AGS: Ísland þarf meiri skuldsetningu

Talskona Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir Ísland þurfa að komast sem fyrst inn á alþjóðlega fjármagnsmarkaði. Á mannamáli þýðir þetta meiri erlenda skuldsetningu, eða hver væri annars tilgangurinn með því að leita á náðir alþjóðlegra fjármálamarkaða? Óhófleg erlend skuldsetning er næstum því búin að ganga af okkur dauðum einu sinni. Nú vill AGS að við drekkum meira af eitrinu, en þó aðeins passlega nóg til að við hrökkvum ekki endanlega upp af, enda yrði sjóðurinn þá verkefnalaus hér á landi.

Í frétt Bloomberg er því einnig haldið fram að síðar á þessu ári séu samtals tæpir 120 milljarðar króna á gjalddaga í erlendri mynt hjá ríkissjóði. Þær upplýsingar eru sagðar fengnar af vefsíðu Seðlabankans, en upphæðin nemur næstum öllum vöruskiptaafgangi síðasta árs. Það er skiljanlegt að erlendur fjölmiðill láti þar við sitja, en fréttahaukar Morgunblaðsins bregðast hinsvegar algjörlega væntingum ef þeir kanna ekki:

  • Hver tók þessi lán, hvenær og til hvers?
  • Hvernig hafði hann hugsað sér að borga þetta?
  • Ef það er með almannafé, hvenær var almenningur spurður leyfis? 
  • Ef það er með AGS láninu hver á þá að borga það?
  • Ef það er almenningur, hvenær stendur þá til að spyrja leyfis?
  • Hvað fær almenningur í staðinn?
  • Var gert ráð fyrir þessu þegar Bretum og Hollendingum voru lofaðir 26 milljarðar í viðbót á þessu ári?
  • Eftir að því var hafnað hefur Steingrímur viðurkennt að þeir peningar voru ekki til. Það sama gildir væntanlega um þessa 4-5x stærri fjárhæð, eða hvað?
  • Hvers vegna gengur þetta fólk ennþá laust?

Ég bíð spenntur eftir prentútgáfunni inn um lúguna og vænti þess að allir fjölmiðlar sem vilja láta taka sig alvarlega verði með opnugrein um þetta í helgarútgáfunni. Það hlýtur að vera stórfrétt að senda eigi úr landi allt sem Íslendingar framleiddu umfram neyslu í heilt ár. Varla er það síður fréttnæmt sem á að koma til landsins í staðinn, hvað svo sem það er hlýtur að vera umtalsvert... er það ekki annars?

Bloomberg: Iceland Should Issue Foreign Currency Bonds “Soon,” IMF Says

“The sooner Iceland re-engages with international capital markets, the quicker it’s to normalize relations,” Julie Kozack, the IMF’s Iceland mission chief, said at briefing today in Reykjavik. “As conditions permit; the sooner the better.” 

 

mbl.is Ísland þarf að komast á alþjóðlegan fjármagnsmarkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

kva, ertu áskrifandi af Mogganum? :P

Gullvagninn (IP-tala skráð) 6.5.2011 kl. 23:16

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ekki ég persónulega, en hef samt aðgang að því daglega og kíki oft í það til að forvitnast um tíðarandann (zeitgeist) í þjóðfélagsumræðunni.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.5.2011 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband