Max Keiser gestur hjá Alex Jones

Sjónvarpsmaðurinn og fjármálagagnrýnandinn Max Keiser var gestur í þætti Alex Jones fyrr í vikunni. Umræðuefni þeirra var aðallega þöggun og ritskoðun, og fór Alex t.d. hamförum yfir meintum tilraunum til að hindra áhorf á kvikmyndir hans, sem flestar beina spjótum að ráðandi öflum. Undir lokin minntist Max á þáttinn Money Geyser sem hann gerði um "íslenska efnahagsundrið" árið 2007, þar sem hann komst að þeirri niðurstöðu að skellur væri yfirvofandi. Hann bætti því við að þátturinn hefði hvergi fengist sýndur á bandarískum vettvangi því viðfangsefnið hefði þótt of "eldfimt", þess í stað var hann sýndur á arabísku sjónvarpsstöðinni AlJazeera sem hluti af þáttaröðinni People & Power. Þess má geta að Max Keiser var viðmælandi í Silfri Egils í janúar þar sem hann kallaði Ísland "víglínu alþjóðlegrar efnahagsstyrjaldar", en fyrir áhugasama þá vísa ég á eldri færslu mína frá þeim tíma.

(byrjar þegar tæp mínúta er liðin)

Hér er svo þátturinn sjálfur frá 2007, Money Geyser:

Þættinum var svo fylgt eftir með upprifjun í október 2008 á hápunkti hrunsins:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband