Óframkvæmanlegir kjarasamningar

Nýgerðir kjarasamningar eru skilyrtir með svo arfavitlausum rökvillum að það er nánast útilokað að nokkur muni geta framfylgt þeim. Verði þeir staðfestir er óhætt að telja dagana þar til um þá myndast ágreiningur og þeim verður sagt upp. Ruglið er slíkt að mann sundlar beinlínis, hvað ætli hafi verið í kaffinu hjá sáttasemjara?

Sjá ítarlega umfjöllun hér: SAASÍ semja af sér ermarnar - bofs.blog.is


mbl.is Samningar setja þrýsting á Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er veffangið hjá þeim?

Fyrirtækið SITE sem fylgist með vefjum öfgamanna, segir að al-Qaeda hafi birt yfirlýsingu á íslömsku spjallsvæði í dag, sem staðfesti að Osama bin Laden leiðtogi þeirra væri látinn.

Það kemur svosem ekki á óvart að Bandaríkjamenn skuli vita um vefsíðunna fyrst þeir höfðu símanúmerið hjá kallinum í mörg ár. En þetta vekur hinsvegar forvitni mína. Hvað ætli sé veffangið? al-qaeda.net eða jihad.org? Og fyrst það er þekkt, hvers vegna er þá ekki settur á hana hlerunarbúnaður til að rekja samskiptin og handtaka fleiri liðsmenn? Líklega mun ég seint fá einhver marktæk svör við þessu.

En hérna er hinsvegar ágæt útskýring á því hvað það er sem getur gefið mönnum, samtökum og jafnvel þjóðríkjum forskeytið "hryðjuverka-" á engilsaxneskri tungu:

Osama var meira að segja með eintómar evrur á sér þegar hann náðist, skrattakollurinn.


mbl.is Staðfestir lát bin Ladens
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SAASÍ semja af sér ermarnar

Nýr kjarasamningur SA og ASÍ (SAASÍ) virðist innihalda margvíslegar forsendur sem eru hver annari fjarstæðukenndari og enginn samningsaðila hvorki getur staðið við, né virðist treysta því að muni halda. Umfang fáránleikans er slíkt að mér dettur engin skýring í hug nema "aðilar vinnumarkaðarins" vilji hreinlega tryggja ófrið og upplausn. Helstu skrýtlurnar eru þessar:

1. Kaupmáttur launa hafi aukist... [að X tíma liðnum] samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands.

Þetta hljómar kannski ágætlega, ef ekki væri fyrir þá staðreynd að launavísitala mælir bara alls ekkert kaupmátt heldur einungis krónutölu launa. Kaupmáttur er hinsvegar reiknaður miðað við verðbólgu, sem Seðlabankinn hefur lofað að sjá til þess að verði að jafnaði 2,5% og hefur reyndar oftast bætt tilfinnalega um betur! Launavísitalan getur þannig hækkað umtalsvert án þess að það hafi í för með sér nokkra kaupmáttaraukningu. Var hagfræðingur ASÍ kannski sofnaður fram á samningaborðið þegar loksins var skrifað undir eða hvað?

2. Verðlag haldist stöðugt á samningstímanum og að verðbólga verði innan við 2,5% í desember 2012 m.v. sl. 12 mánuði.

Með öðrum orðum má verðlag hvorki hækka né lækka á samningstímanum, en hver vill ekki að verð lækki? Atvinnurekendur þurfa líka að versla og fyrirtæki þeirra að kaupa hráefni, ef verðlag lækkar þá hagnast allir en þess í stað á að halda okkur fátækum. Auk þess, ef Seðlabankanum tækist að ná verðbólgumarkmiðinu og halda því í eitt og hálft ár yrði það í fyrsta skipti, frá upphafi! Hverskonar bull er þetta eiginlega?

Jafnvel 2,5% markmiðið tryggir samt sem áður að öll verðtryggð lán hækka sem því nemur. Halló hvað eru menn að pæla? Afhverju gerir ASÍ ekki ófrávíkjanlega kröfu um hámark 0% verðbólgu til að stemma stigu við frekari hækkun húsnæðislána? Ef þarna væri fólk með bein í nefinu í staðinn fyrir allsstaðar annarsstaðar í höfðinu, þá væri gerð krafa um verðhjöðnun (neikvæða verðbólgu) til þess að lækka húsnæðislánin, sem er í raun það eina sem getur bjargað ástandinu fyrir heimili landsins.

3. Að gengi krónunnar styrkist marktækt frá gildistöku samningsins til loka árs 2011 og að gengisvísitala íslensku krónunnar verði innan við gildið 190 í desember 2012...

Krónan á sem sagt að hækka á einu og hálfu ári um meira en 11% og ná aftur fyrirhrunsgengi, á sama tíma og stór hluti vinnandi fólks getur ekki einu sinni séð fyrir hvort þau muni ennþá eiga heimili að þeim tíma liðnum. Ég sé fyrir mér Vilhjálm og Gylfa að setja upp vökvatjakka í Seðlabankanum...

4. Að stjórnvöld hafi staðið við gefin fyrirheit í efnahags-, atvinnu-, og félagsmálum, sbr. yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamning þennan.

Að stjórnvöld standi við... Til dæmis þann eið sem þau hafa svarið að stjórnarskránni? Skjaldborg um heimilin? Að fangelsa efnahagslega hryðjuverkamenn og gera ránsfenginn upptækan til að borga fyrir hrunið? 26 milljarða greiðslu handa Bretum og Hollendingum sem ekki var til innstæða fyrir? Aðlögunarviðræður sem eru það samt ekki? Já einmitt, vegna þess að stjórnmálamenn svíkja aldrei gefin loforð!

Eruðekkjaðfokkingkiddamig?!!!

Á mannamáli heitir þetta að semja af sér með loforðum sem er tæknilega útilokað að standa við. Til dæmis eru fyrstu þrjú atriðin einfaldlega ósamrýmanleg með þeim úrræðum sem í boði eru, það er ekki bæði hægt að borða kökuna og eiga hana. Mótsagnirnar eru slíkar að næst má allt eins búast við að jafnvel sólmiðjukenningin verði tekin til endurskoðunar. En það á hinsvegar að borga hverjum og einum launþega 75.000 kr. mútur í formi eingreiðslna fyrir að véfengja ekki þessar þversagnir svo Villi og Gylfi komist aftur í launað frí. Maður hlýtur að spyrja sig hvað var eiginlega sett út í kaffið hjá ríkissáttasemjara ef þeir héldu að þessi móðgun við heilbrigða skynsemi myndi nokkurntíma fljúga? Hvað þá í þrjú ár...

P.S. Ég flokka þessa færslu meðal annars sem "spaugilegt", bæði vegna þess að þetta er það, og líka vegna þess að ég fann hvorki efnisflokkinn "sorglegt" né "bavíanar".


mbl.is Miklir fyrirvarar í samningnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AGS: Ísland þarf meiri skuldsetningu

Talskona Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir Ísland þurfa að komast sem fyrst inn á alþjóðlega fjármagnsmarkaði. Á mannamáli þýðir þetta meiri erlenda skuldsetningu, eða hver væri annars tilgangurinn með því að leita á náðir alþjóðlegra fjármálamarkaða? Óhófleg erlend skuldsetning er næstum því búin að ganga af okkur dauðum einu sinni. Nú vill AGS að við drekkum meira af eitrinu, en þó aðeins passlega nóg til að við hrökkvum ekki endanlega upp af, enda yrði sjóðurinn þá verkefnalaus hér á landi.

Í frétt Bloomberg er því einnig haldið fram að síðar á þessu ári séu samtals tæpir 120 milljarðar króna á gjalddaga í erlendri mynt hjá ríkissjóði. Þær upplýsingar eru sagðar fengnar af vefsíðu Seðlabankans, en upphæðin nemur næstum öllum vöruskiptaafgangi síðasta árs. Það er skiljanlegt að erlendur fjölmiðill láti þar við sitja, en fréttahaukar Morgunblaðsins bregðast hinsvegar algjörlega væntingum ef þeir kanna ekki:

  • Hver tók þessi lán, hvenær og til hvers?
  • Hvernig hafði hann hugsað sér að borga þetta?
  • Ef það er með almannafé, hvenær var almenningur spurður leyfis? 
  • Ef það er með AGS láninu hver á þá að borga það?
  • Ef það er almenningur, hvenær stendur þá til að spyrja leyfis?
  • Hvað fær almenningur í staðinn?
  • Var gert ráð fyrir þessu þegar Bretum og Hollendingum voru lofaðir 26 milljarðar í viðbót á þessu ári?
  • Eftir að því var hafnað hefur Steingrímur viðurkennt að þeir peningar voru ekki til. Það sama gildir væntanlega um þessa 4-5x stærri fjárhæð, eða hvað?
  • Hvers vegna gengur þetta fólk ennþá laust?

Ég bíð spenntur eftir prentútgáfunni inn um lúguna og vænti þess að allir fjölmiðlar sem vilja láta taka sig alvarlega verði með opnugrein um þetta í helgarútgáfunni. Það hlýtur að vera stórfrétt að senda eigi úr landi allt sem Íslendingar framleiddu umfram neyslu í heilt ár. Varla er það síður fréttnæmt sem á að koma til landsins í staðinn, hvað svo sem það er hlýtur að vera umtalsvert... er það ekki annars?

Bloomberg: Iceland Should Issue Foreign Currency Bonds “Soon,” IMF Says

“The sooner Iceland re-engages with international capital markets, the quicker it’s to normalize relations,” Julie Kozack, the IMF’s Iceland mission chief, said at briefing today in Reykjavik. “As conditions permit; the sooner the better.” 

 

mbl.is Ísland þarf að komast á alþjóðlegan fjármagnsmarkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harpa opnuð með "þjóðsöng" ESB?

Í kvöld hélt Symfóníuhljómsveit Íslands sína fyrstu tónleika í nýja tónlistarhúsinu Hörpu. En hvers vegna er fyrsta verkið sem hljómsveitin flytur, "þjóðsöngur" Evrópusambandsins? Hvers vegna flutti hljómsveitin ekki frekar þjóðsöng Íslands við þetta prýðilega tilefni?

Nýlega var þessi mynd tekin við tónlistarhúsið, hvað er í gangi hér?:

 

Varðskipið Týr merktur ESB


mbl.is Hrifning á opnunartónleikunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Teiknimynd um dauða Bin Ladens

Það hefur í færst í vöxt að undanförnu að stórfréttir séu færðar í búning stuttra teiknimynda. Oft stílfærðar bæði til gamans í í ádeiluskyni. Hér er sú nýjasta sem sýnir árásina á heimili hryðjuverkaleiðtogans Osama bin Laden: Ég á líklega eftir að...

Osama bin Laden dauður! En hvenær?

Fyrst var sagt að þetta hefði gerst í síðustu viku og svo sagði sjálfur forseti hins frjálsborna heimshluta að hann hefði fyrirskipað þetta persónulega í dag. Það fer reyndar fleiri en þessum tvennum sögum af því en Barry var samt flottur í sjónvarpinu:...

Osama dauður! - Obama fæddur!

Barack Hussein Obama forseti Bandaríkjanna ávarpaði þjóð sína rétt í þessu og tilkynnti að Bandaríkjaher hafi ráðið hryðjuverkaleiðtogann Osama bin Laden af dögum. Hann lét lífið í loftárás innan landamæra Pakistan í dag, og hafa bandarísk stjórnvöld...

Landsbankinn hf. hagnast á við þann gamla

Nýji Landsbankinn hefur nú haldið aðalfund og ákveðið að breyta lögheiti sínu úr NBI hf. í Landsbankinn hf. Hætt er við þetta geti valdið einhverjum ruglingi, en til skýringa: Landsbanki Íslands hf. ( LBI ) er gamli ríkisbankinn sem var einkavæddur í...

IceSave = 985 kr. pr. Kínverja

Kínverjar voru 1.339 milljónir í lok árs 2010 eða rúmir 1,3 milljarðar og fjölgaði um 73,9 milljónir áratuginn á undan. Hér er forvitnilegt reikningsdæmi: Kröfurnar vegna IceSave innstæðna Landsbankans hljóða upp á 1.319 milljarða kr. Ef kröfurnar væru á...

Skynet með greiðslukortanúmerin?

Samkvæmt sjónvarpsþáttunum Tortímandinn (Sarah Connor sögurnar), vaknaði gervigreindin Skynet til sjálfsvitundar 19. apríl 2011 sem var á þriðjudaginn í síðustu viku. Daginn eftir var brotist inn í netkerfi Sony fyrir Playstation leikjatölvur og þaðan...

Stund sannleikans nálgast

Mikill fjöldi Íslendinga ásamt nokkrum ríkisborgum annara landa á evrópska efnahagssvæðinu standa með einum eða öðrum hætti saman að kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna meintra brota íslenskra stjórnvalda og stjórnsýslu á Evrópurétti. Hin...

Hinir raunverulegu hryðjuverkahöfðingjar...

...eru ekki arabískir heldur engilaxneskir. Þetta er engin nýr sannleikur en margir eiga hinsvegar eftir að meðtaka þann óþægilega veruleika. Það er ekki endilega auðvelt því hann er allt annar en sá sem fjölmiðlar sýna oftast. Þeir stærstu tilheyra...

Beardyman á NASA 7. maí

Áhugamenn um hljóðsköpun takið eftir einstökum viðburði á Íslandi: Hér eru sýnishorn af Beardyman að leika listir sínar: --- --- ---

Unnið að stofnun samfélagsbanka á Íslandi

Viðskiptablaðið 24. apríl 2011 kl. 14:08 Stefnt er að því að útlánaferli nýs samfélagsbanka verði gagnsætt þannig að eigendur sparifjár geti fylgst með og haft áhrif. Sjálfbærni er á meðal áherslna samfélagsbanka. Unnið er að stofnun banka sem byggir á...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband