Skjaldborgin fundin?!

Hæstiréttur er búinn að úrskurða að ekki megi fara í aðfararaðgerðir á grundvell vanskila af lánasamningum nema með leyfi sýslumanns. Áður en slíkt leyfi er gefið út verður sýslumaður að taka afstöðu til þess hvort um lögmæta kröfu sé að ræða, sem klárlega á ekki við í umræddu tilviki. Ekki fæst betur séð en að fulltrúar sýslumanns hafi einfaldlega verið að framfylgja lögum, eins og þau hafa verið túlkuð af hæstarétti. Loksins er einhver byrjaður að standa vörð um heimilin.

Áfram Ísland !


mbl.is Hætt við nauðungaruppboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bæði stjórnendur Seðlabanka og Fjármálaeftirlits + auðvitað allir aðrir opinberir starfsmenn sem hafa reynt að slá skjaldborg utan um lögbrjótana þurfa nú að víkja. Það er augljóst að þetta fólk er ekki að vinna samkvæmt lögum - nema Sýsli auðvitað, sem með þessu sýnir að hann tekur ekki þátt í lögleysu.

Grefill (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 05:58

2 Smámynd: Dingli

Hæfasti ráðherrann er líka í Dómsmálaráðuneytinu.

Dingli, 10.7.2010 kl. 08:29

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Hæfasti ráðherrann er, eins og flest fólk á íslandi sem hefur það gott í ,kirkjugarðinum

Óskar Guðmundsson, 10.7.2010 kl. 09:51

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Góður Óskar. Þó held ég að hæfasti ráðherrann sé ekki fæddur enn.

Brjánn Guðjónsson, 10.7.2010 kl. 10:45

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jú ég er löngu fæddur, bara ekki orðinn ráðherra ennþá.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.7.2010 kl. 18:59

6 Smámynd: Dingli

Er að setja saman ráðherralista nýrrar ríkisstjórnar. Á eftir að finna nafn á framboðið sem grefur gamla Ísland í næstu kosningum.

Hef Rögnu Árnadóttur og Marinó Njálsson. Til að sýna ekki yfirgang, stinga aðrir upp á þeim næstu.

Dingli, 12.7.2010 kl. 03:59

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Dingli: Fyrst þú átt eftir að finna nafn á "framboðið sem grefur gamla Ísland í næstu kosningum" þá langar mig að koma með tillögu:

Samtök Fullveldissinna    Samtök Fullveldissinna

Við erum skráð stjórnmálasamtök með kennitölu, bankareikning, heimasíðu og tölvupóst. Erum með tilbúið myndrænt auðkenni (merki samtakanna), höfum fullútfærða stefnuskrá, samþykktir, starfsreglur og löglega skipaða stjórn. Það er óþarfi að stofna nýtt stjórnmálaafl, aðrir valkostir eru nú þegar til staðar.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.7.2010 kl. 19:46

8 Smámynd: Dingli

Aha! Bankareikning, það líst mér vel á. Skoða þetta.

Dingli, 12.7.2010 kl. 21:10

9 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Og ef fólki lýst ekki á okkur í Samtökum Fullveldissinna þá er ég með yfirlit yfir heimasíður þeirra stjórnmálasamtaka sem ég veit um á bloggsíðu minni.

Guðmund sem fjármálaráðherra!

Axel Þór Kolbeinsson, 14.7.2010 kl. 14:50

10 identicon

Ég held ég geti ekki verið flokksbundinn. Ég sveiflast á milli eftir málefnum, skipti um skoðun ef mér sýnist svo og myndi aldrei endast til að fara eftir flokkslínum sem ég væri ósáttur við.

Grefill (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband