SP Fjármögnun hefur ekkert starfsleyfi að missa!

"Ella eiga þær á hættu að missa starfsleyfi sín." Er haft eftir Gunnari Andersen forstjóra FME, og er hann þar að vísa til þeirra áhrifa sem leiðrétting gengistryggðra lána kann að hafa á eiginfjárhlutfall fjármálastofnana.

Það er eins og Gunnar viti ekki af því, sem kemur fram í gögnum frá hans eigin stofnun, að sum þessara fyrirtækja höfðu ekki einu sinni starfsleyfi fyrir þeirri starfsemi sem þar var stunduð. Samt hefur fjármálaeftirlitinu marg oft verið bent á þessa lögleysu og nú síðast viðskiptaráðherra sem er næsti yfirmaður Gunnars

Sjá: Nótulaus viðskipti án starfsleyfis

Það væri nær að svara því afhverju er ekki nú þegar búið að láta loka þeim fyrirtækjum sem brotið hafa lög um fjármálafyrirtæki með því að stunda starfsemi sem þau höfðu ekki leyfi fyrir. Hvað er eiginlega í gangi hjá Gunnari og Gylfa?


mbl.is Íslenska fjármálakerfið í sviðsljósið á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

Flottur Guðmundur, góður pistill hjá þér :)

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 14.7.2010 kl. 16:27

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Svo virðist sem embættismannakerfið treysti á fávísi og kæruleysi almennings um staðreyndir.
Í því skjóli er skákað með rakalausar yfirlýsingar og rökstuddar ábendingar almennings aftur á móti þagaðar í hel.

Kristinn Snævar Jónsson, 14.7.2010 kl. 17:09

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þess má geta að ég var meðal umsækjenda um núverandi starf forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Hefði ég fengið starfið væri ég búinn að loka þessum glæpahreiðrum fyrir löngu síðan og kyrrsetja eignir þeirra sem bera ábyrgð á rekstrinum, til að vernda hagsmuni neytenda og annara kröfuhafa. En það var auðvitað eintóm bjartsýni að halda að slík sjónarmið eigi upp á pallborðið hjá stjórnvöldum þessa lands.

Tilraunum mínum til að standa vörð um almannahagsmuni er reyndar ekki lokið: Níu vilja verða umboðsmaður skuldara Sjáum hvað setur...

Guðmundur Ásgeirsson, 14.7.2010 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband