Áskorun til Marinó G. Njálssonar
18.11.2010 | 19:50
Marinó G. Njálsson hefur sagt sig úr stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna vegna umfjöllunar Fréttatímans um skuldastöðu hans og konu hans í blaðinu sem kemur út á morgun. Marinó segir að þessi umfjöllun sé frekleg innrás í einkalíf sitt.
Þessu gæti ég ekki verið meira sammála, og hef ég þó ekki enn séð neinar upplýsingar um málið, annað en að til standi að birta persónulegar fjárhagsupplýsingar þeirra hjóna í umræddu helgarblaði á morgun. Ekki verður betur séð en að um sé að ræða lítt dulbúna atlögu að góðum manni. Allt sem hann hefur gert í nafni Hagsmunasamtaka Heimilanna hefur verið í þágu hagsmuna almennings og í ágætu samræmi við veruleika félagsmanna í samtökunum.
Nú veit ég ekki til þess að Marinó hafi gert neitt af sér, annað en að taka lán fyrir húsnæðiskaupum, og verða fyrir samskonar forsendubresti á þeim gjörningum eins og þúsundir annara Íslendinga. Ef það verður eina innihaldið í umfjöllun Fréttatímans á morgun, þá hefur sá nýji fjölmiðill á undraskömmum tíma stimplað sig inn sem lágkúrulegt sorprit, strax á aðeins áttunda tölublaði frá upphafi útgáfunnar.
Lykilatriðið er samt að það skiptir engu máli hvað einhver maður úti í bæ skuldar mikið, það breytir engu um þann veruleika sem er til staðar. Vandlega rökstuddur málflutningur hlýtur að standa og falla með sjálfum sér en ekki hversu skuldugur flutningsmaðurinn er. Eða afhverju ættu þá ekki fleiri að fá sömu meðferð í umræddum fjölmiðli? Afhverju birta þeir frétt um skuldir Marinós, en ekki t.d. Finns Ingólfssonar eða Davíðs Oddssonar og hver borgaði fyrir einbýlishúsið hans í Skerjafirðinum?
![]() |
Segir sig úr stjórn vegna umfjöllunar Fréttatímans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Opinberað: 28% afsláttur banka á húsnæðislánum
16.11.2010 | 22:43
Jæja, þá hefur það loksins verið gert opinbert. Það þýðir ekki endilega að fullyrðingin sé sönn, en það gefur henni þó óumdeilanlegt vægi að vera sett formlega fram af ráðherra gagnvart Alþingi.
"Nýju bankarnir keyptu húsnæðislánin að meðaltali á 72% af kröfuvirði við yfirfærslu frá gömlu bönkunum. Hlutfallið getur verið mismunandi milli bankanna þriggja. Afföllin voru því samtals 90 milljarðar kr. miðað við upphaflegan efnahagsreikning nýju bankanna þriggja."
- Árni Páll Árnason viðskiptaráðherra, svar við fyrirspurn á Alþingi
Í síðustu viku staðfesti fulltrúi lífeyrissjóðanna í reikninefndinni um skuldavandann, að húsnæðislán lífeyrissjóða væru þar enn bókfærð á 100% af kröfuvirði. Ástæðan er sú að veðrými er þar að jafnaði meira og því þola veðtryggingarnar meiri eignarýrnun en t.d. 90% lán bankanna eða gengistryggðu lánin.
Við upphaf fundaraðar reikninefndarinnar voru kynntar tölur frá fjármálaráðuneytinu þar sem heildarupphæðir húsnæðislána voru sundurliðaðar eftir tegundum og hvort þau væru frá bönkum, lífeyrissjóðum eða Íbúðalánasjóði.
Þá eru allar nauðsynlegar forsendur komnar fram til að meta kostnað við ýmsar leiðir sem reikninefndin ákvað að undanskilja í útreikningum sínum, þar á meðal eignarnámsleiðina. Næsta skref: hella upp á kaffi og byrja að reikna. Niðurstöður verða birtar hér, fylgist með.
![]() |
1600 milljarða afföll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Meinlegar rangfærslur um IceSave
16.11.2010 | 00:10
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var flutt óstaðfest frétt af því að samningsdrög liggi fyrir um greiðslur til Breta og Hollendinga vegna Icesave reikninga Landsbankans. Enn fremur var haft eftir ónafngreindum heimildum að samkomulagsdrögin hafi verið kynnt hagsmunaaðilum, og eru þar á meðal nefnd stjórnarandstaðan og aðilar vinnumarkaðarins.
En hafa drögin verið kynnt fyrir íslenskum skattgreiðendum?
Hafa brezk og hollensk stjórnvöld útskýrt fyrir kjósendum sínum hvers vegna þau eru að krefja íslenska skattgreiðendur um meira en 10% af þjóðarframleiðslu?
Hafi það ekki verið gert hefur helstu hagsmunaaðilum einmitt ekki verið kynnt málið, og fréttin er því einfaldlega röng! Allavega hef ég ekki fengið að sjá þennan samning, en samt virðist vera ætlast til að ég taki þátt í að borga hann.
Svo er líka fullyrt í fréttinni að 40-60 milljarðar kr. muni falla á íslenska ríkið. Ég yrði nú hissa ef ég ætti eftir að sjá það gerast... alveg eins og næstum allir hinir sem mættu til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta mál átti þar með að vera úr sögunni og meintar afturgöngur þess verða kveðnar niður af hörku.
GETRAUN
Ég ætla svo að ljúka þessu í dag með skemmtilegri getraun. Vinningshafi telst sá sem er fyrstur að skrifa rétt svar í athugasemd, og fær að launum lífstíðaráskrift að blogginu mínu, sem er ókeypis. Gátan er svohljóðandi:
Miðað við ofangreinda umfjöllun mætti draga þá ályktun að stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins (fyrirtæki) væru að rotta sig saman um að láta almenning borga fyrir IceSave, hvort sem það er nákvæm lýsing á stöðu mála eða ekki. En hvað er annað heiti yfir stjórnarfar, þar sem stjórnvöld og einkafyrirtæki véla saman um þjóðarhagsmuni án þess að leyfa aðkomu almennings?
![]() |
Vextir 3% í Icesave-samkomulagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
IceSave | Breytt s.d. kl. 00:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Myndræn samantekt á húsnæðislánasvikum
15.11.2010 | 22:22
Hér má finna athyglisverða myndræna samantekt á þeirri svikamyllu sem bandarískir bankar byggðu upp í kringum húsnæðisskuldabréfavafninga.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Brunaþol kínverskra bygginga vs. bandarískra
15.11.2010 | 21:58
Í Shanghai í Kína varð í dag stórbruni í 28 hæða íbúðaturni sem hýsti kennara sem farnir eru á eftirlaun. Verið var að endurnýja bygginguna þegar eldur kom upp í byggingarefni. Eldurinn breiddist hratt út um vinnupalla sem reistir höfðu verið vegna framkvæmdanna, og þaðan yfir í bygginguna sjálfa.
Hér er myndband af brunanum, tekið af Íslendingi sem býr í nágrenninu:
Og fleiri myndbönd frá netverjanum Karl Loo:
Shanghai Fire - 15 November 2010 from Karl Loo on Vimeo.
Massive Fire Engulfs Apartment: Jiaozhou Apartments, Jing'an District, Shanghai, CHINA from Karl Loo on Vimeo.
Byggingin brann eins og kyndill í sex klukkustundir áður en slökkviliðsmönnum tókst að ráða niðurlögum eldsins. Samt gerðist ekkert í líkingu við þetta:
Getur verið að kínverskar íbúðablokkir séu svona miklu rammgerðari en "sérstyrktar" bandarískar byggingar? Eða er skýringarnar kannski að finna í öðru?
Öryggis- og alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nábítar, böðlar og illir andar
15.11.2010 | 17:33
Bankarnir hafa líklega rétt fyrir sér, í þetta sinn...
13.11.2010 | 20:17
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bankar þurfa að skila 108 milljarða þýfi
13.11.2010 | 19:29
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Eignarnámsleiðin kostar ekkert !
10.11.2010 | 17:21
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Bandaríkin: ótakmörkuð ábyrgð á innstæðum
9.11.2010 | 12:21
Að fjárfesta í velvild
8.11.2010 | 21:10
Öryggis- og alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svíi undir áfengsaldri gerði skandal á Ölstofunni
5.11.2010 | 16:51
Stunda líka njósnir í Reykjavík!
5.11.2010 | 16:34
Einnig í Reykjavík
5.11.2010 | 16:24
Öryggis- og alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tillögur hér
4.11.2010 | 18:05