Hvað þarf að skoða?

"Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra skoðar hvort höfða eigi refsimál gegn stjórnendum fjármálafyrirtækja fyrir að bjóða upp á ólögleg myntkörfulán."

Hæstiréttur er búinn að dæma að lögbrot hafi verið framið. Refsiramminn skv. 17. gr. vaxtalaga eru ótakmarkaðar fjársektir. Auk þess má auðveldlega færa rök fyrir því að af brotunum hafi stafað alvarleg ógn við almannaheill og jafnvel þjóðaröryggi, þó ég kunni ekki (ennþá a.m.k.) að heimfæra það upp á tilteknar lagagreinar þá veit ég samt að þær eru fyrir hendi.

Hvað þarf að skoða eiginlega? Eru þeir hjá Efnó ekki búnir að lesa dómana eða þekkja þeir kannski ekki lögin nógu vel?

Kæra, kyrrsetja og kjöldraga ! Police

Svo tek ég heilshugar undir með Hagsmunasamtökum Heimilanna, sem krefjast þess að fjármálafyrirtækin leggi tryggingar fyrir endurgreiðslu til ofgreiðenda inn á bundna reikninga í Seðlabankanum. Annars er nánast verið að gefa þeim leyfi til að halda áfram rekstri gjaldþrota fyrirtækja og stinga undan verðmætum.


mbl.is Skoðar hvort ákæra eigi vegna myntkörfulána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

Hjartanlega sammála þér Guðmundur.

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 15.7.2010 kl. 22:37

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.7.2010 kl. 00:57

3 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Guðmundur,

Sammála, en ég býst við að það sem sé verið að skoða sé það hvort hugsanlega séu ákvarðanir um að bjóða þessi gengistryggðu lán, sem eru væntanlega lögbrotin, hugsanlega fyrnd sem brot.  En það hlýtur að koma að því að það verði einhverjar aðgerðir framkvæmdar vegna þessara lögbrota - annað kemur bara ekki til greina!  Það er alveg ömurlegt að horfa upp á þetta!

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 16.7.2010 kl. 05:53

4 identicon

þeir eru búinir að vera að skipulega koma undan fjármagni í marga mánuði.

Hversvegna heldurðu eiginlega að þeir séu búnir að vera svona harðir að vörslusvipta bíla ?

Það sem þeir gerðu í bílamálunum var að a) stela bílnum með ólögmætum hætti og/eða hræða fólk til að afhenda þeim bílana sína.

Fara með bílinn í skoðun og setja út á allt mögulegt og ómögulegt og rukka fólk um nokkra hundraðþúsundkalla í viðhald og viðgerðir á bílnum.  Þótt að það hafi nú þegar verið staðfest með dómi að þeir geta ekki rukkað þetta þar sem þeir skoðuðu ekki bílana og gátu ekki sýnt framá að bíllinn hafi ekki þegar verið með slitnum dekkjum eða beyglum þegar hann var keyptur.

Síðan í stað þess að bjóða upp bílana var völdum bílasölum seldum bíllinn á 25-30% virði bílsins og bílasalinn selur bílana á réttu verði.  ( Þarna eru strax komnar himin háar fjárhæðir sem fyrirtækin eru búin að stinga undann. þeas koma peningunum inní bókhald á öðrum fyrirtækjum. )

Síðan tóku félögin og drógu þessi 25-30% sem fengust fyrir bílana frá heildarkröfunni án þess að gera við þá eins og þeir innheimtu fyrir og án þess að taka þá upphæð inn í útreikningana og gerðu fjárkröfu á eiganda bílsins og ábyrgðarmenn til vara.

Með þessum hætti leystu þeir jafnframt til sín ógrinni af veðum með ólögmætum hætti svo að ljóst er að "eignir" þessara fyrirtækja eru engar þegar búið er að skila aftur því sem þeir eru búnir að stela.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 18:06

5 identicon

ath: valdir bílasalar lesist sem eigendur fjármálafyrirtækjanna eða leppir fyrir þá.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 18:21

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þá er bara um að gera að kæra þá fyrir þjófnað líka !

Guðmundur Ásgeirsson, 16.7.2010 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband