Texti tillögu Þjóðverja

Financial Times segir frá því að ríkisstjórn Þýzkalands fari nú fram á að Grikkland gefi eftir fullveldi sitt í ríkisfjármálum til sértaks erindreka efnahagsmála á vegum Evrópusambandsins til að tryggja útgreiðslu annars hluta björgunarlána að fjárhæð €130bn (jafnvirði 21 trilljón króna), samkvæmt afriti sem Financial Times birtir.

Með þessari víðfemu útvíkkun á stjórn Evrópusambandsins yfir aðildarlöndum, myndi hinn nýi erindreki fá neitunarvald um ráðstafanir grískra stjórnvalda í ríkisfjármálum ef þær samræmast ekki þeim markmiðum sem erlendir kröfuhafar hafa sett. Þessum erindreka sem yrði skipaður af fjármálaráðherrum annara evrulanda, er ætlað að hafa yfirumsjón með "öllum helstu útgjaldaliðum" ríkissjóðs Grikklands.

- Í stuttu máli: kröfuhafar skulu fá forgang fram yfir grunnstoðir samfélagsins.

Hér er texti tillögunnar í heild sinni:

    Assurance of Compliance in the 2nd GRC Programme

    I. Background

    According to information from the Troika, Greece has most likely missed key programme objectives again in 2011. In particular, the budget deficit has not decreased compared to the previous year. Therefore Greece will have to significantly improve programme compliance in the future to honour its commitments to lenders. Otherwise the Eurozone will not be able to approve guarantees for GRC II.

    II. Proposal for the improvement of compliance

    To improve compliance in the 2nd programme, the new MoU will have to contain two innovative institutional elements on which Greece will have to commit itself. They will become further prior actions for the second programme. Only if and when they are implemented, the new programme can commence:

    (1) Absolute priority to debt service

    Greece has to legally commit itself to giving absolute priority to future debt service. This commitment has to be legally enshrined by the Greek Parliament. State revenues are to be used first and foremost for debt service, only any remaining revenue may be used to finance primary expenditure. This will reassure public and private creditors that the Hellenic Republic will honour its comittments after PSI and will positively influence market access. De facto elimination of the possibility of a default would make the threat of a non-disbursement of a GRC II tranche much more credible. If a future tranche is not disbursed, Greece can not threaten its lenders with a default, but will instead have to accept further cuts in primary expenditures as the only possible consequence of any non-disbursement.

    (2) Transfer of national budgetary sovereignty

    Budget consolidation has to be put under a strict steering and control system. Given the disappointing compliance so far, Greece has to accept shifting budgetary sovereignty to the European level for a certain period of time. A budget commissioner has to be appointed by the Eurogroup with the task of ensuring budgetary control. He must have the power a) to implement a centralized reporting and surveillance system covering all major blocks of expenditure in the Greek budget, b) to veto decisions not in line with the budgetary targets set by the Troika and c) will be tasked to ensure compliance with the above mentioned rule to prioritize debt service.

    The new surveillance and institutional approach should be formulated in the MoU as follows: “In the case of non-compliance, confirmed by the ECB, IMF and EU COM, a new budget commissioner appointed by the Eurogroup would help implementing reforms. The commissioner will have broad surveillance competences over public expenditure and a veto right against budget decisions not in line with the set budgetary targets and the rule giving priority to debt service.” Greece has to ensure that the new surveillance mechanism is fully enshrined in national law, preferably through constitutional amendment.


mbl.is ESB taki yfir fjármál Grikkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Þetta er skelfileg lesning en staðfestir hvernig ESB vinnur. Það verður fróðlegt að sjá hvort okkar "auma" fréttamannastétt hjólar í Evrópusinnana í Samfylkingunni nú þegar flokkstjórnarfundur er nýsettur, til að fá þeirra viðbrögð við þessum fyrirætlunum ESB. Rödd Grikklands er fótum troðinn innan ESB, rödd Íslands verður það líka.

Erlingur Alfreð Jónsson, 28.1.2012 kl. 11:04

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 13:23

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Lagarde hjá AGS er búin að vara ESB við - fróðlegt verður að sjá hvort einhver þar innanbúðar tekur mark á henni.

