Verðbréfalán lækka um 100%

Stjórn Eignasafns Seðlabanka Íslands ákvað nýlega að fella niður kröfur á stofnfjárhafa í Sparisjóði Svarfdæla, sem félagið á í gegnum systurfélag Saga Capital sem var yfirtekið á síðasta ári. Í fréttatilkynningu Seðlabankans er vísað til 96 dómsmála sem höfðuð hafa verið vegna þessara lána og meints fordæmis sem niðurfelling Landsbankans á stofnfjáreigendalánum hjá Sparisjóði Keflavíkur er sagt hafa skapað. Rökstuðningurinn fyrir þeirri ákvörðun að fella lánin niður er forvitnilegur:

Stjórn ESÍ telur vafa ríkja hvort lögmæti krafna vegna lána til kaupa á stofnfé í Sparisjóði Svarfdæla sé að fullu sambærilegt og þær kröfur sem dæmt var um í svokölluðum Byr-málum og þær kröfur sem Landsbankinn felldi niður. Með ákvörðun sinni nú er stjórnin ekki að taka beina afstöðu til þess álitamáls en hins vegar verður ekki framhjá því litið að kröfur þessar og tilefni þeirra er að ýmsu leyti sambærileg. Eftir þá ákvörðun Landsbanka Íslands að fella niður lán sem veitt voru í tengslum við stofnfjáraukningu í mörgum sparisjóðum um líkt leyti og umrædd lán mæla sanngirnisrök með því að lánin vegna kaupa á stofnfjárhlutum í Sparisjóði Svarfdæla verði felld niður. Fjárhagslegir hagsmunir Seðlabankans og ríkissjóðs til samans í þessu máli eru tiltölulega litlir og langvarandi deilur fyrir dómsstólum um þetta efni geta tafið verulega fyrir því að ríkissjóður fái til sín eign sína í Sparisjóði Svarfdæla og sett í uppnám endurskipulagningu fjármálaþjónustu á svæðinu.

Það er því mat stjórnar ESÍ að almannahagsmunum sé best borgið með því að fella ofangreindar kröfur niður.

Í þessu tilviki er um að ræða lán fyrir verðbréfum, en þegar talið berst að þeim almannahagsmunum sem bundnir eru við lögheimili þá er alltaf látið eins og þau lúti einhverjum öðrum lögmálum, að það sé álitið eðlilegt að fjárfestingar í mannabústöðum beri meiri áhættu en fjárfestingar í pappírsmiðum. Er það þannig samfélag sem almenningur vill að verði endurreist hér að nýju?


mbl.is Fellir niður kröfur vegna stofnfjárbréfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Þetta er rétt niðurstaða um að fella niður kröfur.

Nú þarf að sannfæra kröfuhafa  íbúðarlána um það sama og ESÍ hefur komið fram með, þ.e. að almannahagsmunum sé best borgið með því að fella ofangreindar kröfur niður.

Eggert Guðmundsson, 27.1.2012 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband