Gjaldeyrishöft sett í samhengi
15.3.2012 | 18:45
- Nýlega var lögum um gjaldeyrisviðskipti breytt í miklum flýti með setningu neyðarlaga. Í vikunni hefur svo smám saman verið að taka á sig mynd atburðarás sem setur þennan gjörning í forvitnilegt samhengi, upp á samtals 221,6 milljarða króna.
- Fyrst Alþingi:
- Alþingismenn ræða hert gjaldeyrishöft fyrir opnun markaða í fyrramálið Smugan
- Lög um gjaldeyrishöft hert - mbl.is
- 2012 nr. 17 13. mars/ Lög um breytingu á lögum um gjaldeyrismál, nr. 87/1992, með síðari breytingum. Þingskjal 966, 140. löggjafarþing 608. mál: #A gjaldeyrismál # (hertar reglur um fjármagnsflutninga)
- Neyðarlög II - bofs.blog.is
- Svo skilanefnd Glitnis:
- Viðskiptablaðið - Slitastjórn Glitnis greiðir forgangskröfuhöfum
- Pressan.is - Glitnir greiðir kröfur: 105,6 milljarðar greiddir út í krónum, dollurum, evrum, pundum og norskum krónum
- Og svo ríkisstjórnin og Seðlabankinn:
- Endurgreiðsla á lánum frá AGS og Norðurlöndum | Fjármálaráðuneytið
- Seðlabankinn » Endurgreiðsla á lánum Ríkissjóðs Íslands og Seðlabanka Íslands
- Endurgreiða 116 milljarða króna - mbl.is
-
![]() |
Endurgreiða 116 milljarða króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hver bar ábyrgð á tryggingakerfinu?
13.3.2012 | 21:04
Steingrímur J. Sigfússon viðskiptaráðherra bar þess vitni fyrir Landsdómi í dag að honum hafi brugðið þegar hann varð þess áskynja hvernig í pottinn var búið með innlánasöfnun Landsbankans undir vörumerkinu IceSave.
Haft er eftir Steingrími að hann "...vissi að þá var íslenska tryggingakerfið ábyrgt fyrir innistæðunum". Í annan stað er hann sagður hafa rökstutt þessa skoðun sína með því að Icesave-reikningarnir hefðu verið í útibúum bankans en ekki í dótturfélagi og því hafi eftirlits- og tryggingarskylda hvílt á landinu þar sem höfuðstöðvar bankans voru.
Þessi ummæli Steingríms gera lítið annað en vekja upp fleiri spurningar. Hvers vegna er ráðherrann af leggja út af einhverju sem er óumdeilt í málinu? Að það hafi verið hinn íslenski Tryggingasjóður Innstæðueigenda og Fjárfesta (TIF) sem hafði það lögboðna hlutverk að tryggja innstæður í bönkum með höfuðstöðvar á Íslandi.
Steingrímur er ekki að bæta við neinni nýrri þekkingu, heldur þvert á móti kemur hann sér hjá svörum við því sem brennur á flestum er hafa látið sig málið varða: Hvers vegna hann hefur lagt svo mikla áherslu sem raun ber vitni á að gera greiðsluþrot sjálfseignarstofnunar gagnvart erlendum kröfuhöfum vegna einkafjármögnunarvanda, að einhverju sérstöku viðfangsefni íslenska ríkisins?
![]() |
Vissi af ábyrgð Íslands á Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
IceSave | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Neyðarlög II
13.3.2012 | 02:14
Í kvöld voru sett með mikilli leynd og í furðulegum flýti, lög um breytingu á lögum um gjaldeyrismál, nr. 87/1992, með síðari breytingum.
http://www.althingi.is/altext/140/s/0966.html
Með lögunum er fækkað undanþágum frá banni við fjármagnsflutningum milli landa, og er með gildistöku þeirra vikið til hliðar hefðbundnum ákvæðum laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingarblað. Er það sérstaklega gert til þess að lögin hafi tæknilega öðlast gildi fyrir opnun fjármálamarkaða á morgun, en þetta er greinin sem um ræðir:
4. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 8. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað binda lög þessi alla þegar við birtingu.
Sambærilegt ákvæði á sér fordæmi í öðrum lögum, nánar til tekið lögum nr. 125, 7. október 2008, sem í daglegu tali eru kölluð "neyðarlögin". Nánar til tekið vegna 14. gr. þeirra laga, sem er orðrétt samhljóða áðurnefndri 4. gr. laganna sem sett voru í kvöld.
Ætli þetta sé vísir að því sem koma skal? Neyðarlög á neyðarlög ofan til að redda því sem þarf að koma í gegn án þess að neinn taki eftir í tæka tíð til að bregðast við?
![]() |
Samþykkt með breytingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Neyðarviðbrögð vegna leka
3.3.2012 | 09:45
Ég skrifa sjaldan um persónulegt heimilislíf mitt á opinberum vettvangi, en hér þó ein undantekning frá því. Vegna stíflaðs niðurfallsræsis við húsið safnaðist upp talsvert af vatni sem endaði með því að leka inn í geymslurými hjá mér í gærkvöldi. Eins og vill stundum verða í slíkum tilvikum lentu dýrgripir í hættu, að þessu sinni alfræðibækurnar sem ég erfði frá afa mínum og nafna.
Um er að ræða bandarísku útgáfuna af Britannica frá árinu 1965. Það er að segja 23 bindi ásamt venjulegri orðabók í 2 bindum, Atlaskortabók og annáll ársins 1966. Einnig var í safninu afar falleg og álíka gömul útgáfa af heilagri ritningu kristinnar trúar.
Þegar lekinn uppgötvaðist stóðu kassarnir sem geymdu bækurnar þá þegar í þumlungsdjúpu vatni, og gegnsósa og maukaður bylgjupappinn fyllti hjarta mitt hryllingi. Ekki var um annað að ræða en setja tilfinningarnar til hliðar og ganga hratt til verks við björgunarstörf, samhliða ósjálfráðri upprifjun á því hvort á heimilinu væri til hárþurrka.
Efstu bækurnar í kössunum voru hólpnar og fljótlegt að forða þeim frá frekara tjóni, en það væri þó til lítils ef stór hluti af settinu lægi ónýtur á botninum. Við mikinn fögnuð komu bækurnar þó heillegar upp úr kössunum, aðeins þær neðstu höfðu vöknað dálítið og virtust þó fljótt á litið vera við bjargandi með góðum vilja.
Þegar öllum bókum og öðrum pappírum hafði verið bjargað undan lekanum var fyrst hægt að huga að ástandi þeirra í smáatriðum. Til mikillar undrunar reyndist hver einasta bók nokkurnveginn í lagi, varla hafði ein einasta blaðsíða blotnað nema á endanum, en þykkar bókanrkápurnar ljóta að hafa skýlt þeim vel.
Ég er búinn að þurka af þeim og stilla upp til þerris þriðjungi af safninu en hitt er komið upp í efstu hillu, þar sem þær munu verða meðal þess fyrsta sem brennur ef eldsvoði yrði, sem maður vonar auðvitað ekki. En það er allavega skásta lausnin í bili.
Útlit er fyrir að á morgun verði hægt að setja allar bækurnar sem eru í þurrkun upp í hillu með hinum, lítið skemmdar og fínar. Annað sem varð fyrir lekanum var flest í plastpokum og léttvægara, svo þegar allt kemur til alls fór mun betur en efni stóðu til.
Góða helgi.
Bækur | Breytt s.d. kl. 04:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Forstjóri FME kærður fyrir brot á bankaleynd!
1.3.2012 | 14:01
Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur sagt forstjóra stofnunarinnar upp störfum. Í yfirlýsingu stjórnarinnar segir meðal annars: "...að í gær bárust stjórn FME ábendingar um Gunnar kynni að hafa brotið af sér í starfi með því að afla sér trúnaðarupplýsinga úr bankakerfinu með ólögmætum hætti. Stjórn FME kærði málið til lögreglu í morgun og Gunnar hætti störfum þegar í stað."
Það er svo sem stórfrétt að sjálfur forstjóri Fjármálaeftirlitsins verið kærður fyrir brot á einhverjum helgustu véum sem stofnuninni er ætlað að standa vörð um: það er að segja leynd innherja- og trúnaðarupplýsinga (bankaleynd). Fréttastofa Ríkisútvarpsins kveðst hafa heimildir fyrir því að um sé að ræða gögn um tiltekin viðskipti þingmannsins Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, sem starfsmaður Landsbankans hafi fært Gunnari á heimili hans í fyrradag. Hvaðan fréttastofan hefur þessar heimildir fylgir ekki sögunni, en í það minnsta staðfestir lögregla að mál af þessu tagi sé í rannsókn.
Hinsvegar finnst mér tilefni til að vekja máls á nokkru sem farið hefur fyrir ofan garð og neðan í þessari umræðu. Það er aðild Gunnars ásamt Arnóri Sighvatssyni aðstoðar-seðlabankastjóra og eins þriggja stjórnarmanna Fjármálaeftirlitsins að útgáfu tilmæla þann 30. júní 2010 þar sem því var beint til fjármálafyrirtækja að hlunnfara íslenska lögaðila um fjárhæð sem Gunnar játar í inngangi sínum að ársskýrslu FME 2011 að nemi allt að 350 milljörðum króna. Gjörningar þessir sem þeir kumpánar hvöttu til og beinlínis þrýstu á um, komst hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í máli 600/2011 þann 15. febrúar síðastliðinn að væru ólöglegir og fælu meðal annars í sér stjórnarskrárbrot.
Brotastarfsemin stendur ennþá yfir eins og ekkert hafi í skorist, en til þess að setja fjárhæðina sem um ræðir í samhengi, þá jafngilda 350 milljarðar:
- Liðlega 70% prósent af ársveltu ríkissjóðs
- Um 22% af vergri landsframleiðslu (VLF)
- Eða um 22% af öllu peningamagni í umferð
- Rúmlega fjórðung af öllum IceSave innstæðukröfum
- Meira en milljón á hvert einasta mannsbarn á Íslandi
Enn á eftir að reyna á skaðabótaskyldu sem útgáfa tilmælanna kann að hafa skapað ríkissjóði gagnvart neytendum, sem áttu allan tímann betri rétt og skýlausa kröfu samkvæmt lögum um neytendalán um að allur vafi sem upp kæmi væri túlkaður þeim í hag, en svo var ekki gert.
Við skulum halda því til haga að sú stjórn sem er nú að segja Gunnari upp störfum er ekki laus ábyrgðar á þessu, þriðjungur stjórnarmanna (Arnór) er vottfastur beinn þáttakandi og aðrir stjórnarmenn kunna að bera ábyrgð enda hljóti þeir að hafa verið meðvitaðir um atburðarásina en kosið að aðhafast ekkert til að afstýra þessu stórfellda tjóni á fjárhagslegum hagsmunum íslenska ríkisins. Slíkum brotum er tekið á í eftirfarandi greinum almennra hegningarlaga.
22. gr. Hver sá maður, sem með liðsinni í orði eða verki, fortölum, hvatningum eða á annan hátt á þátt í því, að brot samkvæmt lögum þessum er framið, skal sæta þeirri refsingu, sem við brotinu er lögð.
121. gr. Hver, sem opinberlega hvetur menn til refsiverðra verka, skal sæta fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef málsbætur eru, nema brot hans varði þyngri refsingu að lögum.
138. gr. Nú hefur opinber starfsmaður gerst sekur um refsilagabrot með verknaði, sem telja verður misnotkun á stöðu hans, og við því broti er ekki lögð sérstök refsing sem broti í embætti eða sýslan, þá skal hann sæta þeirri refsingu, sem við því broti liggur, en þó svo aukinni, að bætt sé við hana allt að helmingi hennar.
139. gr. Hafi opinber starfsmaður, í öðrum tilfellum en lýst er hér að framan, misnotað stöðu sína sér eða öðrum til ávinnings eða til þess að gera nokkuð það, sem hallar réttindum einstakra manna eða hins opinbera, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 2 árum.
175. gr. a. Sá er sammælist við annan mann um að fremja verknað sem varðar að minnsta kosti 4 ára fangelsi og framkvæmd hans er liður í starfsemi skipulagðra brotasamtaka skal sæta fangelsi allt að 4 árum, nema brot hans varði þyngri refsingu samkvæmt öðrum ákvæðum laga þessara eða öðrum lögum.
Með skipulögðum brotasamtökum er átt við félagsskap þriggja eða fleiri manna sem hefur það að meginmarkmiði, beint eða óbeint í ávinningsskyni, að fremja með skipulegum hætti refsiverðan verknað sem varðar að minnsta kosti 4 ára fangelsi, eða þegar verulegur þáttur í starfseminni felst í því að fremja slíkan verknað.
Þetta er ekki tæmandi upptalning á því sem mögulega kann að eiga við, en það er að sjálfsögðu úrlausnarefni fyrir rannsakendur, saksóknara, og dómstóla. Fjölmiðlar hafa hinsvegar á einhvern undarlegan hátt ákveðið að hunsa þetta sem líklega er stærsta efnahagsbrot lýðveldistímans.
![]() |
Gunnar kærður til lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Samevrópsk markaðsmisnotkun í hnotskurn
1.3.2012 | 02:55
Eins og hann er langur til
27.2.2012 | 07:48
Mótmæli | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Ísland hækkar: frekari skuldaleiðréttingar þörf
17.2.2012 | 21:46
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Engin túlkun = engir vextir
17.2.2012 | 12:33
Eðlileg forgangsröð?
17.2.2012 | 09:00
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvar í heiminum er hr. Lee Buchheit?
17.2.2012 | 08:37
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
IceSave endurheimtur stefna í 110%
16.2.2012 | 06:10
IceSave | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Áhrif gengislánadóms á fjármálafyrirtæki
16.2.2012 | 04:04
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 05:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki við Alþingi að sakast
16.2.2012 | 03:47
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 05:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Trúverðug skýring?
15.2.2012 | 20:33