Aukinn hagnaður banka á kostnað almennings

Seðlabanki Íslands hækkaði í gær stýrivexti um hálft prósentustig. Er þetta sagt vera enn ein tilraunin til þess "hemja þenslu" í því skyni að "koma böndum verðbólguna".

Við þessa aðferðafræði eru ýmsir gallar:

1) Hún hefur engin áhrif á meirihluta útlána til almennings sem eru verðtryggð á föstum vöxtum til langs tíma.

2) Hagnaður banka kemur frá tvennu: vöxtum og þjónustugjöldum. Ef vaxtahækkun hefði einhver áhrif væru það þau að auka hagnað bankanna og þar með hvetja þá til frekari útlána til að auka enn hagnað sinn. Hvernig aukinn hagnaður banka hemji verðbólgu er lógík sem ég hef aldrei skilið.

3) Þeir sem greiða vexti eru almenningur og fyrirtæki, sem eiga nú þegar í skuldavanda sem er öllum augljós. Aftur, ef vaxtahækkunin skilaði sér til þeirra þýddi það aukinn kostnað og meiri skuldavanda sem fyrirtæki þyrftu að velta út í verðlag og launþegar út í launakröfur.

4) Síðastnefndi liðurinn auk stýrivaxtahækkunarinnar munu klárlega valda forsendubresti kjarasamninga sem eru ekki nema um það bil ársgamlir. Þar sem samningarnir voru afleitir er það kannski ekki svo slæmt en aðrir en ég hafa alveg örugglega ólíkar og fjölbreyttar skoðanir á því.

Burtséð frá meintum gæðum samninganna hefur hér á þessu bloggi margoft verið fullyrt að væntingar verkalýðsforystunnar um forsendur kjarasamninganna væru ekki bara óraunhæfar heldur beinlínis óábyrgt við núverandi aðstæður að tefla þeim fram sem slíkum. Ég stend enn við hvert einasta orð af því.

P.S. Já og ég gleymdi því næstum: vaxtahækkanir sem ráð til að "hemja verðbólgu" eru af sama meiðinum og við hrun fjármálakerfisins þegar stýrivextirnir enduðu rétt sunnan við tuttugu prósent, í því skyni að "hemja verðbólgu" var þá sagt ef ég man rétt...


mbl.is Stýrivextir hækka um 0,5 prósentur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðarhátíðardagur Portúgals afnuminn

Í örvæntingarfullri tilraun til að reyna koma böndum á efnahagskrísuna hafa portúgölsk stjórnvöld nú gripið til þess óyndislega úrræðis, sem er vanhugsað að mati undirritaðs, að skerða árlega lögboðna frídaga um 28% með því að fækka þeim um 4 af alls 14.

Miðað við að allir frídagarnir myndu annars lenda á virkum dögum og almennt sé frí um helgar myndi aðgerðin á þessu ári skila fjölgun virkra vinnudaga úr 248 í 252 eða um 1,6%. Eflaust hefur einhver spekingur í portúgalska fjármálaráðuneytinu stungið þessari tölfræði inn í excel líkanið sitt og reiknað út að hagvöxtur muni aukast sem þessu nemur.

Með slíkum útreikningi er heilbrigðri skynsemi varpað út um gluggann fyrir ófullkomnar hagfræðinálganir, því auðvitað fer því fjarri að atvinnulífið liggji í dvala á hátíðisdögum. Allir sem hafa sótt hátíðarhöld á 17. júní hafa til dæmis orðið vitni að gríðarlegri veltu sem fer um sölubásana og fyrir kaupmenn og veitingasala í miðborginni er þetta einn af stærstu dögum ársins auk þess sem áhrifin ná yfir marga daga bæði fyrir og eftir hátíðiahöldin, meðal annars vegna þeirra sem vinna við framkvæmd þeirra sem eins og flestir vita er umtalsverður fólksfjöldi.

Skyldi einhver efast um að áðurnefnda lýsingu hagrænu áhrif er einfaldast að rifja upp hvernig þjóðarframleiðsla er skilgreind: það verð sem er greitt fyrir vörur og þjónustur seldar. Ekki er gerður greinarmunur á því hvort um er að ræða eitthvað sem skilar varanlegum ávinningi fyrir samfélagið, heldur eingöngu hvað var greitt fyrir það, og hlutir sem eyðileggja í stað þess að byggja upp eins og t.d. vopnaframleiðsla og spilling náttúrugæða eru líka talin til "þjóðarframleiðslu" bara svo lengi sem einhver hefur verið tilbúinn að borga fyrir það.

Það er því ljóst að hagrænu rökin fyrir skynsemi aðgerðarinnar eru í besta á falli á veikum grunni byggð, en það er þó langt frá því að vera það fáránlegasta við þetta heldur eru það hátíðisagarnir sem sagðir eru hafa lent á höggstökknum:

  • Allraheilagra dagur 1. nóvember
  • Corpus Christi-hátíðin sem er 60 dögum eftir páska
  • 5. október þegar portúgalska lýðveldið var stofnað árið 1910
  • 1. desember þegar Portúgalir losnuðu undan Spánverjum 1640

Allraheilagramessa er sú siðvenja sem hrekkjavakan kvöldið áður á rætur að rekja til þegar hjátrú margra segir að þá séu andar hinna framliðnu á sveimi, en hátíð líkama krists er nokkurskonar hliðstæða við það sem lútherstrúarmenn kalla uppstigningardag. Margir Portúgalir eru rammkaþólskir og taka þessa helgidaga mjög alvarlega. Og svo eru það hinir tveir dagarnir, 1. desember sem er algjörlega hliðstæður sama degi á Íslandi þegar við minnumst þess er við fengum fullveldið og svo sjálfur þjóðhátíðardagurinn sambærilegur við 17. júní á Íslandi.

Ég velti upp þeirri spurningu hér hvort vitglóra sé í þeirri kenningu að þetta muni skila sér í jákvæðum afleiðingum fyrir portúgölsku þjóðina. Eins og áður var nefnt er vel hægt að reikna út að heilmikil "þjóðarframleiðsla" eigi sér stað í tengslum við þessar hátíðir, sem muni einfaldlega tapast verði þær afnumdar og vega þannig upp stóran hluta ætlaðs ávinnings af því að öll þjóðin sæki í staðinn hefbundna dagvinnu þessa fjóra daga.

Loks er það sem hagfræðispekingum finnst gjarnan erfitt að setja inn í reiknilíkönin sín eða mannlega hliðin á málinu, það er að segja sálrænu áhrifin sem afnám þessara lykilhátíðisdaga mun vafalaust hafa á portúgölsku þjóðarsálina. Nýlega hafa borist af því fréttir að ýmsir aðilar víða um Evrópu, meira að segja á Íslandi, séu byrjaðir að bókfæra pólitískan óstöðugleika sem beinan óvissuþátt í ársreikningum sínum og samningum um fjárskuldbindingar. Það er ekki að ástæðulausu þar sem óstöðugleikinn er augljós og stafar að mestu af óánægju almennings vegna efnahagsástands, viðbragða stjórnvalda við því og þjónkun þeirra við tjónvaldana.

Afnám þjóðlega mikilvæga hátíðisdaga í slíku ástandi er klárlega ekki til annars fallið að skvetta olíu á bálið sem logar þarna fyrir sunnan. Portúgalir eru almennt miklu blóðheitari en við norðurbyggjar, og mér segir svo hugur að þeira muni ekki kyngja þessu þegjandi og hljóðalaust. Ef ég væri í þeirra sporum myndi ég hunsa fyrirmæli stjórnvalda og taka mér frí á þessum dögum, og jafnvel hvetja þau samtök sem ég tilheyrði eins og verkalýðsfélag, stjórnmálflokk og fleiri til að taka undir með yfirlýsingum og aðgerðum í mótmælaskyni.

Ég er líka alveg tilbúinn til að veðja að það eru einhverjir í Portúgal sem eru að hugsa þetta sama núna. Ég yrði síst hissa þó að þegar sé í undirbúningi boðun allsherjarverkfalls á umræddum dögum til að mótmæla þeirri skerðingu á lífskjörum sem í þessu felst, nái fyrirætlanirnar fram að ganga. Ég er allavega viðbúinn því að sjá myndir berast frá Lisbon og öðrum borgum í Portúgal af óeirðum sambærilegum við þær sem sést hafa frá Grikklandi og í nágrannaríkinu Spáni er ástandið ekki síður eldfimt vegna bankahruns sem þar stendur yfir og afar óvinsælla björgunaraðgerða stjórnvalda fyrir fúlgur fjár úr vösum skattgreiðenda.

En í Brüssel hefur þetta nú þegar verið afgreitt því þar eru táknrænar lausnir til á lager og bíða þess að taka við að loknu afnámi þjóðarhátíðisdaga og annara sértækra tákna aðildarþjóðríkjanna:

eu-flag

Einkennissöngur: Óðurinn til gleðinnar (Beethoven/Schiller)

Einkunnarorð: Sameining í fjölbreytni In varietate concordia

Evrópudagurinn: 9. maí (Í DAG!)

   afmæli svokallaðrar Schuman yfirlýsingar um Evrópusamruna frá 1950

200px-Coat_of_arms_of_the_European_Union_Military_Staff200px-European_Defence_Agency_logo.svg

Íþróttaliðsbúningarnir eru líka tilbúnir, en ég fann bara hvergi mynd...


mbl.is Portúgalir afnema tímabundið frídaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsdómur: "meh..."

Landsdómur hefur í dag slegið þrjú Íslandsmet í einu höggi:

  1. Fyrsti dómur Íslandssögunnar um ráðherraábyrgð.
  2. Hæsti sakarkostnaðurinn, sem greiðist allur af sakleysingjum.
  3. Niðurstaðan er mesta andris (anticlimax) í réttfarssögu landsins.

Þetta er fyrsta og eina bloggfærslan sem ég mun skrifa um þann abasirkus.

Góðar stundir.


mbl.is Víða fjallað um Landsdóm erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

President of Iceland advocates economics reform

The president of Iceland mr. Olafur Ragnar Grimsson has spoken out yet once more against modern mainstream economic theory, at a conference dedicated to the honor of an old friend, economist Þráinn Eggertsson. The conference bearing the title Economic Behaviour and Institutions Revisited was held at the University of Iceland, where the president said in his speech that...

"...in Manchester we were presented with competing and complimentary views of human behaviour: No single discipline could master the understanding of why and how; homo economicus was simply an analytical tool, and often a misleading one. It was homo sapiens that would, through conflicts and complexities, provide the key to a more profound understanding.

In Dover Street they offered vigorous courses in economics, but we also had to study political science, sociology and anthropology; the old building vibrated with lively debates and interdisciplinary activities.

If you ask me – and mind you, I am the only one here today who witnessed these early formative years – whether the writings of Adam Smith, Malthus or John Maynard Keynes influenced Thráinn more than the fascinating and entertaining lectures given by Professor Gluckman, an anthropology pioneer, on the Zulu tribe in Southern Africa, I would, if you pressed me, have to cast my vote for the Zulus rather than the founding fathers of modern economics!

It may be an impolite and un-presidential conclusion in this prestigious company of economic scholars, but I firmly believe that when the orthodoxies of recent decades brought economic research and financial policy-making into dire straits, it was the memory of the Zulus that gave Thráinn the strength to advocate an alternative view and to stick to his guns even though fashion called for another course.

Sitting in Gluckman’s classes, we saw a strong resemblance between the Zulus and the Nordic viking culture and listened with fascination when the learned professor brought Shakespeare into his analysis, highlighting the similarities between the royal courts of British history and the tribal dances on the grasslands.

We realised that wherever we come from, however sophisticated the frameworks of our societies and the advances of our institutions, we all –Nordic Vikings, Zulus, English kings and nobles – belong to the same human family. No discipline should cut the study of economic behaviour free of the dimensions provided by culture, old and new, by the vigorous restrictions of political institutions, by the dramatic, vibrant and ever-changing forces in what we call society.

In recent years, our nations have suffered greatly because of the adoption of a narrow perspective claimed to be the one and only guidebook. Governments and businesses alike turned a blind eye to the school of thought in which Thráinn has now for decades been among the pioneering leaders, the school which calls on all of us to acknowledge that this is a journey, imperfect and unstable, in a train with many compartments, filled with human beings of all shapes and sizes, a colourful parade packed with people of different cultures and traditions, like an overcrowded Indian train running from Rajasthan to Goa.

It is therefore not only appropriate that we should here today honour a dear friend and a great and wise scholar, but that this gathering should also be a reminder that at the crossroads where we and many others now find ourselves, there is an urgent need to adjust our thinking, our policies and our actions, to the profound dimensions of the teaching that Thráinn has made his life’s vocation."

Yes, let's adjust our thinking, our policies and our actions to profound dimensions indeed. The president's critique of mainstream economics is far from newfound, in a 1984 televised debate a much younger mr. Grimsson came head to head with one of the prime motivators of modern economic thought, mr. Milton Friedman himself. It seems the presence of such a huge name in his field presented little or no intimidation to the icelandic guest interrogators, so wether you agree with the debate or not then at least it's refreshingly blunt even by today's standards. Ironically, this digitized rebroadcast of the original 1984 show is preceded by an ad from one of the failed banks in Iceland:


mbl.is Forsetinn: Maðurinn er ekki vél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá kann að vera vitglóra...

...í því að skilja á milli viðskipta- og fjárfestingarbankastarfsemi fyrst Arion banki virðist andsnúinn hugmyndinni. Greiningardeild bankans telur ókostinar fleiri en kostina, sem á bankamáli þýðir: "við myndum græða minna". Þar sem hagnaður banka greiðist almennt úr vasa viðskiptavina hans (og stundum á endanum skattgreiðenda) þá væri þetta líklega hið besta mál fyrir meirihluta landsmanna.

Til vitnis um hversu brýnt hagsmunamál er að ræða, hefur Arion banki séð ástæðu til að láta gera 47 blaðsíðna greiningarskýrslu og halda um hana metnaðarfullan kynningarfund þar sem teflt var fram bæði innlendum og erlendum sérfræðingum. Það verður þó að segjast að útlendingarnir sem voru fengnir til að kynna umfjöllunarefnið voru talsvert hlutlausari í umfjöllun sinni heldur en íslenskir fundarmenn, sem voru allir starfsmenn bankans og augljóslega ekkert gríðarlega spenntir fyrir fundarefninu.

Merkilegast var þó að heyra hinn breska Marc Lient segja frá því hvernig staðið hefur verið að málum í heimalandi hans þar sem óháð nefnd hefur gert úttekt á viðfangsefninu með opnum vinnubrögðum og samráði við breiðan og fjölbreyttan hóp hagsmunaaðila frekar en hina vanalegu sérvöldu aðila úr innsta hring. Þessi partur undir lok fundarins var afar hressandi.

Hér eru tenglar á ítarefni:

IFRI # 1. Aðskilnaður fjárfestinga- og viðskiptabanka

Independent Commission on Banking  (breska "Vickers" nefndin)

Skýrsla efnahags- og viðskiptaráðherra um framtíðarskipan fjármálakerfisins

Tillaga til þingsályktunar um aðskilnað viðskiptabanka og fjárfestingarbanka

Arion banki: Aðskilnaður viðskipta- og fjárfestingarbankastarfsemi

Wikipedia: Dodd–Frank Wall Street Reform and Consumer Protection Act

Wikipedia: Volcker Rule

Wikipedia: Glass–Steagall Act


mbl.is Ókostirnir fleiri en kostirnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maybe he should have!

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hitti naglann á höfuðið í Silfri Egils í dag þegar hann sagði aðildarumsókn framkvæmdastjórnar ESB að málarekstri gegn Íslandi, ekki vera líklega til að auka vinsældir Evrópusambandsins hér á landi. En Össur sagði...

Maybe he should have

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir að upplýsingarnar um að framkvæmdastjórn ESB myndi eiga aðild að málrekstri ESA vegna Iceasave hafi verið inni á opinberum vefsíðum Eins og skýrsla Hagfræðistofnunar um arðsemi(sleysi) Vaðlaheiðarganga?...

Liggja fjármagnseigendur á 1.050 milljarða þýfi?

Þegar ríkisstjórnin lýsti því yfir við hrun bankanna haustið 2008 að innstæður í bönkum og sparisjóðum hér á landi væru tryggðar að fullu, náði sú yfirlýsing till innstæðna að fjárhæð alls 1.647 milljarðar. Þetta kemur fram í svari efnahags- og...

Er hagkvæmt að skera grænmeti á iPad?

Að undanförnu hefur sprenghlægileg auglýsing gengið manna á milli í netheimum, þar sem er gert góðlátlegt grín að þeim fulltrúum eldri kynslóða sem ekki hafa náð að tileinka sér allar tækninýjungar samtímans.Í þessu tilviki er það miðaldra pabbi sem...

Írar halda þjóðaratkvæðagreiðslu

Í gær hófst á Írlandi formlegur aðdragandi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um nýjan sáttmála á vettvangi Evrópusambandsins um aukinn efnahagssamruna. Írland er eina ríki ESB þar sem kosið verður um sáttmálann í þjóðaratkvæði en það reyndist nauðsynlegt vegna...

Gjaldmiðlaglens

...

Forsendurbresturinn glóðvolgur

Ég skrifaði nýlega pistil undir heitinu Forsendubrestur verðtryggðra lána útskýrður sem er vonandi nógu lýsandi út af fyrir sig. Í stuttu máli sagt er þar rakið hvernig bankar valda í raun verðbólgu þegar þeir offramleiða peninga eins og var gert í...

Frumvarp til laga um afnám verðtryggingar

140. löggjafarþing 2011–2012. Þingskjal XX — XX. mál. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu. Flm.: N.N. 1. gr. Við 13. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Neytendalán, þar með talin lán vegna...

Forsendubrestur verðtryggðra lána útskýrður

I. Fjölgun á krónum í umferð skilgreind sem orsök verðbólgu "Eitt af hlutverkum peninga er að vera mælieining á verðmæti. Þessi mælieining hefur þó þann galla, ólíkt til dæmis mælieiningum metrakerfisins, að vera síbreytileg. Stundum er hægt að kaupa...

Fyrirlestur á morgun: peningakerfið og verðtrygging

Brautarholti 4, laugardaginn 17. mars 2012 kl. 13:00-15:00 Jacky Mallett, Ph.D. Samspil peningakerfis og verðtryggingar Verðtrygging lánsfjár var innleidd á Íslandi 1979 til að bregðast við óðaverðbólgu áttunda áratugarins í kjölfar þess að slitnaði upp...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband