IFRI: Blaðamannafundur á miðvikudag og vefsíða

Hópur áhugafólks um úrbætur á fjármálakerfi Íslands mun halda blaðamannafund í Norræna Húsinu á tveggja ára afmæli íslenska bankahrunsins, miðvikudaginn 6. október kl. 15:00. Á fundinum mun hópurinn viðra hugmyndir að allsherjar endurskoðun fjármálakerfisins og kynna 10 atriði sem lagt er til að verði grunngildi fyrir nýtt kerfi sem lúti allt öðrum lögmálum en það sem nú er hrunið. Í kjölfarið mun verða opnuð vefsíða þar sem tillögurnar verða birtar ásamt ýmisskonar fróðleik á íslensku og ensku undir alþjóðlega vinnuheitinu Icelandic Financial Reform Initiative (IFRI) eða Frumkvæði að Úrbótum á Fjármálakerfi Íslands.

Fylgist með.


mbl.is Vilja nýtt fjármálakerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll og bless. Áttu von á að fjölmiðlar verði með ykkur í beinni? Ef ekki verður búið að gera ráðstafnir með að varpa fundinum út á netið fyrir okkur sem eigum ekki heimangengt?

Sverrir (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 00:37

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta verður tekið upp og sett á vefinn eins fljótt og hægt er. Efnið sem við kynnum á fundinum verður líka aðgengilegt á vefsíðunni strax á miðvikudaginn.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.10.2010 kl. 01:39

3 identicon

Sverrir (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband