Boðað til tunnumótmæla gegn forystu ASÍ

Boðað hefur verið til tunnumótmæla fyrir utan Hótel Hilton við Suðurlandsbraut á morgun klukkan 14:00, á sama tíma og ársfundur ASÍ verður haldinn þar.

Í fundarboði segir meðal annars:

"Forysta ASÍ er á meðal þeirra sem opinberuðu það að hún vinnur ekki fyrir launþega heldur fjármagnseigendur. Þar með hefur hún tekið skýra afstöðu gegn heimilunum í landinu og afhjúpað það í leiðinni að hún vinnur ekki fyrir umbjóðendur sína heldur eingöngu í eigin þágu í góðri samvinnu við atvinnurekendur".

„Það er virkilega brýnt að „tunna" þetta lið út í hvelli! og vart hægt að finna betra tilefni til þess en ársfund ASÍ sem fer fram í lok þessarar viku á hótel Hilton Reykjavík Nordica niður við Suðurlandsbraut. Mætum öll og segjum forystunni upp um leið og við látum kröfuna um að verkalýðsfélögin vinni fyrir fólkið en ekki fjármagnið duna á margföldum hljóðstyrk!"

Frétt: Visir.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Kvitt og já það þarf að TUNNA forystu ASÍ burt strax!!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.10.2010 kl. 00:49

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ekki gleyma heldur að minna þá á að þessa aumu forystu að hún hefur ekkert umboð frá sínum umbjóðendum til þess að tala í síbylju máli ESB trúboðsins á Íslandi eins og þeir hafa þó talið til sinna helstu ef ekki einu baráttumála.

Gunnlaugur I., 22.10.2010 kl. 11:44

3 identicon

Já hvar fengu þessar afætur umboð til að lýsa yfir stuðningi við Evrópuaðild.Burt með þessa einskis nýtu ASÍ bófa,sem hafa hjálpað til við að eyða lífeyrissjóðum okkar,og malað undir sjálfa sig og vina og vandamanna,og hvar hafa þessir pappakassar verið í baráttu fólksins fyrir réttlæti.

magnús steinar (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 12:27

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hjartanlega sammála. Ég hef aldrei áður vitað til þess að það eigi að vera hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að hafa skoðanir á utanríkismálum.

Takk fyrir innlitið gott fólk.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.10.2010 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband