Bandaríkin: ótakmörkuð ábyrgð á innstæðum

Bandaríska innstæðutryggingastofnunin FDIC (Federal Deposit Insurance Corporation) hefur lagt til að reglum verði breytt þannig að ábyrgð á tékkareikningum verði framvegis ótakmörkuð. Ólíkt því sem gildir í evrópu þar sem samevrópskar reglur banna beinlínis ríkisábyrgð á innstæðum, þá er FDIC rekið sem ríkisstofnun og er þar af leiðandi á ábyrgð bandaríska ríkisins.

"Og hvað með það?" myndu sumir segja, er það ekki bara ágætt? Jú, kannski væri ótakmörkuð ríkisábyrgð á innstæðum ágæt, ef ekki væri fyrir þá staðreynd að innstæðutryggingasjóðurinn DIF (Deposit Insurance Fund) er í raun og veru gjaldþrota:

Ósjálfbær skuldsetning ríkissjóðs, blússandi atvinnuleysi, hrynjandi gjaldmiðill, glæpsamlegar innheimtuaðgerðir á grundvelli ólöglegra lánveitinga, ótakmörkuð yfirlýst ríkisábyrgð á bankainnstæðum, tómur tryggingasjóður innstæðueigenda....

Nei, hér er ekki verið lýsa Íslandi sérstaklega. Vandamálið er alþjóðlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Það þýðir, að sjóðurinn verði fylltur upp af ríkissjóði.

Þetta með tillöguna er mjög undarlegt. Voru ekki áætlanir um að lækka hámarkstrygginguna á tékkareikningum úr $250.000 niður í $100.000 frá árinu 2014?

Vendetta, 9.11.2010 kl. 13:31

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já kerfið er í rúst og stjórnmálastéttin einblínir hvernig hægt er að tryggja hag fjármagnseigenda.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.11.2010 kl. 16:25

3 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Það er alltaf verið að einblína á þessu gömlu hagkerfi í USA og Evrópu sem eru þó komin að fótum fram. Þau eru eiginlega á einhverju sjálfseyðingarstigi núna. En á sama tíma eru hagkerfi eins og Kína sem eru forvitnileg. Þar er ennþá blússandi uppgangur og allt öðruvísi efnahagsstjórn en í Evrópu og USA. Genginu handstýrt t.d. Við þurfum að pæla aðeins í þessu.

Jón Pétur Líndal, 9.11.2010 kl. 20:51

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég held að heimurinn þurfi einfaldlega nýtt og allt öðruvísi fjármálakerfi. Það gamla er gjörsamlega ónýtt og var það svo sem vitað fyrirfram.

Ég er hinsvegar ekki 100% sannfærður um að kínverska módelið sé alveg málið. Það byggir á lágt launuðu vinnuafli þar sem atvinnutengd réttindi eru langt frá því að vera í líkingu við það sem við þekkjum á vesturlöndum. Einnig hefur það tekið sinn toll frá umhverfissjónarmiðum, og í því felst ákveðinn fórnarkostnaður sem ekki er heldur tekinn með í hagfræðijöfnuna. Mér gafst nýlega kostur á að ræða við viðskiptafulltrúa í kínverska sendiráðinu og án þess að fara djúpt ofan í það fannst mér á máli hans að þetta væri meðvituð stefna, sem hefur vissulega sína galla en líka ákveðna kosti. Kína er jú rísandi veldi og mitt mat er að innan fárra ára muni það verða búið að taka fram úr Bandaríkjunum í öllum helstu mælanlegum hagvísum.

Að þessu sögðu er það samt mín skoðun að það gæti orðið mjög ábátasamt fyrir Ísland að efla viðskiptasambönd við Kína enn frekar. Þá er líka lykilatriði hvernig haldið er á málum, því við viljum væntanlega ekki heldur að þeir yfirtaki landið okkar. Þetta er sérstaklega nærtækt fyrir utanríkisstefnuna, því það er alveg ljóst að við höfum góða möguleika á að eiga ágætt samstarf við Kínverja, en aðeins ef við viljum. Ef við förum í ESB þá er hinsvegar allt önnur staða komin upp, og það er eitthvað sem gleymist oft að nefna í þeirri umræðu. Ég held að við stöndum nokkurnveginn á krossgötum hvað varðar utanríkisstefnu og þurfum sem þjóð að velja og hafna út frá langtímasjónarmiðum hvernig við viljum staðsteja okkur til framtíðar. Að eiga þann valkost er hinsvegar mikill lúxus sem fáar þjóðir hafa á tímum sem þessum.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.11.2010 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband