Hvað þarf að skoða?
15.7.2010 | 22:22
"Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra skoðar hvort höfða eigi refsimál gegn stjórnendum fjármálafyrirtækja fyrir að bjóða upp á ólögleg myntkörfulán."
Hæstiréttur er búinn að dæma að lögbrot hafi verið framið. Refsiramminn skv. 17. gr. vaxtalaga eru ótakmarkaðar fjársektir. Auk þess má auðveldlega færa rök fyrir því að af brotunum hafi stafað alvarleg ógn við almannaheill og jafnvel þjóðaröryggi, þó ég kunni ekki (ennþá a.m.k.) að heimfæra það upp á tilteknar lagagreinar þá veit ég samt að þær eru fyrir hendi.
Hvað þarf að skoða eiginlega? Eru þeir hjá Efnó ekki búnir að lesa dómana eða þekkja þeir kannski ekki lögin nógu vel?
Kæra, kyrrsetja og kjöldraga !
Svo tek ég heilshugar undir með Hagsmunasamtökum Heimilanna, sem krefjast þess að fjármálafyrirtækin leggi tryggingar fyrir endurgreiðslu til ofgreiðenda inn á bundna reikninga í Seðlabankanum. Annars er nánast verið að gefa þeim leyfi til að halda áfram rekstri gjaldþrota fyrirtækja og stinga undan verðmætum.
![]() |
Skoðar hvort ákæra eigi vegna myntkörfulána |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gengistrygging | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bankahrun #2: Hver eru skilaboðin?
15.7.2010 | 13:42
Avant, eitt af eignaleigufyrirtækjunum þremur er farið niður og tekur móðurbankann með sér í fallinu. Askar Capital og kröfuhafar þess munu lýsa kröfum í bú Avant, enda eiga þeir sjö milljarða kröfu í búið. Askar mun því fá hlutfallslega jafn mikið úr þrotabúi Avant og hinn almenni lántakandi en vegna þeirrar háu kröfu mun krónutalan sem félagið fær verða umtalsverð. Þannig sjá fyrrum eigendur fram á að fá meira í sinn hlut með því að setja fyrirtækið í gjaldþrot heldur en að leggja því til aukið fé sem færi í endurgreiðslur til þeirra sem hafa ofgreitt lán sín.
Fyrrverandi forstjóri Askar Capital, þingmaðurinn Tryggvi Þór Herbertsson, hafði þetta um málið að segja: "Það er mjög leiðinlegt og sorglegt þegar fyrirtæki fara á hausinn." "...þeir sem hafa greitt of mikið fá sáralítið upp í kröfur sínar, þ.a. mér finnst þetta fremur óhuggulegt." Svo mörg voru þau orð frá bankastjóranum fyrrverandi, og ekki er það huggulegra að lesa um fyrrverandi eiganda Avant á skuldlausum lúxusbíl þrátt fyrir gjaldþrotið. Óhuggulegust er þó sú saga sem fer nú fjöllunum hærra, að fjármálafyrirtækin séu búin að stofna nýjar kennitölur sem þau ætli að flakka á með fjármuni og eignir sem ekki falla undir dóm hæstaréttar. Ég er búinn að vera að reyna að vara fólk við þessu, því útlit er fyrir að endurheimturnar verði rýrar og jafnvel engar.
Við gjaldþrotaskipti Lýsingar munu veðkröfur Deutsche Bank líklega njóta forgangs og ekkert verður afgangs fyrir ofgreiðendur lána. Stærsti aðilinn á þessum markaði og mesta glæpahreiðrið er hinsvegar SP Fjármögnun, og þegar því verður lokað er sá möguleiki fyrir hendi að það taki móðurfélagið Landsbankann með sér. Tala ekki um þegar farið verður að endurmeta gengistryggð fasteigna- og fyrirtækjalán sem voru flest lánuð beint frá bankanum sjálfum, og það sama gæti átt við um hina tvo stóru bankana.
Mikil er ábyrgð þeirra sem hunsuðu viðvaranir í rúmt ár um að svona kynni þetta að fara. "Nýja" bankakerfið er aumur uppvakningur af líki gamla kerfisins, byggt á sandi, og sem fyrr þjónar það ekki hagsmunum almennings. Skilaboðin sem þetta sendir eru einföld: það er ábyrgðarleysi að afhenda þessum svindlurum fjármuni. Gildir þá einu hvort um er að ræða dótturfyrirtæki eða móðurbanka, þeim er alveg sama um þig!
![]() |
Hafa áhyggjur af stöðu lántakenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
SP Fjármögnun hefur ekkert starfsleyfi að missa!
14.7.2010 | 15:31
"Ella eiga þær á hættu að missa starfsleyfi sín." Er haft eftir Gunnari Andersen forstjóra FME, og er hann þar að vísa til þeirra áhrifa sem leiðrétting gengistryggðra lána kann að hafa á eiginfjárhlutfall fjármálastofnana.
Það er eins og Gunnar viti ekki af því, sem kemur fram í gögnum frá hans eigin stofnun, að sum þessara fyrirtækja höfðu ekki einu sinni starfsleyfi fyrir þeirri starfsemi sem þar var stunduð. Samt hefur fjármálaeftirlitinu marg oft verið bent á þessa lögleysu og nú síðast viðskiptaráðherra sem er næsti yfirmaður Gunnars
Sjá: Nótulaus viðskipti án starfsleyfis
Það væri nær að svara því afhverju er ekki nú þegar búið að láta loka þeim fyrirtækjum sem brotið hafa lög um fjármálafyrirtæki með því að stunda starfsemi sem þau höfðu ekki leyfi fyrir. Hvað er eiginlega í gangi hjá Gunnari og Gylfa?
![]() |
Íslenska fjármálakerfið í sviðsljósið á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvenær var ríkisábyrgð heimiluð?
14.7.2010 | 14:58
Nú er komið í ljós að ólögleg lánastarfsemi Avant, sem leiddi til gjaldþrots fyrirtækisins, sem leiddi til gjaldþrots móðurbankans Askar Capital, hefur leitt til þess að skuldabréf þaðan sem notuð voru til að endurfjármagna Sjóvá eru nú orðin verðlaus. Þannig virðist það eina sem kemur í veg fyrir gjaldþrot Sjóvar í annað sinn, vera ríkisábyrgð sem sett var á skuldabréf Askar Capital sem notuð voru við endurfjármögnunina.
Bóluhagkerfið er greinilega enn við lýði, með krosstengslum og öllu. Hafa þessir sjálfskipuðu fjármálasnillingar aldrei heyrt talað um "dependency graph", einfalt verkfæri sem hjálpar mönnum að fyrirbyggja svona keðjuverkanir? Þeir hefðu kannski gott af því að fá endurmenntun um það í hverju raunveruleg verðmæti felast, þau er allavega ekki að finna í fjármálakerfinu!
En maður veltir því óhjákvæmilega fyrir sér á grundvelli hvaða heimilda var sett ríkisábyrgð á verðlausar skuldarviðurkenningar glæpamanna? Fjárveitingarvaldið er hjá Alþingi, og það eitt getur veitt slíka ábyrgð sem kallað gæti á fjárútlát úr ríkissjóði. Hafi slík ákvörðun verið tekin af öðrum en Alþingi er það klárlega stjórnarskrárbort og kann eftir atvikum að varða við lög um ráðherraábyrgð líka.
Þetta er allt saman helvítis fokking fokked, Kevin Bacon hagfræði sem stenst ekki í raunveruleikanum. Mistökin liggja öðru fremur í því að fólk sem kunni ekki til verka reyndi að endurreisa gamla öfugsnúna kerfið með öllum sínum innbyggðu göllum. Við þurfum að fá nýtt fjármálakerfi byggt á heilbrigðum rekstrargrundveli og haldbærum verðmætum sem þjónar hagsmunum almennings en ekki fjármagnsins!
Áfram Ísland !
![]() |
Skuldabréf Aska tryggð með ábyrgð ríkissjóðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bankahrun #2 að hefjast
13.7.2010 | 16:57
Ég hef á tilfinningunni að þau mistök að gera ekki ráð fyrir ólögmæti gengistryggingar við flutning lánasafna yfir í nýju bankana, muni valda öðru bankahruni sem nú sé hafið. Avant, eitt af þremur eignaleigufyrirtækjum er farið niður og tekur móðurbankann Askar Capital með sér í fallinu. Örlög fyrirtækisins hljóta nú að vera í höndum kröfuhafa, þar á meðal margra sem eru fyrrverandi lánþegar og eiga endurkröfu vegna ofgreiddra afborgana. Ég er búinn að vera að reyna að vara fólk við þessu lengi, því nú er hætta á að heimturnar verði rýrar og jafnvel engar.
Við gjaldþrotaskipti Lýsingar munu veðkröfur Deutsche Bank líklega njóta forgangs og ekkert verður afgangs fyrir aðra kröfuhafa, þ.e. lánþega sem hafa þegar ofgreitt sín lán. Stærsti aðilinn á þessum markaði og mesta glæpahreiðrið er hinsvegar SP Fjármögnun, og þegar það fer niður þá er sá möguleiki fyrir hendi að það taki móðurfélagið Landsbankann með sér. Tala ekki um þegar farið verður að endurmeta gengistryggð fasteigna- og fyrirtækjalán sem voru flest lánuð beint frá bankanum sjálfum, og það sama gæti átt við hina stóru bankana tvo líka áður en yfir lýkur.
Mikil er ábyrgð þeirra sem hunsuðu viðvaranir í rúmt ár um að svona kynni þetta að fara. Persónulega myndi ég ekki borga krónu til neins þessara fyrirtækja á meðan ég teldi mig ennþá eiga eitthvað inni þar vegna gengistryggingar, heldur halda greiðslunum eftir sem tryggingu þar til að endanlegu uppgjöri kemur, sem eins og í þessu tilviki gæti endað í gjaldþrotameðferð. Sjá einnig tilmæli Hagsmunasamtaka Heimilanna til lántaka.
Bankahrun #2 er að hefjast. Vinsamlegast náið í poppkornið og fáið ykkur sæti.
Guð blessi Ísland!
![]() |
Askar óska eftir slitameðferð - bráðabirgðastjórn skipuð í Avant |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gengistrygging | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Skjaldborgin fundin?!
10.7.2010 | 05:44
Gengistrygging | Breytt s.d. kl. 05:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Almenna skuldaeftirgjöf strax!
6.7.2010 | 21:36
Gengistrygging | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Minnumst orða Henry Ford
6.7.2010 | 02:28
Gengistrygging | Breytt s.d. kl. 02:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað með Fjármálaeftirlitið?
5.7.2010 | 17:54
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
SP-Fjármögnun stal bíl "í misgripum" (o.fl. sögur)
4.7.2010 | 02:08
Þróunaraðstoð við Bandaríkin?
3.7.2010 | 00:34
Leiðrétting: engin ríkisábyrgð á innstæðum
2.7.2010 | 13:42
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Engin rök fyrir því að Arnór haldi áfram...
1.7.2010 | 02:34
Gengistrygging | Breytt s.d. kl. 02:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
FME og SÍ vanvirða hæstarétt og vernda glæpamenn
1.7.2010 | 00:15
Hvað með glæpamennina sjálfa?
22.6.2010 | 16:08
Gengistrygging | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)