Kolbrún Hilmars, 28.1.2012 kl. 14:37

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er einn augljós galli varðandi þetta ,,leynilega skjal" - að altso, það er engin heimild gefin fyrir þvi.

Hitt er annað mál, að það er ekkert annað en sjálfsagt af EU að hjálpa grikkjum úr þessum vandræðum og aðstoða þá eins og hægt er. Ekkert nema sjálfsagt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.1.2012 kl. 15:56

5 identicon

Ef ég man rétt þá var ein megin hugmyndin á bak við stofnun Evrópu Sambandsins að reyna að koma í veg fyrir að Þjóðverjar herjuðu á aðrar þjóðir álfunnar á nokkura áratuga fresti.

Það fjarar dálítið undan þeirri hugmyndafræði með þessari valdaránstilraun Merkel klansins.

Seiken (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 16:01

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ómar Bjarki skautar alltaf jafn snyrtilega fram hjá raunveruleikanum. Allir hafa viðurkennt að ESB hefur ekki bolmagn til þess að hjálpa eða aðstoða eins og þarf og hafa sent neyðarkall til alþjóðasamfélagsins.

AGS er blandað í leikinn, en hann er ekki EU, heldur IMF; International Monetary Fund.

ESB ætlast semsagt til þess að alþjóðasamfélagið bjargi sínum innanhúss vandamálum. Það er svo ekki sjálfgefið að sú björg liggi á lausu - eða verði fúslega veitt.

Kolbrún Hilmars, 28.1.2012 kl. 16:35

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já. Eg sé þetta ekki svona dramatískt. þetta er bara það að EU er allt af vilja gert að hjálpa grikkjum. það er í sjálfu sér engin skömm af því að fá mannskap frá EU til að gera skurk í fjárlagagerð. það er bara skapandi og hið besta mál. Og verður frábært ð fá þá hingað eftir að Ísland er orðið aðili að umræddu sambandi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.1.2012 kl. 16:46

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ómar Bjarki, ég hallast að því að þú trúir þessu í fyllstu einlægni.

En einhvern veginn þykir mér ekki trúverðugt að halda því fram í áróðrinum að landið haldi fullveldi og sjálfstæði eftir hugsanlega ESB aðild á meðan það lúrir í hugskotinu hvað það "verður frábært að fá "þá" hingað" og "til að gera skurk í fjárlagagerð".

Kolbrún Hilmars, 28.1.2012 kl. 17:26

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sumt fólk seilist ansi langt til að reyna að sanna áróður sinn um ESB, allir af vilja gerðir til að hjálpa grikkjum kanntu annan?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 17:37

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vá, meira að segja Ómar Bjarki á erfitt með að finna efnisleg meðmæli með þessari tillögu. Þá er mikið sagt.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.1.2012 kl. 19:33

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Með hvaða peningum skyldi vera meiningin að borga upplognar skuldir banka-stjórnsýslunnar í Vesti? Þarf ekki að vera einhver raunhæf og réttlát hugmynd um það?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.1.2012 kl. 19:57

12 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Í Vestrinu, átti þetta að vera.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.1.2012 kl. 19:58

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Engum Anna. Því þeir eru hvergi til.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.1.2012 kl. 02:04

14 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Erindreki? Þurfa menn ekki að vera á róandi sem sinna þessu starfi,svona rétt eins og böðlar fyrri tíma. Manneskjan í ömurlegustu mynd.

Helga Kristjánsdóttir, 29.1.2012 kl. 06:49

15 identicon

Fyrir þá sem vilja vita þá er vandi Grikka að mestu heimatilbúinn. Hér er brot úr grein eftir Gunnar Hólmstein Ársælsson frá 28/6 2011:

"

En það eru fleiri ,,innanlandsástæður“ fyrir vandræðum Grikkja, þ.e.a.s. sem hafa ekkert með ESB að gera; það er nánast hluti af menningu Grikkja að borga ekki skatta og talið er að allt að 70% af vissum starfsstéttum komist upp með að borga nánast enga skatta. Skatttekjur gríska ríkisins eru því allt of lágar og sagt er að landið þurfi í raun að taka upp nýtt skattkerfi. Þá er svört atvinnustarfsemi talin vera um einn fjórði hluti af heildarhagkerfinu. Spilling á ýmsum stöðum er einnig talin hafa alvarleg áhrif á hagkerfið. Og á spillingunni vinna Grikkir einungis sjálfir, með viðeigandi stofnunum.

Almenn efnahagsleg óstjórn og sérlega rausnarlegt lífeyriskerfi (látnir einstaklingar fengu lífeyri og lífeyrisréttindi erfðust!) eru líka talin vera orsakavaldar. Til dæmis fjölgaði opinberum starfsmönnum um 100.000 á stjórnarárum hægrimannsins Kostas Karamanlis frá 2004-2009 og útgjöld gríska ríkisins um 60%! Gríska ríkið er stór eigandi fyrirtækja og umfangsmikill ríkisrekstur í landinu, hið opinbera er um 40% af þjóðarframleiðslunni."

Kristmundur Ó. (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 11:32

16 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vandi Grikklands á sér gamlar og djúpstæðar rætur, það er rétt. En innleiðing þess vanda á evrusvæðið var framleidd af Goldman Sachs.

Í greininni sem þarna er tengd er haft eftir þýzkum verðbréfmiðlara að auðveldlega sé hægt að falsa Maastricht skilyrðin með framvirkum gjaldmiðlaskiptasamningum og öðrum afleiðubréfum. Í rauninni er þetta ekkert öðruvísi en þegar gengi íslensku krónunnar var falsað hér á árunum fyrir hrun með sambærilegum fjármálaafurðum. Eins og bæði dæmin sýna þá getur slíkt aðeins gengið upp til skamms tíma en til lengri tíma kemur alltaf að því að frauðið fellur. Skiptir þá engu hvaða gjaldmiðill á í hlut.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.1.2012 kl. 13:37

17 identicon

Er gert ráð fyrir að þetta verði gert eftir að 70% af skuldum Grikkja eru afskrifaðar eða ekki?

Stefán (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 07:40

18 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sæll Guðmundur

Gaman er að líta á bloggsíðu þína og sjá hin ýmsu gagnlegu línurit um efnahagsvísa, innóður eða dexur, meðal annars gullverðsþróunina. Gull og silfur hefur haldið verðgildi sínu í óðaverðbólgu sem fylgir miklum hagvexti. Öll stærri ríki telja hag í því að eiga gullforða. Væri t.d. hér gullforði þyrfti Seðlabankinn ekki að greiða vexti af erlendum lánum sem mynda gjaldeyrisforða. Vaxtagreiðslur sem leggjast þungt á ríkissjóð og skattgreiðendur. Allir eru að tapa vegna núverandi óstöðuleika sem hlýst af víxlhækkunum skatta og launa. Verðstöðvun til 5 ára kæmi í kjölfarið.

Af athugasemdum hér að framan er ljóst að vandi Grikkja er af mörgum toga. Í samfélagi þjóða með sama vinnumarkað er nauðsynlegt að samræma reglur og vinnubrögð. Sé ekki hvernig við getum verið án EES og ESB nema að halda áfram á fyrri torfærubraut.

Sigurður Antonsson, 5.2.2012 kl. 22:22

19 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sigurður:

Seðlabanki Íslands á um tvö tonn af gulli. Þau eru geymd í London og voru meðal þess sem Bretar lögðu hald á af eignum íslenska ríkisins haustið 2008. Þjóðir sem ráða yfir her hafa undantekningalaust beitt honum þegar einhver reynir að taka gullið þeirra. Ef ég yrði ráðherra efnahagsmála á Íslandi myndi ég gera það meðal fyrstu verka að senda eitt af varðskipunum okkar til London að sækja gullið, flytja það heim og koma því fyrir í kjallarahvelfingu Seðlabanka Íslands, hinum rétta geymslustað fyrir slíkar þjóðargersemar.

Sé ekki hvernig við getum verið án EES og ESB nema að halda áfram á fyrri torfærubraut.

Ég sé nú ekki betur en að ESB sé ein stór torfærubraut.

Íslendingar eru fremsta þjóð heims í því að ferðast um torfærur. Erlendar þjóðir geta lítið kennt okkur í þeim efnum, frekar við þeim.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.2.2012 kl. 03:53

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vel mælt Guðmundur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.2.2012 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband