Hvað með glæpamennina sjálfa?

Eitt virðist ætla að gleymast í öllu fárinu vegna staðfestingar á ólögmæti gengistryggingar, en það er sú fásinna að nú þegar stjórnendur viðkomandi fjármálafyrirtækja hafa verið fundnir sekir um glæpi sem valdið hafa almenningi í landinu stórtjóni og jafnvel kostað mannslíf, þá skuli þeir enn sitja að störfum sínum. Í steininn með þá, en ekki hvað?

Ýmis hagsmunasamtök og heiðvirðir einstaklingar hafa verið að fletta ofan af og upplýsa um margvíslega misbresti á starfsemi þessara fyrirtækja, og beita þrýstingi á yfirvöld að gera eitthvað í málinu (eins og t.d. að einfaldlega loka þessum glæpahreiðrum með valdi). Viðbrögðin hafa verið bragðdauf hingað til, en einna sorglegust af hálfu Fjármálaeftirlitsins sem virðist hreinlega hafa vísvitandi leyft þessari skipulögðu glæpasterfsemi að viðgangast! 

Og hvað með hagnaðinn sem eigendur þessara fyrirtækja hafa haft af hinni ólöglegu starfsemi? Lögum samkvæmt á að gera upptækan ætlaðan hagnað af glæpum. Getur verið að það tengist því að aðaleigandi stærsta brotaaðilans (SP) er um leið stærsti bankinn (Landsb.). Erum við kannski að fara að horfa upp á bankahrun #2 í boði stjórnvalda sem virðast ennþá starfa fyrst og fremst í þágu fjármálastéttarinnar?

Ég heyrði af ungum manni fyrir norðan sem fór í síðustu viku á lögreglustöð bæjarins og vildi kæra fjármögnunarfyrirtæki fyrir vörslusviptingu án dómskurðar, sem hæstiréttur er búinn að dæma ólögmæta fyrir þónokkru síðan. Lögreglan neitað beinlínis að rannsaka málið, sem er lögbrot í sjálfu sér!

Hverskonar bananalýðveldi er það eiginlega, þar sem glæpamenn halda störfum sínum þegar heiðvirt fólk gengur atvinnulaust, á meðan lögreglan brýtur sjálf lög og heldur hlífiskildi yfir skipulagðri glæpastarfsemi???!!!


mbl.is Lausn á næstu dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er allt á suðupunkti lögreglan mun ekki ráða við fólk ef ekki verður farið að lögum nú þegar!

Sigurður Haraldsson, 22.6.2010 kl. 17:52

2 identicon

Ég heyrði af ungum manni fyrir norðan sem fór í síðustu viku á lögreglustöð bæjarins og vildi kæra fjármögnunarfyrirtæki fyrir vörslusviptingu án dómskurðar, sem hæstiréttur er búinn að dæma ólögmæta fyrir þónokkru síðan. Lögreglan neitað beinlínis að rannsaka málið, sem er lögbrot í sjálfu sér!

Þetta er nokkuð grímulaust, lögreglan virðist til að rannsaka og halda niðri þeim litlu.  Þeir snerta ekki "góða" fólkið.  Alveg eins og 'kóngsmenn' í lénsveldinu.

En lögreglan þarf að átta sig á því að þeir eru litlu karlarnir, eins og við.  Hætta að hlýða öllu eins og hermenn, fara að nota eigin samvisku og dómgreind.

"Við" erum gríðarlegur meirihluti, "þeir" eru fáir, en hafa grafið um sig í valdastöðum.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 21:24

3 identicon

Segi það með þér... það má léttilega færa rök fyrir því að þeir hafi hreinlega myrt menn með hegðun sinni..

Ísland er svona mafíubæli, ekki ólíkt rússlandi.

DoctorE (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 21:45

4 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Já þetta er hreint út sagt með ólíkindum, ég vissi að hér væri spilling og hlutirnir væru nú ekki allir með felldu, en það sem komið hefur uppá yfirborðið er svo langt fyrir ofan hugarflug mitt þótt frjótt sé.

Steinar Immanúel Sörensson, 22.6.2010 kl. 22:02

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Held að þú getir nú verið rólegur með að gera hagnað upptækan. Og eins með eigendur. Hagnaðurinn er náttúrulega farinn veg allrar veraldar sem og eigendur eru ekki lengur þeir sem áttu bankana eða fjármögnunarfyrirtæki. T.d. eigum við Lýsingu eða Landsbankan sem á Lýsingu.

Svo verður þessari hefnigirni að linna. Bendi á að enginn gerð athugasemdir við Gengistryggð lán frá 2003 til 2007 þegar allir voru að gærða á þeim. Og fullt af lögfræðingum fóru yfir þetta en gerðu ekki athugasemdir við þetta. Fólk græddi milljónir á þessum lánum á þessum tíma. Ég varð vitni að því að kunningi minn eignaðist nærri íbúð á 5 árum með því að vera með gengistryggt lán sem hann var duglegur að greiða niður. En 2007 þegar hann skuldaði innan við 30% í íbúðinni þá tók hann lán á hana aftur og lagði í peningamarkaðssjóði til að hagnast enn frekar þar sem vextir á láninu voru svo lágir. Tapaði 25% af þeim þar í hruninu og láni er nú um 40% hærra en virði íbúðarinnar hans.

Það var orðinn hópur sjálfstæðra ráðgjafa sem tók að sér að afla tilboða frá bönkum í endurfjármögnun og yfirleitt var þá tekinn slatti af milljónum í viðbót í neyslu og til að ávaxta. Svona dvergvaxin útgáfa af hegðun útrásavíkinga. Þ.e. að taka umframlán bara af því að það var hægt.

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.6.2010 kl. 03:09

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Magnús Helgi: Landsbankinn á SP Fjármögnun, ekki Lýsingu. Þeir sem áttu Landsbankann fyrir hrun hafa væntanlega hagnast talsvert af þessari ólöglegu starfsemi dótturfyrirtækisins. Eitthvað af eignum þeirra hlýtur að vera hægt að klófesta, einn þeirra á t.d. gagnaver sem er verið að byggja suður með sjó, svo dæmi sé tekið. Hann segist líka ætla að greiða allar sínar skuldir, og mætti þessvegna byrja strax að skila einhverju af þessu í hendurnar á þolendunum ef hann meinar eitthvað með því, en ég á þó harla von á að sjá það gerast.

Ég gerði ekki myntkörfusamning 2003-2007 og græddi á honum, heldur á miðju ári 2007 og hef stórtapað. Ég hefði alveg verið til í að fá svona díl eins og þann sem þú ert að lýsa, en það var bara enginn að bjóða mér slíkt á þeim tíma. Ég var líklega ekki boðinn í réttu kókaínpartíin eða hvar svo sem þessir "ráðgjafar" voru niður komnir... Þegar ég skrifaði undir vissi ég ekki að gengistrygging væri ólögleg og hefði aldrei gert það vitandi vits, en um leið og mér var bent á ákvæði vaxtalaga blasti ólögmætið við mér. Ég fór þá strax til fjármögnunarfyrirtækisins og benti þeim á þennan misbrest og óskaði eftir því að samið yrði upp á nýtt við mig á löglegan hátt. Þessu hafnaði lögfræðingur fyrirtækisins og hélt því fram að þetta mætti sko víst vegna þess að ég hefði skrifað undir það. Það væri semsagt í lagi að brjóta lög ef maður platar fyrst einhvern annan til að skrifa undir samning um lögbrotið. Síðan þetta var er liðið heilt ár, og finnst þér skrítið að maður sé bitur?

Svo er það ekkert nýtt að menn reyni að braska til að græða á vaxtamun eins og kunningi þinn gerði. Það hefur jafnvel verið stundaðí innbyrðis í krónuhagkerfinu, t.d. þegar námslán hafa boðist á lægri vöxtum en tilteknir flokkar ríkisskuldabréfa. Ég veit um námsmenn sem græddu á því, en þar var hinsvegar ekkert ólöglegt sem lá að baki heldur einfaldlega bara niðurgreiðsla frá ríkinu. Um myntkörfulánin gegnir öðru máli, þau voru glæpsamleg.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.6.2010 kl. 05:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband