Stríðsástand á gjaldeyrismörkuðum
30.9.2010 | 04:29
Burðarríki efnahagskerfisins sem var byggt upp eftir síðari heimsstyrjöldina skiptast á að fella gengi gjaldmiðla sinna. Ástæðan er einföld: Ríkin reyna að ná í stærri sneið af minnkandi útflutningsmarkaði með því að stuðla að verðlækkun á útflutningsvörum. Þetta er skoðun fjármálasérfræðingsins Alex Jurshvevki hjá kanadíska fjármálafyrirtækinu Recovery Partners
Niðurstaða hans þegar gengisfellingarnar eru annars vegar er sú að þær vitni um að heimshagkerfið glími við kerfislægt vandamál sem ekki sé hægt að afgreiða sem reglubundna hringrás uppgangs og niðursveiflu.
Öh... já, fjármálakerfi heimsins er ónýtt og dauðadæmt, vegna innbyggðrar kerfisvillu sem gerir ráð fyrir endalausum vexti (og vöxtum), og ekki bara stöðugum vexti heldur veldisvexti sem getur aldrei orðið sjálfbær til lengri tíma. Í vistfræði er vel þekkt að krappur veldisvöxtur leiðir gjarnan til ofvaxtar og í kjölfarið algjörs hruns í stofnstærð með tilheyrandi hörmungum. Hljómar þetta kannski kunnuglega? Það er vegna þess að íslenska þjóðin rak sig fastar á takmörkin fyrir veldisvexti í lokuðu kerfi en nokkur nútímaþjóð hefur gert svo vitað sé. Takmörk þessi eru ekki ímynduð heldur einfaldlega náttúrulögmál því jörðin er lokað kerfi með takmarkaðar auðlindir, ímyndunin fólst í því að þykjast geta hunsað þessa augljósu staðreynd. Það hafði ekkert með það að gera hvort hinir eða þessir gerðu mistök eða frömdu afbrot í aðdraganda hrunsins, þó vissulega hafi þeir lagt sitt af mörkum til að gera höggið fastara, heldur var það óhjákvæmileg afleiðing innbyggðrar kerfisvillu í því fjármálakerfi sem er við lýði allstaðar á Vesturlöndum og víðast hvar um heiminn. Það glæpsamlega er fyrst og fremst að þetta kerfi sem hefur öðru fremur þjónað alþjóðlegu fjármálayfirstéttinni við arðrán sitt á þjóðum heims, skuli ekki hafa verið afnumið fyrir löngu síðan.
Fjármálaráðherra Brasilíu, Guido Mantega, lýsti því yfir í ræðu sem hann hélt á ráðstefnu í Sao Paulo fyrr í vikunni, að heimurinn væri nú í heljargreipum alþjóðslegs gjaldmiðlastríðs. Fjármálaráðuneyti Japans hefur upplýst að það hefði selt jen að jafnvirði 300 milljarða kr. í þessum mánuði og keypt dollara í staðinn til að koma í veg fyrir mikla styrkingu á gengi jensins. Ríkisstjórnir um allan heim keppast nú um að grípa inn í gjaldeyrismarkaði og fella gengi gjaldmiðla sinna til að auka samkeppnishæfni og ná þannig í stærri sneið af sífellt minnkandi köku alþjóðaviðskipta. Seðlabankar sumra Asíuríkja eru jafnvel farnir að ganga svo langt að kaupa skuldabréf keppinauta sinna til að hækka gengi gjaldmiðla þeirra á móti sínum eigin. Á meðan á þessu stendur verða öfgakenndar sveiflur í afstæðu gengi milli gjaldmiðla, því þó þeir séu allir á niðurleið þá er það mishratt og skrykkjótt, sem dugar ráðandi öflum ágætlega til að dylja það sem raunverulega er á seyði: Flestir ef ekki allir pappírsgjaldmiðlar eru að tapa verðgildi sínu, bara með misjafnlega stjórnlausum hætti. Þetta skýrist ekki af raunstærðum í hagkerfinu, heldur því að traust og trúverðugleiki spilaborganna sem byggðar hafa verið úr fjármálapappírum er fokinn út í veður og vind. Flóðbylgja nýprentaðra peninga skellur á þeim nýmarkaðsríkjum sem búa enn yfir einhverjum auðlindum sem ekki er búið að selja úr landi, og íhuga þau nú að setja á gjaldeyrishöft til að stemma stigu við pappírsflóðinu. (velkomin í klúbbinn með okkur)
Þetta ætti samt ekki að þurfa að koma þeim sem hafa fylgst vel með á óvart, Bloomberg fréttaveitan sagði t.d. frá því fyrir tæpum tveimur árum síðan á hápunkti bankahrunsins, að Bandaríkin ætluðu að drekkja heiminum í dollurum. (Tengillinn er búinn að vera hér til hægri síðan þá!) Með öðrum orðum virðast Tiny Tim og vinur hans Ben Shalom ætla að framkalla óðaverðbólgu að hætti Weimar-lýðveldisins til þess að brenna upp skuldir ríkissjóðs. Bandaríkin njóta nefninlega þeirrar öfundsverðu (og um leið fullkomlega óeðlilegu) stöðu að hafa nánast engar erlendar skuldir í reynd, því þær eru að mestu leyti í þeirra eigin gjaldmiðli sem hefur náð alþjóðlegri útbreiðslu með bæði góðu og illu.
Og þetta var að berast:
- Kína sigraði Bandaríkin í kjúklingastríði
- Pentagon háð Kína um mikilvæg hráefni í vopnabúnað
- Bandaríkin hóta Kína viðskiptastríði
- Obama skammar Kínverja
- Beita Kínverja þrýstingi
- Bandaríkjaþing íhugar lagasetningu gegn gjaldeyrisstefnu Kína
- Seðlabanki Mexíkó beitir "efnahagslegum gereyðingarvopnum"
![]() |
Stórveldin fella gengið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 1.10.2010 kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gengi Bandaríkjadals aldrei jafn lágt gagnvart CHF
29.9.2010 | 10:58
"Svissneski frankinn hefur aldrei áður verið jafn hár gagnvart Bandaríkjadal en dalurinn hefur veikst gagnvart öðrum gjaldmiðlum að undanförnu."
Fyrirsögnin gæti semsagt allt eins verið um gengisfall dollarans, frekar en styrkingu svissneska frankans, enda eru það tvær hliðar á sama peningum því gengi gjaldmiðla er alltaf afstæð breyta eftir því við hvað er miðað. Ég vakti athygli á þessu líka í gær vegna annarar fréttar sem bar fyrirsögnina "Evran hefur hækkað gagnvart Bandaríkjadal" en hefði allt eins getað verið "Bandaríkjadalur hefur lækkað gagnvart Evru". Sé miðað við verð á áþreifanlegum verðmætum eins og hrávörum og eðalmálmum hefur dollarinn nefninlega verið að hrapa undanfarið.
Útgangspunkturinn er sá að fólk ætti ekki að láta blekkjast og halda að þetta þýði að Evran eða svissneski Frankinn (eða krónan ef út í það er farið) séu í raun og veru að styrkjast. Heldur keppast ríkisstjórnir nú um að fella gengi gjaldmiðla sinna með inngripum til að auka samkeppnishæfni og ná þannig í stærri sneið af sífellt minnkandi köku alþjóðaviðskipta. Fjármálaráðherra Brasilíu, Guido Mantega, gekk jafnvel svo langt í byrjun vikunnar að lýsa því yfir í viðtali að um þessar mundir stæði yfir stríð á gjaldeyrismörkuðum. Afleiðingin er sú að flestir pappírsgjaldmiðlar eru að tapa verðgildi sínu, þeir gera það bara á misjöfnum hraða og þess vegna sjáum við allar þessar öfgakenndu sveiflur í afstæðu gengi þeirra.
Það er samt athyglisvert að sjá hvernig reynt er að nota framsetningu og orðalag svona frétta til að stjórna því hver sálrænu áhrifin eru á lesandann, sem í flestum tilfellum er sá sem fær að kenna á kaupmáttarrýrnuninni sem þetta hefur í för með sér. "Vinsamlegast haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist, ekkert til að hafa áhyggjur af hér, svissneski frankinn var bara að styrkjast..." ;)
![]() |
Svissneski frankinn aldrei hærri gagnvart dal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bandaríkjadalur lækkar niður fyrir 0,74 Evrur
27.9.2010 | 14:45
"Evran hefur hækkað gagnvart Bandaríkjadal og er komin yfir 1,35 Bandaríkjadali á gjaldeyrismörkuðum."
Fréttin gæti líka verið svona án þess að merking hennar breytist: "Bandaríkjadalur hefur lækkað gagnvart Evru og er kominn niður fyrir 0,74 Evrur á gjaldeyrismörkuðum."
Það vill nefninlega því miður oft gleymast að gengi gjaldmiðla, sem eru ekkert nema pappír og ekki ávísun á neitt nema meiri pappír, eru afstæðar breytur. Það er ekki Evran sem er að styrkjast núna, enda engin tilefni til þess heldur þvert á móti, það er dalurinn sem er að veikjast. Gagnvart krónunni hefur Evran meira að segja veikst örlítið í dag frá því fyrir helgi, en sé litið á heildarmyndina eru raunverulega allir pappírsgjaldmiðlar í frjálsu falli um þessar mundir.
![]() |
Evran komin yfir 1,35 dali |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Leynilegur starfshópur um björgun Evrunnar
26.9.2010 | 21:55
Wall Street Journal sagði frá því á föstudaginn að haustið 2008 hefði þröngur hópur evrópskra leiðtoga sett á fót leynilegan starfshóp, reyndar svo leynilegan að hann var kallaður "hópurinn sem er ekki til".
Markmið hópsins: að undirbúa áætlun til að afstýra hugsanlegu gjaldþroti einhverra af ríkjunum sextán í evrópska myntabandalaginu.
Þegar Grikkland lenti í skuldavanda ári seinna, hafði þessi starfshópur sem fram að þessu hefur starfað án vitundar almennings, ennþá ekki komið sér saman um aðferðafræði. Í aðdragandum að þeim opinberu rökræðum sem áttu eftir að tefja lausn vandans fram á elleftu stundu, reyndi starfshópurinn að sætta ólík sjónarmið um hvort og hvernig ríki myntbandalagsins ættu að koma einu aðildarríkjanna til bjargar. Svarið fannst hinsvegar aldrei.
WSJ: EU Set a Secret Group to Save the Euro
BRUSSELSTwo months after Lehman Brothers collapsed in the fall of 2008, a small group of European leaders set up a secret task forceone so secret that they dubbed it "the group that doesn't exist."
Its mission: Devise a plan to head off a default by a country in the 16-nation euro zone.
When Greece ran into trouble a year later, the conclave, whose existence has never before been reported, had yet to agree on a strategy. In a prelude to a cantankerous public debate that would later delay Europe's response to the euro-zone debt crisis until the eleventh hour, the task force struggled to surmount broad disagreement over whether and how the euro zone should rescue one of its own. It never found the answer.
A Wall Street Journal investigation, based on dozens of interviews with officials from around the EU, reveals that the divisions that bedeviled the task force pushed the currency union perilously close to collapse. In early May, just hours before Germany and France broke their stalemate and agreed to endorse a trillion-dollar fund to rescue troubled euro-zone members, French Finance Minister Christine Lagarde told her delegation the euro zone was on the verge of breaking apart, according to people familiar with the matter.
The euro zone's near death had stakes for people around the world. A wave of government defaults on Europe's periphery could have triggered a new crisis in the international banking system, with even worse consequences for the global economy than the failure of Lehman.
In March 2009, French Treasury official Xavier Musca was preparing to step down as chairman of the Economic and Financial Committee, an influential body of technocrats who manage EU economic policy. He briefed his successor, Thomas Wieser of Austria, on the duties. At the end of a long list, he added one more. "Incidentally," Mr. Musca said, "there's a group that doesn't exist."
Afgangurinn af þessari frásögn er reyfarakenndur og ég hvet áhugasama til að lesa hana í heild sinni. Sjáum loks myndskeið:
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Búa einkabankar til peninga?
17.9.2010 | 01:44
Jón Þór Ólafsson skrifaði stórgóða grein í Fréttablaðið í gær sem ber titilinn "Einkabankar búa til lögeyri landsins". Ég leyfi mér að vitna í greinina:
Landslög segja að íslenska krónan skuli vera lögeyrir og í henni skuli innheimta skatta. Allir sem vilja lifa og starfa á Íslandi verða því að eiga og versla með íslenskar krónur. Alþingi fól Seðlabankanum ábyrgð á því að stuðla að stöðugu verðlagi ásamt valdi til að gefa út gjaldmiðilinn. Seðlabankinn afhenti hins vegar einkabönkum valdið til að skapa mikinn meirihluta nýrra krónupeninga og hugðist fjarstýra verðstöðugleikanum. Við lifum og störfum í rústum þessa peningakerfis. ...
Eitt meginmarkmið Seðlabanka Íslands er að kaupmáttur krónunnar lækki um 2,5% árlega. Þetta skal gert með því að auka magn nýrra peninga meira en magn vöru og þjónustu sem þeir kaupa. Í daglegu tali heitir þessi kaupmáttarskerðing verðbólga. Í peningakerfinu eru nýir peningar skapaðir og settir í umferð til að valda stöðugri kaupmáttarskerðingu. ...
Allar krónur á Íslandi fara því í umferð sem skuld við einkaaðila sem ómögulegt er að endurgreiða þar sem aldrei eru í umferð nægar krónur til að borga bæði höfuðstólinn, þ.e. upprunalega lánið, og vextina sem á hann falla. Aukin gjaldþrot, og kostnaðurinn sem af þeim hlýst, er því byggður inn í peningakerfið. ...
Sterkt að orði kveðið, vissulega. Í kjölfarið á birtingu greinarinnar fjallaði Eyjan líka um hana undir fyrirsögninni "Nauðsynlegt að breyta peningakerfinu sem fyrst", og spunnust dágóðar umræður þar í athugasemdakerfinu. Merkilega margir virtust tilbúnir að taka undir með Jóni, en þó voru ekki allir tilbúnir að taka hverja einustu fullyrðingu hans trúanlega, enda er vestræna blekkingin um hið sanna eðli fjármagns útbreidd jafnvel meðal besta fólks. Reyndu sumir jafnvel að gera lítið úr þekkingu Jóns en hann er stjórnmálafræðingur. Undirritaður fór því á stúfana til að kanna hvað væri hæft í þessu, og það kom í ljós að þetta er reyndar svona víðast hvar um hinn vestræna heim:
"Both central banks and private commercial banks can create money. In the euro monetary system money creation arises mainly through the granting of loans..."
- Fræðslurit Deutsche Bundesbank, Geld und Geldpolitik bls. 88-93 (þýð. Google Translate)
"The actual process of money creation takes place primarily in banks."
- Fræðslurit Federal Reserve Bank of Chicago, Modern Money Mechanics
Seðlabankinn stefnir að því að verðbólga, reiknuð sem árleg hækkun vísitölu neysluverðs á tólf mánuðum, verði að jafnaði sem næst 2½%.
- Yfirlýsing um verðbólgumarkmið og breytta gengisstefnu, Seðlabanki Íslands
Sé tekið tillit til þess að verðbólguáhrif peningasköpunar í opnu nútímahagkerfi eru hin sömu, hvort sem það eru prentaðir peningar eða búnar til rafrænar innstæður, þá er hægt að lesa ýmislegt út úr þessum útskýringum efnahagsráðherrans fyrrverandi:
- Langmest af þeim peningum sem komast í umferð eru búnir til af bankakerfinu, sem er að meirihluta einkarekið.
- Afleiðingin er óhjákvæmilega verðbólga eða kaupmáttarrýrnun, og það er meira að segja yfirlýst markmið núverandi fyrirkomulags peningamála.
Niðurstaðan er sú að kerfið veitir einkaaðilum heimild og beinlínis hvetur þá til þess að rýra stöðugt kaupmátt almennings, sem er í raun ekkert annað en lögleiddur þjófnaður!
Í fyrri grein Gylfa um peningamagn í umferð tiltekur hann enn fremur að það eina sem takmarkar hversu mikið bankarnir geta búið til af peningum eru reglur um lágmarks eigið fé og bindiskylda. Á Íslandi er reglan núna 16% eiginfjárhlutfall sem þýðir að peningamargfaldarinn er 1/0,16 = 6,25 eða rúmlega fimmfalt umframmagn peninga sem bankarnir geta búið til úr engu, en sögulega hefur hlutfallið jafnvel verið enn lægra og bankar eru mjög snjallir að falsa eigið fé eins og er t.d. fjallað um í skýrslu RNA, köflum 9.6.2, 21.2.1.4 og víðar.
Viljum við að slíkir aðilar stjórni peningasköpun og þar með kaupmætti?
Skýrsla þingmannanefndar í heild sinni
12.9.2010 | 20:24
Ætlar Spaugstofan á þing?
31.8.2010 | 13:19
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Frumtexti greinarinnar hér (enska)
24.8.2010 | 14:18
IceSave | Slóð | Facebook | Athugasemdir (49)
Georg Bjarnfreðarson?
24.8.2010 | 13:49
Svíkur Gylfi gefin loforð?
24.8.2010 | 10:59
Gengistrygging | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jónína S. Lárusdóttir fv. ráðuneytisstjóri
13.8.2010 | 10:50
Gengistrygging | Breytt s.d. kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fordæmisgildi fyrir verðtryggð lán?
25.7.2010 | 17:59
Gengistrygging | Breytt 26.7.2010 kl. 02:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Max Keiser gestur hjá Alex Jones
23.7.2010 | 12:19
Orsök eða afleiðing?
20.7.2010 | 19:16
Gengistrygging | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Efnahagsþvinganir AGS/ESB
19.7.2010 | 11:57
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)