Húsnæðislán hækka um 37,63%

Ársverðbólga mælist nú 6,52% samanborið við 5,26% í síðasta mánuði, sem þýðir meðal annars að forsendur kjarasamninga eru brostnar. En þetta hefur líka í för með sér talsverðan kostnaðarauka 70-80 þúsund heimila vegna verðtryggingar.

Samkvæmt lögum um neytendalán skal tilgreina endurgreiðslukostnað á lánssamningi með skýrum hætti og árlega hlutfallstölu kostnaðar. Berum saman kostnaðinn miðað við verðbólguþróunina nú og í síðasta mánuði. Útreikningurinn miðast við verðtryggt jafngreiðslulán til 40 ára, og er gefinn upp í prósentum af lánsfjárhæð, þannig að 200% þýðir til dæmis að endurgreiða þarf 2 milljónir fyrir hverja milljón sem fengin er að láni.

Desember 2011, ársverðbólga 5,26%.

Endurgreiðsla: 684%, árleg hlutfallstala kostnaðar: 9,77%.

Janúar 2012, ársverðbólga 6,5%.

Endurgreiðsla: 941%, árleg hlutfallstala kostnaðar: 11,07%.

Ein milljón sem sem fengin er að láni og áður kostaði 6,84 milljónir, kostar núna 9,41 milljónir, sem jafngildir 37,63% verðhækkun á lánsfénu. Til samanburðar, þá hætti McDonalds skyndibitakeðjan rekstri á Íslandi vegna þess að til að standa undir kostnaði hefði þurft að hækka vöruverð um 20%  á einu bretti og talið var að íslenskir neytendur myndu ekki sætta sig við svo skarpa hækkun.

Það er umhugsunarefni að með skylduverðtryggingu Íbúðasjóðslána hafi verið lagðar á íslensk heimili umtalsvert meiri sveiflur á kostnaði vegna húsnæðis heldur en bandarísk skyndibitakeðja telur sig geta komist upp með í verðlagningu stjörnumáltiðar.


mbl.is Verðbólgan 6,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það verður að taka þessa sjálfvirku peningaprentvél (verðtrygginguna) úr sambandi.

Theódór Norðkvist, 27.1.2012 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband