Almenna skuldaeftirgjöf strax!

Almenn skuldaeftirgjöf var reglubundin í fornum sið. Þá var það reglan að þegar nýr höfðingi tók við stjórnartaumum voru allar skuldir manna núllaðar út þannig að allir gætu byrjað með hreint borð undir nýrri stjórn. Þá var þetta talið nauðsynlegt til að viðhalda samfélagslegum stöðugleika og þannig gekk það í gegnum aldirnar. Þar til fyrir 2-300 árum síðan þegar á vesturlöndum var tekið upp miðstýrt seðlabankakerfi með takmarkaða bindiskyldu (fractional reserve banking). Síðan þá hafa kreppur og krísur eða hrun orðið að lágmarki einu sinni á mannsævi.

Þegar makróhagfræðingar tala um stöðugleika þá eru þeir fyrst og fremst að meina stöðugleika fjármálakerfisins, en það er mikilvægt að blanda því ekki saman við samfélagslegan stöðugleika. Samfélagsstyrkur er nefninlega nauðsynleg forsenda fjármálakerfis, en með sama áframhaldi verður hvorugt til staðar hér á landi á næstunni, og það má þá helst þakka því að stjórnvöld hafa sjálf gerst frumkvöðlar á sviði lögleysu.

"Ef þú greiðir ekki þína skuld þá munu aðrir þurfa að borga hana i staðinn" er líklega lélegasti brandari sem hefur heyrst lengi. Auðvitað er fólki svosem velkomið að borga mínar skuldir, það myndi hjálpa mér heilmikið, en hinsvegar er ekkert sem skyldar það til þess frekar en það vill. Skuldir við bankakerfið eru ekki peningar í hendi heldur tölur á blaði, og síðast þegar ég leiðrétti tölur á blaði þá minnist ég þess ekki hafa þurft að senda neinum reikning. Annað dæmi um tölur á blaði er hlutabréfaverð en það reyndist ekki mikið að marka það!

Ykkur sem trúið í alvöru Gylfa, Arnóri, Franek og öðrum skósveinum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þegar þeir opna munninn með sínum hræðsluáróðri, vil ég benda á að þessir menn fá greidd verulega há laun fyrir að viðhalda vestrænu blekkingunni um hið sanna eðli fjármagns. Það var sú blekking sem gat af sér hrunið, og auk þess hafa þessir aðilar áður verið staðnir að því að ljúga um málefni lands og þjóðar. Ég auglýsi eftir ástæðu til að taka mark á þeim í þetta sinn.


mbl.is Borgi ekki umfram greiðsluáætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Karlsdóttir

Það er varla rétt að tala um þetta sem "skuldir" lántakenda. Þær "skuldir" sem fólk situr uppi með núna hvort heldur gengistryggð lán eða þau hefðbundnu með vísitölutryggingu eru ekkert í takt við það sem lántakendur tóku á sínum tíma og þess vegna varla hægt að tala um þetta sem "skuldir" lánþega. Þessum fáránlegu hækkunum var dembt á lántakendur í kjölfar óráðsíu bankanna og vil ég heldur tala um skuldir bankanna en skuldir lántakenda, finnst það einhvernvegin réttara og auðvitað á að afskrifa og leiðrétta þær himinháu tölur sem hafa óhindrað fengið að bola sér inn á lánasamninga lánþega!

Edda Karlsdóttir, 6.7.2010 kl. 22:47

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Hvað með deponeringu?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 7.7.2010 kl. 01:09

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þegar þú tekur lán þá áttu að borga það aftur með vöxtum eðlilegum vöxtum en ekki verðtryggingu ef þú getur ekki borgað það lán þá má endurskoða allan pakkann eftir því hvað veldur og síðan gera viðkomandi upp það er sanngjarnt og allir sáttir ásamt bankanum sem stendur betur uppi á eftir.

Tillaga mín í dag er sú að erlendu lánin og innlendu verði færð til samræmis og vextir svipaðir á þeim síðan á að afnema verðtryggingu í áföngum ef það er ekki gerlegt þá verðtryggja launin annað er ekki að ganga upp það sýna dæmi undanfarinna ára!

Sigurður Haraldsson, 7.7.2010 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband