Fyndið vegna þess að það er satt

Fjármálaeftirlitið hefur nýlega flutt aðsetur sitt í Höfðatúnsturninn sem er löngu orðinn ein af táknmyndum bankahrunsins sem stofnunin svaf af sér að mestu leyti. Fyrir utan að vera eflaust prýðilegt skrifstofuhúsnæði þá ber staðarvalið þannig auk þess vott um ákveðinn táknrænan heiðarleika. Samfara flutningunum hefur vefsíða stofnunarinnar einnig verið endurnýjuð og hresst upp á útlit hennar, þar á meðal hefur verið búið til nýtt merki og litaþema með blóðrauðum bakgrunni svo það eru ekki lengur neinar ofsögur að menn sjái rautt þegar stofnunina ber á góma. Eins og lífsstílsbloggarinn Tobba Marinós vekur athygli á þá einkennist táknfræði nýja merkisins líka af strangheiðarlegu raunsæi.

Það var greinilega ekkert eftirlit með hönnum lógós Fjármálaeftirlitsins.

En vissulega má nota þetta sem dægradvöl: finndu fimm villur!

Kristján Gaukur Kristjánsson lesandi athugar skarplega að:

Logoið er eins og þegar þú ert kominn ofan í ræsið og horfir upp um ristina. c",

Eina villan sem undirritaður sér felst í seinna orðinu í samsettu heiti stofnunarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Er ekki blóð að leka niður ræsið? Ástæðan fyrir rauða litnum?

Hrannar Baldursson, 8.2.2012 kl. 18:20

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það hlýtur einmitt að vera rauði fjórðungurinn í annars gráu merkinu. Tunga af blóði sem er lekandi niður í það skólpræsi sem fjármálaeftirlit á Íslandi er.

Þetta er sko dæmi um útlitshönnun sem hæfir viðfangsefninu!

Guðmundur Ásgeirsson, 9.2.2012 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband