Ekki við Alþingi að sakast

Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé heimilt að leggja afturvirkar breytingar á vexti þegar greiddra gjalddaga við endurreikning lána vegna ólögmætrar gengistryggingar. Þýðing þess er í meginatriðum sú að allt sem var ofgreitt vegna gengistryggingar myndar endurkröfurétt lántakanda á hendur lánveitanda. Greiðslur af höfuðstól skuli reiknast eins og allan tímann hafi verið um óverðtryggt lán að ræða (án gengistryggingar) og vextir af eftirstöðvum þess höfuðstóls teljist löglega greiddir samkvæmt greiðsluseðlum, þeim verði ekki breytt með afturvirkum hætti.

Eftir enn einn og í þetta sinn vonandi stærðfræðilega réttan útreikning samkvæmt refsivaxtaákvæðum vaxtalaga, ætti þetta að þýða í meginatriðum tvennt fyrir lántakendur: 1) eftirstöðvar lána sem hafa verið endurreiknuð í fyrra sinn með þeirri aðferð sem hefur verið dæmd ólögmæt, verða í kjölfarið umtalsvert lægri en samkvæmt þeim pappírum sem bankarnir hafa hingað til verið að senda lántakendum vegna endurútreiknings, og 2) margir þessara lántakenda eiga að öllum líkindum endurkröfurétt á hendur lánveitendum og það skemmtilega er að samkvæmt vaxtalögum ber sú krafa seðlabankavexti. Dæmið snýst því algjörlega við fyrir lántakandann!

Leiða má líkur að því að boðið verði upp á skuldajöfnun þessara endurkrafna inn á höfuðstól eftirstöðva hlutaðeigandi lána, það er einfaldlega bókhaldsaðgerð fyrir bankana og að því leyti mun einfaldara en að greiða þetta allt í reiðufé. Þetta mun leiða til enn frekari höfuðstólslækkunar og samsvarandi lækkunar greiðslubyrði. Í sumum tilvikum mun þetta þýða að sumir sem fyrir töldust skuldugir verða skyndilega skuldlausir og eiga jafnvel eftirstöðvar af endurkröfunni á lánveitandann. Vonandi verða þær ekki meiri en 30 milljarðar sem er magn seðla og mynta í umferð, en með rafrænum millifærslum mætti þó hæglega dreifa þessu til viðkomandi aðila sem myndu nota það til að greiða inn á aðrar skuldir eða til að auka einkaneyslu og skapa atvinnu. Gjaldþol bankanna að þessu leyti er að minnsta kosti 172,5 milljarða uppsafnaður hagnaður frá stofnun þeirra sem hefur enn ekki verið greiddur út til eigenda/kröfuhafa.

Það flækir þó hugsanlega málið að sumir lánveitendurnir eru sjálfir farnir á hausinn og í a.m.k. einu slíku tilviki hafa þegar farið fram gjaldþrotaskipti þar sem fórnarlömb gengislánveitinga hafa orðið fyrir tapi og ekkert er eftir meira til skiptanna. Ökutækjum og vinnuvélum sem hafa verið gerð upptæk með vafasömum og líklega ólögmætum aðferðum þarf sennilega að skila til réttmætra eigenda sinna í þúsundatali eða greiða þeim skaðabætur hafi tækið þegar verið selt. Flóknasta og án efa átakanlegasta viðfangsefnið við uppgjör þessara mála mun þó verða hvernig skuli fást við málefni þeirra þúsunda einstaklinga og fjölskyldna sem hafa misst eigur sínar, heimili, og meint stjórnarskrárvarið öryggi vegna aðfarargjörða sem sýslumenn og lögregla þessa lands hafa lagt blessun sína yfir á grundvelli hinna kolólöglegu starfshátta sem hér er lýst.

Allt þetta hefur fengið að viðgangast þrátt fyrir háværar aðvaranir hinna ýmsu aðila, samtaka, og jafnvel sjálfs innanríkisráðherra. Hvernig bætirðu manneskju það upp að hafa verið rekin út á gaddinn vegna sviksamlegs athæfis þriðju aðila sem hún hefur ekki haft nein tök til á að verja sig fyrir og hafa fengið að viðgangast undir vökulu auga þeirra aðila sem á fjárlögum þiggja milljarða á milljarða ofan fyrir að starfrækja stofnanir sem sagt er að eigi gæta laga og reglna í þágu almennings?

Ég lýsi eftir því að þeir sem ábyrgðina bera gefi sig fram og játi gjörðir sínar. Tilfinning segir mér að það væri til þess fallið að sefa reiðina sem óhjákvæmilega vaknar hjá réttsýnu fólki þegar svona ber undir. En um leið vil ég benda á, og ítreka hér vegna misskilnings sem vart hefur orðið, að um þetta er alls ekki við Alþingi að sakast. Þvert á móti: "Þykja lög nr. 151/2010 þegar af þessari ástæðu ekki skipta máli við úrlausn á ágreiningi málsaðila.

Hæstiréttur gerir hér ekkert annað en að staðfesta réttan lestur á vaxtalögum, eftir þeim millitilvísunum sem þau innihalda, nokkuð sem er ánægjulega fordæmisgefandi þegar kemur að því að skoða nákvæmt orðalag laganna um heimildir til verðtryggingar á greiðslum miðað við neysluvísitölu, en meira um það síðar. Með öðrum orðum, er sem dómurinn komist að einu rökréttu niðurstöðunni sem lögin kveða á um varðandi endurútreikning, að þau gildi frá setningu þeirra nákvæmlega eins og öll önnur lög og víki því ekki afturvirkt frá almennum ákvæðum kröfuréttar.

Það er jafnframt ánægjulegt að hæstiréttur skuli nú virða stjórnarskránna og dæma lögum samkvæmt, en um leið áfellisdómur yfir þeim sem eiga að bera ábyrgð á réttri framkvæmd laganna. Það á auðvitað fyrst og fremst við um fjármálafyrirtækin, sem er eðlilegt að gera þá kröfu til að starfi samkvæmt lögum, en gerðu það ekki þrátt fyrir að heildarsamtök þeirra væru meðvituð um glæpinn og falli þar með undir málfræðilega skilgreiningu skipulagðra glæpasamtaka. Það er nákvæmlega fyrir þetta sem:

Hagsmunasamtök heimilanna kæra bankastjórnendur - mbl.is

http://tadees.com/SBL/img/emotes/thEmoticons-EatingPopcorn.gif

Og þetta eru engan veginn séríslensk uppátæki:

Li(e)borgate Set To Become "Next Big Litigation Thing" As Lawsuits Against Libor Banks Avalanche | ZeroHedge  


mbl.is Gildi um öll gengislán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband