Mótmæli boðuð á Austurvelli 4. okt. kl.19:30

Boðað hefur verið til sk. "tunnumótmæla" á Austurvelli í kvöld 4. október kl. 19:30 þegar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mun halda stefnuræðu sína. Mótmælafundurinn hefur verið boðaður víða, á netinu, með fréttatilkynningum til fjölmiðla og jafnvel tilkynningaskiltum við umferðargötur. Hvatt er til þess að fólk komi með áhöld sem heyrist vel í. Á sama tíma ætlar hópur fólks að koma saman og mótmæla á Silfurtorgi á Ísafirði skv. frétt Bæjarins Besta.

Á Eyjunni var þetta haft eftir Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra í morgun:

"Látum heimili fólks í friði"

Almenningur hlýtur að krefjast þess að þetta gildi á báða vegu!

Af þessu tilefni vek ég athygli á merkilegri hugmynd sem Jón Þór Ólafsson stjórnmálafræðingur leggur fram í grein sinni: Þjóðaratkvæði um þingrof

Úr stjórnarskrá lýðveldisins Íslands:

15. gr. Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.

20. gr. Forseti lýðveldisins veitir þau embætti, er lög mæla.

  • Engan má skipa embættismann, nema hann hafi íslenskan ríkisborgararétt. Embættismaður hver skal vinna eið eða drengskaparheit að stjórnarskránni.
  • Forseti getur vikið þeim frá embætti, er hann hefur veitt það.

24. gr. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið, enda komi Alþingi saman eigi síðar en tíu vikum eftir, að það var rofið. Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.


mbl.is „Tunnumótmæli“ við stefnuræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband