Nýr eigandi Liverpool FC hagnaðist á fangaflugi CIA

Kaupsýslumaðurinn Philip Morris er einn af eigendum New England Sports Ventures sem nýlega festi kaup á breska knattspyrnuliðinu Liverpool FC. Samkvæmt frétt Daily Mail á hann líka einkaþotu af gerðinni Gulfstream IV sem bar upphaflega einkennisstafina N85VM en var síðar skráð sem N227SV. Á árunum 2002-2005 var þotan leigð til bandarísku leyniþjónustunnar CIA og notuð til ólöglegra fangaflutninga með meinta hryðjuverkamenn, en leigutekjurnar eru taldar hafa jafngilt hundruðum milljóna króna.

Þessi tiltekna flugvél er merkileg fyrir þær sakir að hún var notuð til að flytja íslamska klerkinn Abu Omar frá Mílanó á Ítalíu, þaðan sem honum var rænt, til Egyptalands þar sem hann var fangelsaður og pyntaður við yfirheyrslur. Fyrir þann glæp voru 22 CIA-útsendarar, einn ofursti í bandaríska hernum og tveir ítalskir leyniþjónustumenn dæmdir í fangelsi á Ítalíu haustið 2009.

Þess má geta að umrædd flugvél hefur margoft farið um íslenska flugumsjónarsvæðið, meðal annars til að millilenda á Keflavíkurflugvelli.

mbl.is NESV orðið eigandi Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband