli á því að til eru fleiri ríkjasambönd í heiminum, þar á meðal Bandaríkin og samveldi sjálfstæðra ríkja sem Rússar leiða styrkri hendi. Það yrði forvitnilegt að sjá hver viðbrögðin yrðu.


mbl.is Upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi opnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband