Tillögur að félagslega ábyrgu fjármálakerfi

Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs verða afhent í Reykjavík á morgun en þema verðlaunanna árið 2010 er "græn fjármálaumsýsla". Verðlaunin hljóta að þessu sinni þrír norrænir bankar, Ekobanken í Svíþjóð, Cultura Bank í Noregi og Merkur Andelskasse í Danmörku. Sameiginlegt markmið þeirra er "að samræma hefðbundna bankastarfsemi án áhættusækni og markvissa framtíðarsýn um sjálfbærni. Það er einkum áherslan á þessi framtíðarmarkmið sem fulltrúar þessara bankastofnana telja vera gott úrræði fyrir stóran hluta bankaheimsins, sem í raun hefur selt fjármálageiranum sál sína með áherslunni á skammtímaáhættu." - segir í frétt mbl.is

Af þessu tilefni er við hæfi að vekja athygli á því að hér á landi hefur um nokkurra mánaða skeið verið starfandi hópur áhugafólks um úrbætur á fjármálakerfinu. Meðal þeirra markmiða sem hópurinn hefur haft að leiðarljósi eru einmitt sjálfbærni, samfélagsleg ábyrgð og ekki síst sameiginlegur ávinningur samfélagsins í heild. Það er mér sem þáttakanda í starfi hópsins mikil ánægja að þessi gildi séu í hávegum höfð á hinum samnorræna vettvangi, og tel fullvíst að þetta verði okkur mikil hvatning til að halda áfram öflugu starfi.

Hópurinn kynnti fyrstu 10 tillögur sínar að úrbótum á fjármálakerfinu undir heitinu Icelandic Financial Reform Initiative, á blaðamannafundi í Norræna Húsinu þann 6. október síðastliðinn á tveggja ára afmæli bankahrunsins. Það var skemmtileg tilviljun að norrænu bankarnir þrír skyldu halda kynningu á starfsemi sinni á sama stað fyrr í kvöld, meira að segja í sama salnum. Tíu helstu tillögur um úrbætur á fjármálakerfinu ásamt upptöku frá blaðamannafundinum má finna á vefsíðu hópsins: IFRI.is.

Þessa má geta að norrænu verðlaunabankarnir þrír hafa ákveðið að ánafna þriðjungi verðlaunafjárins eða rúmlega 2,4 milljónum króna, til verkefna sem er ætlað að stuðla að sjálfbærri og félagslega ábyrgri bankastarfsemi á svæðum þar sem skortur er á slíku. Þar á meðal eru Ísland og Finnland.


mbl.is Hluta verðlauna ánafnað til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frambjóðendur til Stjórnlagaþings (.xls og .csv)

Landskjörstjórn hefur birt lista yfir nöfn þeirra sem bjóða sig fram í kosningum til Stjórnlagaþings sem fara fram 27. nóvember næstkomandi. Listinn er birtur á kosningavef dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins í PDF skjali. Þetta skjalasnið hefur þann kost að vera læsilegt flestu fólki með auðfengnum hugbúnaði á nánast hvaða tölvu sem er. Fyrir sjálfvirka úrvinnslu með ýmsum hugbúnaði getur hinsvegar verið betra að fá gögnin á stöðluðu formi fyrir töfluupplýsingar. Ég tók mig því til og snaraði þessu yfir í Excel skjal og einnig á svokallað CSV snið (comma-seperated values) sem er auðvelt að lesa inn í flesta töflureikna og gagnagrunnskerfi. Athugið að ég ákvað að láta stafrófsröðina byrja á byrjun í stað handahófs eins og í skjali kjörstjórnar.

Sjá meðfylgjandi viðhengi, sem öllum er frjálst að nota án sértaks leyfis frá mér.

Ég minni einnig á kynningarsíðu frambjóðenda á vefritinu Svipunni.


mbl.is Nafnalisti frambjóðenda birtur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Seðlabankastjóri Bretlands vill gjörbylta bankakerfinu

The Economist segir frá (ásamt myndbandi).

Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands, gagnrýndi bankakerfið harkalega í ræðu sinni þann 25. október á samkomu sem haldin var af the Economist. Hann sagði að "af öllum möguleiðum leiðum til að skipuleggja bankakerfið, er núverandi fyrirkomulag líklega það versta". Mögulegar leiðir til að lagfæra kerfið feli ekki eingöngu í sér að stórum bönkum sé skipt í smærri einingar, heldur einnig að núverandi fyrirkomulagi takmarkaðrar bindiskyldu (fractional reserve banking) verði alfarið útrýmt. Hann fjallaði einnig um vald "skuggabankakerfisins" sem lifir á braski, og nauðsyn þess að takmarka áhættu með aðskilnaði áhættujárfestinga, hefðbundinna viðskiptabanka og þeirra grunnkerfa sem eru nauðsynleg til að tryggja eðlilegt greiðsluflæði í samfélaginu (stundum kennt við Glass-Steagall). Meginniðurstaðan virðist vera sú að það til lengri tíma sé það þjóðhagslega óhagkvæmt að starfrækja núverandi kerfi þar sem kostnaðarsamar krísur koma óhjákvæmilega upp með reglulegu millibili.

Þetta er algjörlega í takt við þær hugmyndir sem settar hafa verið fram af áhugafólki um úrbætur á fjármálakerfinu (Icelandic Financial Reform Initiative). Ástæða þess að ég vek athygli á þessu er að það er mjög óvenjulegt að svo hátt settur aðili í alþjóðlegri bankastarfsemi viðri opinberlega svona róttækar hugmyndir um breytingar á fjármálakerfinu. Með greininni fylgir myndbandsupptaka af ræðunni og ég hvet alla áhugasama til að hlusta á hana, sérstaklega viðbrögð fundarstjórans í lokin þar sem hann lýsir ræðunni sem einni harkalegustu árás á fjármálavæðingu sem hann hefur heyrt.


Hagfræðiprófessor segir Bandaríkin vera gjaldþrota

Laurence Kotlikoff, prófessor í hagfræði við háskólann í Boston segir að það sé kominn tími til að tala um hlutina í alvöru. Gagnstætt við það sem flestir halda skulda Bandaríkin ekki $3.5 trilljónir eða 60% af landsframleiðslu, heldur fjórtánfalda þá upphæð eða $200 trilljónir – 840% af núverandi landsframleiðslu (GDP). "Horfumst í augu við það", segir hann, "Bandaríkin eru gjaldþrota".

Kotlikoff bendir jafnframt á að sjálfur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi hljóðlega staðfest að Bandaríkin glímdu við gríðarlegan efnahagsvanda, mun verri en áður hefur verið viðurkennt. "Fjárlágahalli Bandaríkjanna er risavaxinn" sagði AGS í skýrslu sinni í júni, "Til að loka fjárlagagatinu þarf viðsnúning sem nemur 14% af landsframleiðslu". Sú upphæð jafngildir öllum skattekjum ríkisins, sem þýðir að til að koma böndum á ríkisbúskapinn þyrfti að hækka skatta um 100%, varanlega!

The Globe and Mail sagði frá.


Selja meira?

Hvers vegna eru Íslendingar svona óðfúsir að innleiða siðvenjur annara menningarsvæða? Í ljósi þess hverjir það eru sem eru hvað duglegastir að auglýsa slíkt (kaupmenn) er eina skýringin sem mér dettur í hug sú sem kemur fram í fyrirsögn þessarar færslu. Hættan er hinsvegar sú að til lengri tíma geti það orðið á kostnað íslenskrar þjóðmenningar, sem eins og allir vita sem orðnir eru tvævetra er ein sú merkilegasta meðal núlifandi þjóða í heiminum og okkur ber því að standa vörð um.

Hrekkjavaka er ekki íslensk hátíð frekar en þakkargjörðarhátíð eða ramadan. Í mínu ungdæmi tíðkaðist það að ungmenni klæddu sig í heimatilbúna grímubúninga og gengu í hús að safna sælgæti á öskudaginn. Þá var hrekkjavaka eitthvað sem við þekktum aðeins úr bandarískum bíómyndum sem sýndar voru í sjónvarpi, grasker fengust ekki í Kaupfélaginu og engum heilvita kaupmanni datt í hug að bjóða til sölu verksmiðjuframleidda grímubúninga, því allir bjuggu til sína eigin búninga heima og það var meira að segja stór hluti af skemmtuninni. Látum ekki valta yfir góða og gilda þjóðlega siði með erlendum tökuhátíðum, því þá verður menning okkar fátækari fyrir vikið. Jafnvel í peningum talið líka!


mbl.is Skera út grasker í Kringlunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilja Íslendingar sama kerfið áfram?

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Bank of Ireland, Mike Soden, segir að Írar ættu að íhuga að segja skilið við Evrópusambandið ef þátttaka í því þýðir að þeir geti ekki tekið ákvarðanir um stjórn eigin fjármála. Nákvæmlega sömu rök eiga vel við á Íslandi. Ef...

Verðbólga og verðtrygging

Viðskiptablaðið segir frá : „Gengisbundin lán bera lægri vexti en krónulán, en Seðlabankinn hefur ítrekað varað við slíkum lánum til þeirra sem ekki hafa tekjur í samskonar gjaldeyri," sagði Eiríkur Guðnason, þá seðlabankastjóri, í ræðu sem hann...

Bloomberg: skuldavandi íslenskra heimila

Meðfylgjandi er frétt frá Bloomberg um fyrirhugaðar aðgerðir íslenskra stjórnvalda til að takast á við skuldavanda heimilanna. Ég vek líka athygli á stórgóðri grein Dian L. Chu á BusinessInsider um stórfelldar afskriftir sem einu leiðina til að bjarga...

Afhverju skjóta menn sprengjuvörpum?

"Palestínumenn skutu þremur sprengjuvörpum frá Gaza í dag." "Á þessu ári hafa Palestínumenn skotið meira en 120 eldflaugum og sprengjuvörpum á Ísrael" - Segir í frétt mbl.is Þetta verður að teljast einkennileg frétt svo ekki verði meira sagt. Afhverju...

[*GÆSAHÚÐ*] : Cat Power - Maybe Not (FanVid)

(Margmiðlunarefni)

Hvað með skaðleysi handa heimilunum?

"Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, lagði frumvarp um gengisbundin lán fram á ríkisstjórnarfundi í dag. ... beðið er skaðleysisyfirlýsinga frá fjármálastofnunum, sem tryggi að ekki verði beint kröfum á hendur ríkinu vegna löggjafarinnar....

Boðað til tunnumótmæla gegn forystu ASÍ

Boðað hefur verið til tunnumótmæla fyrir utan Hótel Hilton við Suðurlandsbraut á morgun klukkan 14:00, á sama tíma og ársfundur ASÍ verður haldinn þar. Í fundarboði segir meðal annars: "Forysta ASÍ er á meðal þeirra sem opinberuðu það að hún vinnur ekki...

Endurvekjum Glass-Steagall !

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins óskaði eftir því í dag að kerfi yrði sett á laggirnar sem gerir bönkum í vanda kleift að fara í þrot án þess stefna fjármálakerfinu í tvísýnu og neyða skattgreiðendur til þess að bjarga þeim. Framkvæmdastjórn ESB hefur...

USA: Stórfelld svik og allsherjarhrun yfirvofandi

Dylan Ratigan á MSNBC fjallar hér um stórfelld svik sem eru að koma í ljós vestanhafs í tengslum við fasteignalán. Viðmælendur hans taka svo djúpt í árinni að segja algjöra óvissu uppi um lögmæti nánast allra útistandandi húsnæðislána á markaðnum, sem...

Nýr eigandi Liverpool FC hagnaðist á fangaflugi CIA

Kaupsýslumaðurinn Philip Morris er einn af eigendum New England Sports Ventures sem nýlega festi kaup á breska knattspyrnuliðinu Liverpool FC. Samkvæmt frétt Daily Mail á hann líka einkaþotu af gerðinni Gulfstream IV sem bar upphaflega einkennisstafina...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband