Fjármagnaði FL Group skipulagða glæpastarfsemi?

"er meðal annars haft eftir Tevfik Arif, stjórnarformanni Bayrock LLC, að mikil tilhlökkun sé fyrir hendi hjá forsvarsmönnum bandaríska félagsins að starfa með FL." ... "Sá hinn sami Arif var handtekinn fyrir um tveimur vikum í Tyrklandi og ákærður fyrir aðild að rekstri alþjóðlegra vændis- og mansalshringja."

Úff. Hverskonar vitleysu voru þeir eiginlega komnir út í þarna hjá FL Group? Nú er ég alls ekki að halda því fram að þeir hafi viljandi verið að taka þátt í svona löguðu, en hafi það verið óafvitandi hljóta þeir að hafa látið plata sig mjög illa ef svona er í pottinn búið. Maður yrði reyndar ekki mjög hissa ef í ljós kæmi að þetta hafi verið meðvitað og viljandi, miðað við það hvernig íslensk fjármálafyrirtæki hafa á undanförnum árum fengið að stunda skipulagða glæpastarfsemi lítt- eða óhindruð. En ég ætla ekki að dæma um það fyrirfram, vona bara að réttlætið nái fram að ganga í þessu máli sem og öðrum.


mbl.is Hugsanleg fjársvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmælendur funduðu með forseta Íslands

Svipan sagði frá því í gær að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefði rætt við mótmælendur á Bessastöðum. Rakel Sigurgeirsdóttir óskaði eftir fundi með honum til að koma á viðræðum á milli almennings og stjórnvalda. Auk Rakelar sátu Ásta Hafberg og Þórarinn Einarsson fundinn en þau hafa eins og Rakel komið að tunnumótmælunum síðustu daga.

Hér fyrir neðan er bréf Rakelar til Ólafs Ragnars Grímssonar:

Reykjavík 8. október 2010

Góðan daginn, Ólafur Ragnar!

Tilefni þessa bréfs er það að mig langar til að óska eftir áheyrn eða fundi með þér í tilefni af stöðunni í samfélaginu. Ég verð ekki ein heldur hef ég í hyggju að koma með fleirum. Þau eru auk mín: Ásta Hafberg og Þórarinn Einarsson.

Þessi hópur á það sameiginlegt að hafa áhyggjur af ástandinu en búa líka yfir löngun til að breyta því og hugmyndum að lausnum. Hér á eftir ætla ég að segja svolítið frá þessum hópi.

Ég stóð fyrir borgarafundum á Akureyri ásamt fjórum öðrum norðlenskum konum yfir vetrarmánuðina 2009. Vorið 2010 stóð ég að þeim ein. Nú er ég flutt hérna suður og hef tekið þátt í ýmissi viðspyrnu hér í höfuðborginni seinni parts sumars og það sem af er vetri. Ég er framhaldsskólakennari. Kenni íslensku.

Ásta Hafberg bjó og starfaði fyrir austan fram til síðustu áramóta en þá missti hún vinnuna og flutti hingað suður. Núna stundar hún mastersnám við Háskólann á Bifröst. Hún var mjög virk í hópnum Pennavinir Dominics Strauss Kahns. Við tvær erum líka í hópi þeirra sem hefur staðið að baki tunnumótmælunum í þessari viku.

Þórarinn Einarsson hefur komið að margvíslegum grasrótar- og viðspyrnuverkefnum. Hann var byrjaður á því löngu fyrir hrun enda hefur hann alla tíð dreymt um sanngjarnara og réttlátara samfélag. Frá sl. vori hefur hann tekið virkan þátt í starfi með hópi sem vann að hugmyndum að nýju fjármálakerfi á Íslandi en hópurinn kynnti þessar hugmyndir á blaðamannafundi í Norræna húsinu sl. miðvikudag. Þórarinn hefur líka komið þó nokkuð að undirbúningi og framkvæmd tunnumótmælanna.

Viljir þú frekari upplýsingar um framangreinda einstaklinga og/eða hvað býr að baki umleitan minni um áheyrn þína áður en þú svarar slíku erindi er velkomið að verða við þeirri ósk.

Virðingarfyllst,
Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er auðvitað mikið fagnaðarefni að forsetinn skuli veita þessu ágæta fólki áheyrn, en svo verður bara að fá að koma í ljós hverju það skilar. Rakel, Ásta og Þórarinn eiga mikinn heiður skilinn fyrir óeigingjarnt framlag til hagsmunagæslu í þágu almennings.


Aksturskostnaður og umhverfiskostnaður

Að sögn Óskars Reykdalssonar lækningaforstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, mun fyrirhugaður niðurskurður vinstristjórnarinnar svokölluðu leiða til þess að verðandi mæður á Suðurlandi þurfi að fara 26.000 ferðir yfir Hellisheiði. (Á ársgrundvelli geri ég ráð fyrir, þó það fylgi reyndar ekki sögunni.) En hvað ætli allur sá akstur muni kosta? Við skulum reyna að meta það útfrá bestu fáanlegu forsendum:

Á milli Reykjavíkur og Selfoss eru 57 km skv. upplýsingum frá Vegagerðinni. (Miða við Selfoss því það er þaðan sem þjónustan flyst, held samt að margir komi enn lengra að.)

26.000 ferðir * 57 km/ferð = 1.482.000 km eknir

Til að gera sér í hugarlund aksturskostnaðinn má styðjast við viðmiðunarfjárhæðir FÍB eða frádráttarbæran rekstrarkostnað skv. fyrirmælum Ríkisskattstjóra. Þessar fjárhæðir eru á bilinu 50-110 kr./km. Við skulum einfaldlega bara taka meðaltalið og segja 80 kr./km. Þá er kostnaðurinn við aksturinn samtals:

1.482.000 km * 80 kr./km = 118.560.000 kr

Hversu mikið var það aftur sem átti að sparast með niðurskurðinum?

Við þetta bætist svo umhverfiskostnaður. Ef við gefum okkur hóflega meðaleldsneytisnotkun 7l/100km á þessari leið: 1.482.000 km * 7l/100km = 103.740 lítrar eldsneytis, en við brennslu þess losna 237,3 tonn af CO2 skv upplýsingum frá Kolvið, sem jafngildir koltvísýringsupptöku á við 2238 tré.

Er þetta í samræmi við umhverfisáherslur vinstrimanna?

Vegna aukinnar slysatíðni mun velferðarstjórn alþýðunnar svo væntanlega þurfa að reisa tvö ný sjúkrahús, annað í Kömbunum og hitt í Hveradalabrekku, hvorugt þó með fæðingardeild en hinsvegar möguleika á að breyta þeim í hótel þegar veður leyfir ekki för yfir heiðina. Þau verða svo mönnuð með því starfsfólki sem missir vinnuna á Heilbrigðisstofnun Suðurlands vegna niðurskurðar. Svo þarf að niðurgreiða ferðakostnað þeirra sem þurfa að fara fram og til baka yfir heiðina heilsu sinnar vegna og auka framlög til vegagerðarinnar vegna mengunar og aukins vegslits sem aksturinn hefur í för með sér. Loks skal reiknað út (með öllum tiltækum ráðum) að þessi breyting sé þjóðhagslega hagkvæm þar sem hún skapar svo mörg ný störf í stað þeirra sem töpuðust og eykur hagvöxt sem því nemur. Enginn mun þó græða meira á þessu en olíufélögin sem horfa fram á væna söluaukningu, en það er allt í lagi þar sem þau munu þá ekki þurfa á frekari björgunaraðgerðum að halda frá stjórnvöldum þrátt fyrir "erfiðar aðstæður á fjármálamörkuðum".
 
Snillingar þessir svokölluðu vinstrimenn! Wink

mbl.is Niðurskurður þýðir 26 þúsund ferðir yfir Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tillögur að úrbótum á fjármálakerfinu

Icelandic Financial Reform Initiative (IFRI).

Tíu helsu tillögur að úrbótum á fjármála- og peningakerfinu:

  1. Aðskilnaður fjárfestinga- og viðskiptabanka
  2. Íþyngjandi innistæður
  3. Vald einkaaðila til peningasköpunar
  4. Vaxtalaus peningaútgáfa
  5. Verðbólga er ákvörðun
  6. Lífeyrissjóðir lána til húsnæðiskaupa
  7. Rekjanleiki fjármuna
  8. Þjóðaratkvæði um lántökur
  9. Upplýsingaskylda og opinn gagnagrunnur
  10. Aðhald, eftirlit og fræðsla

mbl.is Vilja vaxtalausa peningaútgáfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icelandic Financial Reform Initiative

Ég vek athygli á nýjum vef þar sem kynntar eru hugmyndir að úrbótum á fjármálakerfinu:

Icelandic Financial Reform Initiative


mbl.is Lánin væru 16% lægri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Á Íslandi á enginn að þurfa að vera heimilislaus vegna skuldavanda“

„Á Íslandi á enginn að þurfa að vera heimilislaus vegna skuldavanda,“ - Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, 7.10.2010 Þessi ummæli lét Jóhanna falla á þingfundi í dag. Nú er það hlutverk almennings að fylgja því eftir að staðið verði...

Íslenska byltingin 10/10/10: Flatus lifir

(Margmiðlunarefni)

Sjá vikugamla umfjöllun hér

Sjá vikugamla umfjöllun um stríðsástand á gjaldeyrismörkuðum .

Barroso: ESB er mótvægi við lýðræðisleg stjórnvöld

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, José Manuel Durrão Barroso, hefur sett fram ein af fáum algerlega heiðarlegum rökum fyrir sameiningu Evrópu. Hann gefur í skyn að ESB sé mikilvægt, einmitt vegna þess að það er ekki lýðræðislegt . Fengju...

IFRI: Blaðamannafundur á miðvikudag og vefsíða

Hópur áhugafólks um úrbætur á fjármálakerfi Íslands mun halda blaðamannafund í Norræna Húsinu á tveggja ára afmæli íslenska bankahrunsins, miðvikudaginn 6. október kl. 15:00. Á fundinum mun hópurinn viðra hugmyndir að allsherjar endurskoðun...

Valdar greinar úr viljayfirlýsingu til AGS

Í dag var birt á vef Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, endurnýjuð viljayfirlýsing íslenskra stjórnvalda frá 29. september síðastliðnum. Ég birti hér valdar greinar úr yfirlýsingunni sem snúa að skuldavanda heimilanna: 10. We remain committed to a targeted,...

Mótmæli boðuð á Austurvelli 4. okt. kl.19:30

Boðað hefur verið til sk. "tunnumótmæla" á Austurvelli í kvöld 4. október kl. 19:30 þegar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mun halda stefnuræðu sína. Mótmælafundurinn hefur verið boðaður víða, á netinu, með fréttatilkynningum til fjölmiðla og...

Klikkaðar hugmyndir um eftirlitsríki

Líklegast er talið að gjaldtakan verði sjálfvirk og síðar verði svo hægt að taka upp gjaldtöku með GPS tækni þar sem upplýsingar um akstur bíls á gjaldskyldum vegarkafla eru sendar til innheimtustöðva í gegnum gervihnetti. ... Verði vegtollarnir...

Tölvuvædd verðbréfamiðlun

Bandaríska verðbréfaeftirlitið (SEC) segir að hrunið á Wall Street þann 6. maí sl., þegar Dow Jones vísitalan lækkaði um rúm 700 stig á nokkrum mínútum megi rekja til villu í tölvukerfi. En hvað ef þetta var engin villa heldur innbyggður eiginleiki?...

Þrælaskip veiða í soðið fyrir Evrópubúa

Bresku umhverfisverndar- og mannrétindasamtökin Environmental Justice Foundation segjast hafa flett ofan af því sem þau kalla þrælahald á fiskiskipum við strönd Vestur-Afríku sem vottuð eru af Evrópusambandinu og veiða í soðið fyrir Evrópubúa. Meðal þess...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband