Maybe he should have!

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hitti naglann á höfuðið í Silfri Egils í dag þegar hann sagði aðildarumsókn framkvæmdastjórnar ESB að málarekstri gegn Íslandi, ekki vera líklega til að auka vinsældir Evrópusambandsins hér á landi. En Össur sagði fleira:

Á sömu klukkustund og ég hafði fengið greinargerð lögfræðiteymisins í hendur, og lokið við að lesa hana, þá sendi ég hana til ríkisstjórnar, á formann utanríkismálanefndar, hringdi í formann utanríkismálanefndar og lagði til að Tim Ward kæmi sem fyrst á fund nefndarinnar og við sammæltumst um fund um þetta mál,“

Þessu ber því miður ekki saman við aðrar frásagnir af málinu:

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, greindi frá því í morgunþætti Rásar 2 í morgun að hún hefði frétt af kröfu framkvæmdastjórnar ESB í fréttum í fyrradag.

Eins og fjallað er um í Morgunblaðinu í dag vissi utanríkismálanefnd Alþingis ekki um kröfuna heldur fyrr en fjallað var um málið í fjölmiðlum í fyrradag 11. apríl

Og hvaða skýringar ætli hafi verið gefnar á því?

Össur gerði ráð fyrir því að þingmenn fylgdust með málinu og að sérstakar tengingar væru við ráðherra í gegn um málsvarnarteymið sem ættu að gera þeim ljóst hvernig málin stæðu.

Í hvaða klíku þarf maður að vera til að hafa "sérstaka tengingu"? Er fullnægjandi þegar um brýn mál er að ræða að "gera ráð fyrir" að þeir sem málið varðar hafi skyggnigáfu?

Og hversu lengi var Össur búinn að vita af þessu?

„Ég get svo tekið á mig að ég hefði kannski átt að gera mönnum viðvart 29. mars þegar að þetta kom á netið eða tveimur dögum fyrr þegar ráðuneytið fékk bréf um þetta,“

Já, hann getur aldeilis tekið á sig hálfsmánaðarþögn um bréfið.

En hvernig getur hann gert það?

Í lögum um ráðherraábyrgð segir:

10. gr. Loks verður ráðherra sekur eftir lögum þessum:
   a. ef hann misbeitir stórlega valdi sínu, enda þótt hann hafi ekki beinlínis farið út fyrir embættistakmörk sín;
   b. ef hann framkvæmir nokkuð eða veldur því, að framkvæmt sé nokkuð, er stofnar heill ríkisins í fyrirsjáanlega hættu, þótt ekki sé framkvæmd þess sérstaklega bönnuð í lögum, svo og ef hann lætur farast fyrir að framkvæma nokkuð það, er afstýrt gat slíkri hættu, eða veldur því, að slík framkvæmd ferst fyrir.
11. gr. Brot gegn lögum þessum varða, eftir málavöxtum, embættismissi, sektum eða fangelsi allt að 2 árum.
... ... ...

Í hinum almennu hegningarlögum segir jafnframt:

91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.
Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.

Össur hefur því úr talsverðu að moða þegar hann veltir því fyrir sér hvernig hann geti "tekið á sig" ábyrgð fyrir að þaga í hálfan mánuð um bréf þess efnis að í fysta skipti í sögunni hafi framkvæmdastjórn ESB sóst eftir aðild að máli fyrir EFTA dómstólnum, sem snýst um afar veigamikla hagsmuni, og það gegn Íslandi.

Samtímis fer fram aðildarferli og viðræður við sama ESB undir yfirumsjón utanríkisráðherra í fullkomnu samræmi við flokkspólitíska afstöðu stjórnmálamannsins Össurar, sem sér ekki ástæðu til að upplýsa sérstaklega um mál sem kunna að hafa mikla þýðingu heldur "gerir ráð fyrir" að upplýsingar um þau berist til fólks eftir óskilgreindum og dimmum krókaleiðum, vegna þess að annað væri "ekki líklegt til að auka vinsældir Evrópusambandsins hér á landi".

Þetta er svosem alveg rétt ályktað, en einmitt svo er því oft farið með sjálfsréttlætingu.


mbl.is Samráð var haft í málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Allt saman kórrétt...!

En líklega er ástæða þessa einleiks Össurar Skarphéðinssonar eflaust verið sú að vegna þess að ef samstarfsflokkurinn og Alþingi hefðu komist í málið þá hefðu viðbrögð íslenskaríkisins verið önnur en voru honum þóknanleg... Hann s.s hélt Alþingi Íslands viljandi fyrir utan málið og braut þar með gegn skildum sínum sem utanríkisráðherra...

En til hvers í andsk... erum við að reka utanríkisþjónustu á annað borð ef hún, utanríkisþjónustan, upplýsir ekki stjórn landsins og Alþingi um akkúrat svona lagað...?

Þetta er svipaður einleikur og Halldór og Davíð léku þegar þeir tóku einir ákvörðunina um þáttöku Íslands að Íraksstríðinu... Framhjá Alþingi...!

Og spyr ég því í framhaldinu á þessu öllu saman... Eru þessi vinnubrögð það sem "Nýja-Ísland" og "betra samstarf og opnari vinnubrögð," sem okkur var lofað fyrir kosningar, snýst s.s um í huga Össurar Skarphéðinssonar...?

Össur Skarphéðinsson ber ábyrgð á þessu... Ráðherraábyrgð...!

Og ef hann hefur ekki vit á að standa upp og koma sér sjálfur... Þá ber að víkja honum úr ráðherrastólnum með valdi Alþingis...

Sævar Óli Helgason, 15.4.2012 kl. 18:56

2 identicon

Er ekki kominn tími til að láta reyna á svona lagaákvæði eins og einu sinni?

Gulli (IP-tala skráð) 16.4.2012 kl. 08:44

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Löngu kominn tími. En það er ekki bara spurning hvenær heldur hver:

Í stjórnarskránni stendur:

15. gr. Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.

Í henni stendur einnig:

14. gr. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál.

...og á þeim grundvelli byggja lög um ráðherraábyrgð.

Í almennum hegningarlögum stendur um landráðakaflann:

97. gr. Mál út af brotum, sem í þessum kafla getur, skal því aðeins höfða, að ráðherra hafi lagt svo fyrir, og sæta þau öll meðferð sakamála.

Með öðrum orðum, þá er það forsetinn sem getur ráðið og rekið ráðherra. Alþingi fer með ákæruvald fyrir ráðherraábyrgð, og ráðherra dómsmála (innanríkisráðherra) fer með ákæruvald fyrir landráð.

Þessir aðilar hafa í hendi sér hvort reyni á þessi lagaákvæði.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.4.2012 kl. 13:05

4 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Er það ekki tilvalið að senda öll e-mail Alþingismanna  og Forseta Íslands þessi greinarskrif þín og láta kommentin fylgja.

Er ekki tímabært að vekja almennilega athygli á stjórnarskrársbrotum hjá ráðamönnum  okkar.

Eggert Guðmundsson, 16.4.2012 kl. 14:47

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eggert,

fyrst vængstýfum við fjórflokkinn í komandi kosningabaráttu sem er einfalt með beitingu laga um fjármál stjórnmálasamtaka, hver þeir eru meira og minna allir brotlegir við nú þegar, og þar af leiðandi gjaldþrota nema kannski xD ef þeir veðsetja Valhöll, en hinir eiga ekkert til að veðsetja...

svo beitum við lögum um ríkisábyrgð á bankainnstæður til að framkalla skattlaust ár á Íslandi, eftir það verður skuldavandi heimilanna auðleysanlegur og Icesave málið líka,

svo þegar nýtt fólk hefur tekið við valdataumum, þá fyrst beitum við innihaldi þessarar færslu, og ráðumst því næst í uppstokkun fjármálakerfisins.

Eftir það verða peningar ekki vandamál á Íslandi því þeir hætta að skipta máli undir tvennum kringumstæðum:

  1. Þegar þú átt raunverulega of mikið af þeim
  2. þegar þú færð raunverulega of lítið af þeim

Eins og glöggir lesendur hafa kannski áttað sig á, þá gilda bæði ofangreind skilyrði á Íslandi nú þegar, bara um ólíka hópa þjóðfélagsins, sá fyrri er um 1% og sá seinni um 99%.

Ég spyr: þurfa Íslendingar peninga til að lifa?

Við vitum nákvæmlega hvað er unnið mikið af fiski, áli, hversu margir heimsækja bláa lónið, fjölda farþega með strætó, unnar vinnustundir nánast allra, kostnað við innflutt hráefni, verðmæti útflutningsvarnings, gjaldeyrsisstöðu hverju sinni gagnvart útlöndum, og hvaðeina. Það sem meira er við eigum nóg af tölvum og hæfu fólki sem kann á þær og að búa til kerfi sem virka í stað þess að hrynja á 10 ára fresti. Ef við mötum þetta inn í rétt kerfi þurfum við ekki peninga til lífsviðurværis, getum bara skipt bróðurlega með okkur þeim lífsnauðsynjum sem tryggja lágmarksframfærslu allra.

Peningana getum við svo notað fyrir allt hitt ef við viljum.

Þar á meðal lífeyrissjóði ef einhver vill, en þeir verða ekki lífsnauðsynlegir.

Svo einbeitum við okkur að því að lifa góðu lífi. Eða kjósum fjórflokkinn...

Guðmundur Ásgeirsson, 18.4.2012 kl. 02:29

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Guðmundur Ágeirsson gefðu mér aðeins betri skírigar á þessu Sosial kerfi þínu,það er VINSTRI STJÓRN,af hverju fara þeir ekki eftir þessum aðferðum þínum????/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 21.4.2012 kl. 17:14

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mögulegar tilgátur um hvers vegna ekki:

a) þau skilja ekki hvernig fjármálakerfið virkar

b) þau eru engir vinstrimenn eða bara í plati

c) einhver hefur mútað/hótað/klórað þeim

d) þeim hefur verið skipt út fyrir vélmenni

...ég veit ekki?

Guðmundur Ásgeirsson, 21.4.2012 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband