Svíkur Gylfi gefin loforð?

Ég er enn að bíða eftir því að Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra efni loforð sem hann gaf mér á borgarafundi 28. júní um að fylgja því eftir hvers vegna FME hefur látið og lætur enn afskiptalaust að fjármögnunarfyrirtæki þverbrjóti starfsleyfi sín og þær takmarkanir sem þar eru settar. En það er kannski ekki við öðru að búast, því eins og Þórdís Björk Sigurþórsdóttir bendir á í pistli sínum sat Gylfi í stjórn Samtaka Fjárfesta um árabil og er því tamt að gæta hagsmuna fjármagnsins gegn almenningi. Fyrir hrun var það svikabönkunum vel að skapi að hafa máttlaust Fjármálaeftirlit og núna tæpum tveimur árum síðar virðist enn vera það sama uppi á teningnum. Svarið við spurningunni sem ég lagði fyrir Gylfa á fundinum (”Hvað er í gangi í FME?”) er því líklega ennþá það sama: ”Ég veit það ekki!”.


mbl.is Telja ráðherra ótrúverðugan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við erum líka að bíða eftir Skattinum sem þykist vera að rannsaka nótulausu viðskiptin en það er greinilegt að þeir ætla að þagga það í hel enda er þetta algjör skandall fyrir sjálfan Skattinn, þ.e. að fyrirtækin skuli hafa komist upp með þetta í fjölda ára.

Þórdís (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 21:39

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skrýtið, því þar gæti verið komin leið til að auka tekjur ríkissjóðs án skattahækkana. Sýnir bara að Steingrími er alveg sama hvort það þarf eða ekki, hann vil bara hækka skatta alveg sama hvað. Og á meðan sleppa fjármálastofnanirnar vel frá öllu saman!

Guðmundur Ásgeirsson, 25.8.2010 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband