Svíi undir áfengsaldri gerði skandal á Ölstofunni

Ungliði í flokki Svíþjóðardemókrata, William Hahne, varð fyrr í vikunni uppvís að ósæmilegri hegðun á Ölstofu Kormáks og Skjaldar. Hahne þessi er þjóðernissinnaður stjórnmálamaður og var staddur á Íslandi í tengslum við þing Norðurlandaráðs.

Að sögn sinnaðist honum eitthvað við barþjón á ölstofunni sem er af palestínskum uppruna, og lauk þeim viðskiptum með því að Hahne var fleygt á dyr. Málið lyktar óneitanlega dálítið af kynþáttahatri en Hahne þverneitar því og hefur beðist afsökunar á hegðun sinni að öðru leyti. Alveg eins og ofdrykkjumenn koma óorði á áfengi er það einmitt svona framkoma sem er til þess fallin að koma óorði á þjóðernisstefnu í stjórnmálum, sem hefur ekkert með hatur á öðru fólki að gera heldur snýst um virðingu fyrir eigin uppruna og heimahögum.

Það sem mér þykir þó athyglisverðast við þetta mál er að William Hahne er aðeins 18 ára og hefur því ekki einu sinni aldur til þess að vera inni á knæpu í miðbænum. Starfsfólk Ölstofunnar var því í fullum rétti til að varpa honum á dyr af þeirri ástæðu einni saman.


mbl.is Biður afsökunar á hegðun sinni á Ölstofunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En seldi Ölstofan honum drykki áður en uppákoman varð?

Ef svo var, ætli hann hafi greitt fyrir þá drykki með debetkorti sínu?

Björn I (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 17:08

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Reyndar er það þannig á mörgum vínveitingahúsum að aðgangur er leyfður þeim sem orðnir eru 18 ára. Það er því spurning hvaða aldurstakmark þeir á ölstofunni eru með.

Það er líka víða þekkt að aldurstakmark sé hækkað á sumum stöðum til að hafa þá sem eru 20 ára eða eldri þannig að afgreiða megi alla inni um áfengi.

Það kemur reyndar fram í fréttinna að "stjórnmálamaðurinn" hafi skvett vatni úr glasi sem ég býst við að hafi verið vökvinn sem hann vildi innbyrða.

Að öðru leiti er held ég best að tjá sig sem minst um þessa húmorslausu "frændþjóð" (takið eftir gæsalöppum) okkar og það fólk sem þar býr.

MBK

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 5.11.2010 kl. 17:38

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ölóður Sví,
á fylleríi.
Attacked an Arab
and got away on his Saab.

Theódór Norðkvist, 5.11.2010 kl. 17:46

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ólafur Björn: Samkvæmt lögum þarf fólk að hafa náð 18 ára aldri til að fá aðgang að vínveitingastöðum, en má hinsvegar ekki kaupa áfengi nema hafa náð 20 ára aldri. Þessvegna hafa margir vínveitingastaðir hærra aldurstakmark en það sem er lögbundið og stundum er það líka gert til að stýra aldurssamsetningu þeirra sem staðinn sækja. Ég held að Ölstofan sé einmitt með hærra aldurstakmark en 20. Hinsvegar er alltaf dálítið erfitt að framfylgja slíku, þessi gæti t.d. hafa verið í samfloti með eldri félögum sínum og þá væri kannski ekki mjög skemmtilegt ef dyraverðirnir myndu neita einum úr hópnum inngöngu þrátt fyrir að viðkomandi hafi náð lögaldri.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.11.2010 kl. 18:08

5 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ég er að vinna sem öryggisvörður og dyravörður á vínveitingahúsum þannig að mér ber að vita hver áfengiskaupaaldurinn er.

Svo er það þannig að þegar dyravörður er að störfum þá á hann að vera í dyrunum og krefja menn um skilríki ef honum sýnist þeir vera undir aldri.

Svo er eins með starfsfólkið á barnum, það er svo þeirra líka að skoða hvort viðskiptavinur sé orðinn nógu gamall til að kaupa áfengi.

Ef ölstofan er með 20 ára aldurstakmark jafnvel hærra viðmið 22, 25, eða hvað það er þá ætti að vera enn betra fyrir dyraverði að fylgjast með...

Ég sagði í fyrra sinnið er ég ritaði hér að "aldurstakmark sé hækkað á sumum stöðum til að hafa þá sem eru 20 ára eða eldri þannig að afgreiða megi alla inni um áfengi".

Það ætti að nægja til þess að menn sjái hvað vandamálið er ef 18 ára aldurstakmarkið er notað.

kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 5.11.2010 kl. 18:41

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Afsakaðu Ólafur, ég gerði mér ekki grein fyrir því að þú værir sérfræðingur á þessu sviði. Auðvitað þarf ég þá ekkert að vera að fræða þig um þetta, enda þekkirðu þitt eigið starf örugglega betur en ég. Hafðu þökk fyrir innlitið.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.11.2010 kl. 19:40

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

P.S. Ég fékk einhverntíma afgreiðslu á vínveitingastað á landsbyggðinni þegar ég var 18 ára og borgaði einmitt með debetkorti. Að því loknu spurði ég barþjóninn að gamni hvort hún hefði nokkuð skoðað kennitöluna á kortinu mínu. Hún svaraði því til að jú vissulega hefði hún gert sér grein fyrir aldri mínum, en sagðist hafa gert undantekningu af því að ég hefði verið svo prúður og stilltur inni á staðnum og hegðað mér betur en margir sem eldri eru. Þessa mjög svo mannlegu afstöðu barþjónsins hef ég haft að leiðarljósi æ síðan, enda er ég víðast hvar vel liðinn á skemmtistöðum þegar ég heimsæki þá.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.11.2010 kl. 19:46

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Svíar hafa orð á sér fyrir að haga sér eins og idiótar í útlöndum. Annars er velgengni Svíþjóðar demókrata vandræðamál fyrir Svía. Það þykir líka dálítið súrrealískt að glæpaklíka um 500 innflytjenda sem hafa starfssvæði í Gautaborg og svæðinu þar í kring hafa haft í hótunum við forkólf þeirra.

Fólk klórar sér bara í hausnum og á erfitt með að taka afstöðu en innflytjenda-vandamála-umræða hefur verið tabú í Svíðþjóð en fyrrverandi dómsmálaráðherra Noregs hefur lýst því yfir að því megi einmitt þakka velgengni Svíþjóðar demókratanna í síðustu kostningum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.11.2010 kl. 20:39

9 Smámynd: Skeggi Skaftason

Guðmundur, þú segir:

>svona framkoma sem er til þess fallin að koma óorði á þjóðernisstefnu í >stjórnmálum, sem hefur ekkert með hatur á öðru fólki"

Stefna þessara sænsku skítalubba hefur ALLT að gera með hatur á öðru fólki. Fyrir nokkrum árum voru þessar andskotar í brúnum skyrtum á útifundum sínum. Nú breiða þeir yfir hatursáróðurinn og tala um þjóðdans og byggðafélög.

Þessi 18 ára kjáni á vonandi eftir að vitgast en líklegra að hann verði áfram heimskur og hrokafullur rasisti.

Skeggi Skaftason, 5.11.2010 kl. 22:04

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skeggi, það er nákvæmlega þetta sem ég á við.

Rasistarnir koma óorði á á þjóðernisstefnuna.

Alveg eins og rónarnir koma óorði á áfengið.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.11.2010 kl. 22:30

11 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég held að maðurinn sé enginn kjáni, en hann er mjög ungur og enn í mótun og beri því að skoða framkomu hans í því ljósi. Menn vilja oft vera hvatvísir á ungra aldri. Það hefur í gegnum tíðina oft "virkað illa" og menn orðið þá góðir og þægir og geldir á kerfinu. En ég mæli nú alltaf frekar með því að ungir menn standi á sínum skoðunum.

Baldur Fjölnisson, 5.11.2010 kl. 22:56

12 Smámynd: Skeggi Skaftason

@Baldur:

En ég mæli nú alltaf frekar með því að ungir menn standi á sínum skoðunum

Hvorki ungir né gamlir menn eiga að standa á sínum skoðunum, ef þær eru byggðar á fordómum og mannhatri. Hvort ungur maður er hvatvís eða ekki hvatvís er ekki aðalmálið ef hvatirnar eru ljótar.

Skeggi Skaftason, 6.11.2010 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband