Of seint, lögin tóku gildi í gær

Tæplega 4.000 manns hafa skráð sig í undirskriftasöfnun gegn nýjum lögum um fjölmiðla, sem hófst að því er ég best veit þann 11. apríl með stuðningi nánast allra fjölmiðla landsins nema mbl.is og RÚV. Það er hinsvegar því miður orðið of seint að hafa áhrif á þessa lagasetningu því lögin voru samþykkt á Alþingi þann 15. apríl síðastliðinn og birt í stjórnartíðindum í gær 20. apríl eftir undirritun forseta.

Athyglisvert er að bera þessa undirskriftasöfnun saman við þá sem nýlega fór fram í tengslum við ríkisábyrgð vegna IceSave. Hún hófst að kvöldi föstudagsins 11. febrúar og strax á fyrsta sólarhringnum söfnuðust 4.000 undirskriftir, jafn margar og nú hafa safnast gegn fjölmiðlalögunum. Á mánudagsmorgni þegar kynning í fjölmiðlum hófst formlega höfðu þegar safnast yfir 10.000 undirskriftir. Á miðvikudegi þegar "flóttinn mikli" stóð sem hæst á Alþingi voru lögin samþykkt með flýtiafgreiðslu og send forseta til undirritunar innan klukkutíma sem er Íslandsmet. Daginn eftir voru forsetanum afhentar 37 undirskriftir sem þá höfðu safnast og þegar hann tilkynnti ákvörðun sína þann 20. febrúar höfðu safnast um 42.000 undirskriftir. Þann 9. apríl var gengið til þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem viðkomandi lög voru felld með öruggum meirihluta.

Að sjálfsögðu eru þessi tvö mál ekki hliðstæð. En samt verður að teljast merkilegt hvað þessi nýjasta undirskriftsaöfnun hefur vakið litla athygli, miðað við að stuðningsaðilar hennar eru allir helstu fjölmiðlar landsins fyrir utan mbl.is og RÚV. Fjölmiðlamenn hafa kannski verið óviljugir til að blanda sér í þennan slag af fullri hörku, sumir jafnvel brenndir eftir styrjöldina sem stóð um IceSave. Þjóðin er líka eflaust búin að fá nóg af svona herferðum í bili og tímasetningin því óheppileg.


mbl.is 3.700 undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

rúv og mbl eru ekki inn í þessu þau tilheyra örðum lögum

Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 21.4.2011 kl. 22:46

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guðmundur. Þessi lög eru ólögleg því þau stangast á við samkeppni og jafnréttislög! Lög sem stangast á við núgildandi lög eru ólögleg og ógild! hvað er fólk hrætt við? Mér finnst þetta svo augljóst að ég skil ekki hvað fólk óttast? Er ég kannski svo vitlaus að ég skil ekki eða misskil raunveruleikann?

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.4.2011 kl. 00:29

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Æ æ leiðinlegt fyrir ykkur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.4.2011 kl. 11:42

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvaða "ykkur" Ómar Bjarki? Hverjir eru það nákvæmlega? Fjölmiðlarnir sem stóðu að undirskriftasöfnuninni kannski?

Guðmundur Ásgeirsson, 22.4.2011 kl. 14:56

5 Smámynd: Hörður Halldórsson

þessi lög eru afturkæf og hægt að laga þau seinna, ef vilji er fyrir hendi.

Hörður Halldórsson, 22.4.2011 kl. 17:24

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hörður: Vissulega getur meirihluti Alþingis breytt þessum lögum eins og öðrum lögum. Að því leyti eru þau ólík t.d. IceSave þar sem um var að ræða ákvörðun sem hefði falið í sér óafturkræf úgjöld.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.4.2011 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband