Opinberað: 28% afsláttur banka á húsnæðislánum

Jæja, þá hefur það loksins verið gert opinbert. Það þýðir ekki endilega að fullyrðingin sé sönn, en það gefur henni þó óumdeilanlegt vægi að vera sett formlega fram af ráðherra gagnvart Alþingi.

"Nýju bankarnir keyptu húsnæðislánin að meðaltali á 72% af kröfuvirði við yfirfærslu frá gömlu bönkunum. Hlutfallið getur verið mismunandi milli bankanna þriggja. Afföllin voru því samtals 90 milljarðar kr. miðað við upphaflegan efnahagsreikning nýju bankanna þriggja."

 - Árni Páll Árnason viðskiptaráðherra, svar við fyrirspurn á Alþingi

Í síðustu viku staðfesti fulltrúi lífeyrissjóðanna í reikninefndinni um skuldavandann, að húsnæðislán lífeyrissjóða væru þar enn bókfærð á 100% af kröfuvirði. Ástæðan er sú að veðrými er þar að jafnaði meira og því þola veðtryggingarnar meiri eignarýrnun en t.d. 90% lán bankanna eða gengistryggðu lánin.

Við upphaf fundaraðar reikninefndarinnar voru kynntar tölur frá fjármálaráðuneytinu þar sem heildarupphæðir húsnæðislána voru sundurliðaðar eftir tegundum og hvort þau væru frá bönkum, lífeyrissjóðum eða Íbúðalánasjóði.

Þá eru allar nauðsynlegar forsendur komnar fram til að meta kostnað við ýmsar leiðir sem reikninefndin ákvað að undanskilja í útreikningum sínum, þar á meðal eignarnámsleiðina. Næsta skref: hella upp á kaffi og byrja að reikna. Niðurstöður verða birtar hér, fylgist með.


mbl.is 1600 milljarða afföll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband