Hagfræðiprófessor segir Bandaríkin vera gjaldþrota

Laurence Kotlikoff, prófessor í hagfræði við háskólann í Boston segir að það sé kominn tími til að tala um hlutina í alvöru. Gagnstætt við það sem flestir halda skulda Bandaríkin ekki $3.5 trilljónir eða 60% af landsframleiðslu, heldur fjórtánfalda þá upphæð eða $200 trilljónir – 840% af núverandi landsframleiðslu (GDP). "Horfumst í augu við það", segir hann, "Bandaríkin eru gjaldþrota".

Kotlikoff bendir jafnframt á að sjálfur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi hljóðlega staðfest að Bandaríkin glímdu við gríðarlegan efnahagsvanda, mun verri en áður hefur verið viðurkennt. "Fjárlágahalli Bandaríkjanna er risavaxinn" sagði AGS í skýrslu sinni í júni, "Til að loka fjárlagagatinu þarf viðsnúning sem nemur 14% af landsframleiðslu". Sú upphæð jafngildir öllum skattekjum ríkisins, sem þýðir að til að koma böndum á ríkisbúskapinn þyrfti að hækka skatta um 100%, varanlega!

The Globe and Mail sagði frá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Athyglisvert.

Jón Gunnar Bjarkan, 4.11.2010 kl. 12:50

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já, í samanburði við bandaríska ríkisbókhaldið er jafnvel það gríska trúverðugt.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.11.2010 kl. 13:50

3 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Það verður spennandi að sjá hvað gerist á næsta ári. Írar, Spánverjar og Portúgalir eiga von á einhverjum stórum gjalddögum á þeirra lánum. Það gæti haft spill-over áhrif til Vesturs ef fjárfestar missa aftur trúna á heimshagkerfið og ég er ekki að sjá að Bandaríkin hafi efni á enn einum björgunarpakkanum, þá verður heimurinn að horfa framan í það óumflýjanlega, Vesturlönd eru öll skuldum vafinn.

Maður er eiginlega farinn að sjá fyrir sér skuldaniðurfellingar. Mér þætti það mjög undarlegt ef NATO ætlar að fara gerast skuldarþrælar Asíu. Gæti orðið til að það pústri á milli þjóða. 

Jón Gunnar Bjarkan, 4.11.2010 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband