Fjölmiðlar missa boltann
23.4.2011 | 01:12
Þann 11. apríl síðastliðinn, að nýafstaðinni þjóðaratkvæðagreiðslu var enn einu sinni sett í gang undirskriftasöfnun. Í þetta sinn sameinuðust margir af fjölmiðlum landsins sem áður höfðu verið andstæðingar, gegn sameiginlegum óvini sem ógnaði hagsmunum þeirra sjálfra: nýjum fjölmiðlalögum.
Þess má geta að í stuðningshóp andspyrnuhreyfingar fjölmiðla vantaði þrjá af stærri fjölmiðlum landsins: Ríkisútvarpið tók ekki afstöðu til laganna af augljósum ástæðum og lítið bar á þessu í fréttaumfjöllun stofnunarinnar. Morgunblaðið lét framtakið formlega afskiptalaust, en flutti hinsvegar af því fréttir og var enginn eftirbátur annarra í þeim efnum, og svipað má segja um DV.
Þegar tilkynnt var um undirskriftasöfnunina og að henni stæði hagsmunahópur með svo mikið aðgengi að skynfærum almennings að fyrir því eru líklega engin fordæmi í Íslandssögunni, hefði auðveldlega mátti sjá fyrir sér áróðursstríð sem hefði gert slaginn um IceSave að ljúfum forleik í samanburði. Það kom hinsvegar á óvart hversu lítið fór fyrir þessu máli, jafnvel í umfjöllun þeirra fjölmiðla sem mynduðu NEI-hreyfinguna að þessu sinni. Í rauninni má segja að þeir hafi misst boltann eins og í orðatiltækinu, tökum dæmi af vefmiðlum 365 og Vefpressunnar á því tímabili sem beiting 26. greinar stjórnarskrárinnar hefði getað komið til álita:
- 15.4 Fjölmiðlafrumvarpið samþykkt
- 16.4 Samræmd lög um alla fjölmiðla
- 19.4 Efnistökum fjölmiðla sett skilyrði með lögum
- 20.4. Undirskriftir gegn fjölmiðlalögunum valda titringi
- 22.4. Forsetinn sagður ekki eiga annan kost en að senda fjölmiðlalög í þjóðaratkvæði
Athyglisvert er að jafnvel í morgun voru sumir fjölmiðlar að fjalla um lögin eins og það væri enn opin spurning hvort þau tækju gildi, rétt eins og undirritun þeirra hefði farið algjörlega framhjá þeim. Eiríkur Bergmann stjórnlagaráðsfulltrúi bloggaði í morgun röksemdafærslu fyrir því að forseti ætti að synja lögunum, en þá voru liðnir tveir dagar frá undirritun þeirra. Pínlegt fyrir stjórnmálafræðidósentinn.
Pínlegra er samt kannski að sá sem flutti fjölmiðlunum sjálfum fréttina (óbeint) skyldi hafa verið nauðaómerkilegur kverúlant á moggablogginu (eða þannig). Atburðarásin:
- 15.4. Lög um fjölmiðla samþykkt á Alþingi
- 20.4. Lögin undirrituð og birt í stjórnartíðindum
- 21.4. Bloggari skýrir frá gildistöku laganna
- 22.4. sólarupprás: Fréttamenn reka upp stór augu við blogglestur
- 22.4. morgun: Fréttin birtist fyrst á visir.is og mbl.is
- 22.4. hádegi: Aðrir vefmiðlar taka fréttina upp
![]() |
Fjölmiðlalögin staðfest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
IceSave-hausverkur Sjálfstæðisflokksins
22.4.2011 | 20:19
![]() |
Ákvörðun Moody's ekki óvænt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Of seint, lögin tóku gildi í gær
21.4.2011 | 21:58
Tæplega 4.000 manns hafa skráð sig í undirskriftasöfnun gegn nýjum lögum um fjölmiðla, sem hófst að því er ég best veit þann 11. apríl með stuðningi nánast allra fjölmiðla landsins nema mbl.is og RÚV. Það er hinsvegar því miður orðið of seint að hafa áhrif á þessa lagasetningu því lögin voru samþykkt á Alþingi þann 15. apríl síðastliðinn og birt í stjórnartíðindum í gær 20. apríl eftir undirritun forseta.
Athyglisvert er að bera þessa undirskriftasöfnun saman við þá sem nýlega fór fram í tengslum við ríkisábyrgð vegna IceSave. Hún hófst að kvöldi föstudagsins 11. febrúar og strax á fyrsta sólarhringnum söfnuðust 4.000 undirskriftir, jafn margar og nú hafa safnast gegn fjölmiðlalögunum. Á mánudagsmorgni þegar kynning í fjölmiðlum hófst formlega höfðu þegar safnast yfir 10.000 undirskriftir. Á miðvikudegi þegar "flóttinn mikli" stóð sem hæst á Alþingi voru lögin samþykkt með flýtiafgreiðslu og send forseta til undirritunar innan klukkutíma sem er Íslandsmet. Daginn eftir voru forsetanum afhentar 37 undirskriftir sem þá höfðu safnast og þegar hann tilkynnti ákvörðun sína þann 20. febrúar höfðu safnast um 42.000 undirskriftir. Þann 9. apríl var gengið til þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem viðkomandi lög voru felld með öruggum meirihluta.
Að sjálfsögðu eru þessi tvö mál ekki hliðstæð. En samt verður að teljast merkilegt hvað þessi nýjasta undirskriftsaöfnun hefur vakið litla athygli, miðað við að stuðningsaðilar hennar eru allir helstu fjölmiðlar landsins fyrir utan mbl.is og RÚV. Fjölmiðlamenn hafa kannski verið óviljugir til að blanda sér í þennan slag af fullri hörku, sumir jafnvel brenndir eftir styrjöldina sem stóð um IceSave. Þjóðin er líka eflaust búin að fá nóg af svona herferðum í bili og tímasetningin því óheppileg.
![]() |
3.700 undirskriftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Seðlabanki Bandaríkjanna uppgötvar greiðslumat
20.4.2011 | 23:39
Stjórn Seðlabanka Bandaríkjanna (Federal Reserve) sendi í gær frá sér fréttatilkynningu þar sem stungið er upp á að byltingarkennd nýjung verði innleidd á bandarískan húsnæðismarkað: GREIÐSLUMAT.
Hugmyndin gengur út á að meta greiðslugetu lántakenda áður en þeim eru veitt húsnæðislán og á hún sér lagagrundvöll í svokölluðum "Truth in Lending Act (TILA)" sem mætti íslenska sem Lög um sannleika í lánastarfsemi. Nái tillagan fram að ganga má leiða líkur að því að svokölluðum "lygaralánum" (liar loans) muni fara fækkandi, en þau eru talin geta haft skaðleg áhrif á efnahagslífið.
![]() |
Hækkanir á Wall Street |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Verið hrædd. Eða MJÖG hrædd!
20.4.2011 | 23:08
Bandaríska þjóðaröryggisráðuneytið (DHS) hefur sent frá sér fréttatilkynningu. Í stað fimm stiga litakvarða sem frá árinu 2001 hefur táknað viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka, verður framvegis notast við mun einfaldari kvarða. Á hinum nýja kvarða eru aðeins tvö viðbúnaðarstig: "aukin hætta" og "yfirvofandi hætta". Framvegis mun semsagt alltaf verða annaðhvort hætta á hryðjuverkum eða þau beinlínis yfirvofandi.
Næst verður þetta líklega einfaldað enn frekar og bæði viðbúnaðarstigin sameinuð í eitt: "HEIMSENDIR Í NÁND".
Ráðuneyti öryggismála fósturjarðarinnar hefur einnig tekið upp slagorðið Ef þú sérð eitthvað, segðu eitthvað. Janet Napolitano ráðherra segir að ...besta fyrirkomulag öryggismála er það sem notast við bandarískan almenning sem lykilþátttakanda,.
Næst verður slagorðið líklega einfaldað enn frekar: "NJÓSNIÐ UM MEÐBORGARA!"
Til samræmingar mun loks þurfa að breyta nafni ráðuneytisins í State Terrorism And Security Institute, skammstafað STASI eins og fyrirmyndin.
![]() |
Taka upp nýtt viðbúnaðarkerfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hver á að verja Ísland?
18.4.2011 | 17:30
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Neikvæðar lánshæfishorfur USA
18.4.2011 | 16:37
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvað þýða þessi viðskipti?
17.4.2011 | 22:52
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Reikna með 56% endurheimtum
17.4.2011 | 22:29
IceSave | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Undir fölsku flaggi
17.4.2011 | 12:27
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
IceSave útskýrt fyrir útlendingum
14.4.2011 | 22:03
IceSave | Breytt 15.4.2011 kl. 02:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
32:30
14.4.2011 | 00:17
29:0
13.4.2011 | 17:57
28:0
13.4.2011 | 17:49
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Engin breyting bara flöggun
13.4.2011 | 16:29