Árangur NEI-hreyfingar án hliðstæðu

Lög nr. 96/2009 um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf. (fyrstu IceSave lögin) hafa nú verið felld úr gildi með einróma samþykki 45 þingmanna.

Þar með hefur orðið að því er virðist 180° gráðu viðsnúningur í afstöðu meirihluta þingheims. Auk þess hefur eitt sundurlyndasta þing sem setið hefur, sameinast sem einn maður um framhald málsins og varnir Íslands gegn áhlaupi hinna gömlu nýlenduvelda Bretlands og Hollands, sem hafa nú aðeins tvo valkosti: Að hverfa frá málinu með skottið á milli lappanna, eða knýja fram dómafordæmi fyrir margföldun skuldbindinga í þjóðhagsreikningum sínum með ófyrirsjáanlegum áhrifum á efnahagslíf álfunnar.

Þó að ótímabært sé á þessu stigi að lýsa yfir fullnaðarsigri þá er engu að síður ljóst að árangur NEI-hreyfingarinnar á sér engar hliðstæður í sögu íslenskra stjórnmála.

Svo er annar flötur á þessu sem hefur minna borið á en það er samhengið milli niðurstöðunnar í IceSave og stöðu Landsbankans (NBI) sem er í meirihlutaeigu ríkisins en djúpt skuldsettur þrotbúinu sem Bretar og Hollendingar munu skipta á milli sín. Skuldabréf bankans við skilanefndina inniheldur nefninlega verðbreytingarákvæði sem eru beintengd við heimtur af lánasöfnum nýja bankans. Samkvæmt hlutafélagalögum er stjórn bankans skylt að þjóna hagsmunum hluthafa eða meirihluta þeirra sem er í þessu tilviki ríkissjóður. Á meðan það var ætlun stjórnvalda að veita ríkisábyrgð fyrir kröfum í þrotabú gamla Landsbankans þá var það beinlínis í þágu þeirra hagsmuna að þær endurheimtur sem á endanum skiluðu sér til þrotabúsins, yrðu sem mestar. Eftir að veitingu ríkisábyrgðar var hafnað af þjóðinni hafa þessir hagsmunir hinsvegar snúist við, ríkissjóður hefur enga hagsmuni af innheimtustörfum fyrir Breta og Hollendinga, heldur fyrst og fremst af því að bæta stöðu skattgreiðenda. Þar til skynsamlegri skýring kemur fram verða nýleg og róttæk skuldalækkunarúrræði Landsbankans að skoðast í þessu ljósi, tímasetningin er í það minnsta athyglisverð.

Einnig má merkja breytingu á tíðarandanum, því nýfallinn dómur í svokölluðu Motormax máli um ólögmæti gengistryggðra fyrirtækjalána Landsbankans virðist ekki hafa valdið nærri því jafn miklum taugatitringi og sambærilegur dómur um bílalán einstaklinga gerði í fyrra, jafnvel þó nú séu einnig miklir hagsmunir í húfi. Landsbankinn hefur meira að segja strax boðið viðskiptavinum sem verða fyrir áhrifum af dómnum að borga bara 55% af mánaðargreiðslu á meðan verið er að endurreikna lánin.

Næst þarf að afnema ólög nr. 151/2010 um endurútreikning gengistryggðra lána þar sem komið hefur í ljós að þau eru svo flókin að enginn virðist geta farið eftir þeim.

Til glöggvunar er hér yfirlit atkvæða einstakra þingmanna um IceSave lögin á sínum tíma, og svo núna um afnám þeirra:

nafnlög nr. 96/2009afnám sömu laga
Anna Margrét Guðjónsdóttir - já
Atli Gíslason fjarverandi
Álfheiður Ingadóttir já
Árni Páll Árnason já
Árni Johnsennei já
Árni Þór Sigurðsson fjarverandi
Ásbjörn Óttarssonpass já
Ásmundur Einar Daðason fjarverandi
Ásta R. Jóhannesdóttir já
Baldur Þórhallsson - já
Birgir Ármannssonnei já
Birgitta Jónsdóttirnei fjarverandi
Birkir Jón Jónssonnei -
Bjarkey Gunnarsdóttir -
Bjarni Benediktssonpass fjarverandi
Björgvin G. Sigurðsson já
Björn Valur Gíslason já
Einar K. Guðfinnssonpass fjarverandi
Eygló Harðardóttirnei já
Guðbjartur Hannesson já
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir já
Guðlaugur Þór Þórðarsonpass já
Guðmundur Steingrímssonnei fjarverandi
Gunnar Bragi Sveinssonnei já
Helgi Hjörvar já
Huld Aðalbjarnardóttir - já
Höskuldur Þórhallssonnei fjarverandi
Íris Róbertsdóttir
 - já
Illugi Gunnarssonfjarverandi -
Jóhanna Sigurðardóttir já
Jón Bjarnason já
Jón Gunnarssonpass fjarverandi
Jónína Rós Guðmundsdóttir já
Katrín Jakobsdóttir -
Katrín Júlíusdóttir já
Kristján Þór Júlíussonpass já
Kristján L. Möller já
Lilja Rafney Magnúsdóttir já
Lilja Mósesdóttir fjarverandi
Magnús Orri Schram já
Margrét Tryggvadóttirnei já
Oddný G. Harðardóttir -
Ólína Þorvarðardóttir já
Ólöf Nordalpass fjarverandi
Pétur H. Blöndalpass já
Ragnheiður E. Árnadóttirpass já
Ragnheiður Ríkharðsdóttirpass já
Róbert Marshall já
Sigmundur Davíð Gunnlaugssonnei fjarverandi
Sigmundur Ernir Rúnarsson já
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir já
Sigurður Ingi Jóhannssonnei já
Sigurður Kári Kristjánsson
 - já
Siv Friðleifsdóttirnei fjarverand
Skúli Helgason já
Steingrímur J. Sigfússon fjarverandi
Steinunn Valdís Óskarsdóttir -
Svandís Svavarsdóttir já
Tryggvi Þór Herbertssonpass já
Unnur Brá Konráðsdóttirpass -
Valgerður Bjarnadóttir já
Vigdís Hauksdóttirnei fjarvist
Þorgerður K. Gunnarsdóttirpass já
Þór Saaripass fjarverandi
Þórunn Sveinbjarnardóttir já
Þráinn Bertelssonnei fjarverandi
Þuríður Backman
 -
Ögmundur Jónasson já
Össur Skarphéðinsson fjarverandi


mbl.is Fyrstu Icesave-lögin fallin brott
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óbeint greiðslufall Seðlabankans

Seðlabanki Íslands skipti í dag rúmlega 61 milljón evra í krónur á genginu 218,89. En samkvæmt gengisskráningu Seðlabankans kostaði evran þar í morgun 165,72 krónur.

Ef ég væri Seðlabankinn og hefði keypt evrurnar fyrir hádegi þá hefðu þær kostað mig 10,1 milljarð króna, en eftir hádegi hefði ég svo getað fengið til baka 13,3 milljarða króna. Mismunurinn er 32% sem flestir myndu telja góða ávöxtun.

Í apríl síðastliðnum sendu Hagsmunasamtök Heimilanna erindi til Seðlabankans þar sem óskað var eftir að gerð yrði úttekt á kostum og göllum þess að leiðrétta skuldavanda heimilanna með svokallaðri myntbreytingaleið á misjöfnu skiptigengi.

Samtökunum barst í síðustu viku svarbréf frá Seðlabankanum þar sem hugmyndinni er hafnað og henni lýst sem "yfirgripsmiklu greiðslufalli gagnvart erlendum skuldbindingum þjóðarinnar" og "lausnir af þessu tagi ekki til þess fallnar að auka hagsæld hér á landi". Athyglisvert að þarna sé minnst á erlendar skuldbindingar, því tillaga hagsmunasamtakanna gengur alls ekki út á neitt sem snýr að útlöndum heldur einungis að leiðrétta eignatilfærslu sem orðið hefur milli innlendra aðila

Í þessari viku virðist hinsvegar sem sama seðlabankanum finnist ekkert athugavert við að rýra kaupmátt erlendra krónueigenda um 24% miðað við innlent skiptigengi.

Lesandi góður, ef þú hefur ekki áttað þig á hvað þetta þýðir vinsamlegast lestu þetta aftur, og jafnvel þrisvar ef því er að skipta. Það tekur smá tíma að síast inn að í gær fóru fram viðskipti í Seðlabankanum sambærileg þeim sem hann hafði áður lýst sem greiðslufalli gagnvart erlendum skuldbindingum.

Hjálp... þetta er svo mikil rökleysa að mig sundlar og verkjar.


mbl.is Meðalverð var 218,89 krónur fyrir evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eldhúsdagsmótmæli á miðvikudagskvöld

Nú er þessu þingi að ljúka með eldhúsdagsumræðum næstkomandi miðvikudag kl. 19:40, enn eitt þingið á hrunárunum þar sem heimili landsins eru látin sitja á hakanum varðandi úrlausnir í lánamálum og endalausum byrðum er á herðar þeirra hlaðið.

Hvar er réttlætið?! Fór það í frí?

Fjölmennum á Austurvöll á miðvikudagskvöldið næstkomandi, þann 8. júní og höfum hátt á meðan eldhúsdagsumræður fara fram. Látum í okkur heyra, látum Alþingi heyra hversu ósátt við erum með árangursleysi þingsins í skuldamálum heimilanna.

Kjarni málsins;

Efnahagshrun, áralöng markaðsmisnotkun og svik fjármálastofnana, stöðutaka gegn krónunni á meðan veitt voru ólögleg gengistryggð lán. Verðtryggðu lánin hlaða utan á sig eins og snjóflóð og stuðla að hreinni og beinni eignaupptöku þegar litið er til uppsafnaðra verðbóta. Uppsöfnuð verðbólga er nú hátt í 40% bara frá árinu 2008.

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð í janúar 2009, kröfðust almennra leiðréttinga á því tjóni sem heimilin urðu fyrir með oftöku verðbóta og vaxta í formi gengistryggingar. Þess var krafist að byrðum hrunsins yrði deilt milli heimilanna og fjármálastofnana. Ekkert gerðist nema hálfkák og aum úrræði, nauðungarsölur og vörslusviptingar voru látnar viðgangast þrátt fyrir vitneskju um að gengistryggðu lánin væru líklegast ólögmæt, sem síðan kom réttilega í ljós. Stjórnvöld settu þá lög til að heimila lögbrjótunum að endurreikna lán aftur í tímann þrátt fyrir að kröfur þess tíma hafi þegar verið greiddar. Bæði íslensk lög og evróputilskipanir virtar að vettugi til að hygla lögbrjótunum og enginn vill viðurkenna mistökin þrátt fyrir að svo augljós séu.

Tíminn líður og heimilin blæða, hærri afborganir og óréttlæti látið viðgangast, verðbætur hlaðast upp á höfuðstól verðtryggðra lána á meðan stjórnvöld gefa það út að ekki verði farið í frekari aðgerðir í þágu heimilanna, engar almennar leiðréttingar, stórfellt tjón heimilanna ekki viðurkennt sem skyldi og ekki litið á það sem forsendurbrest í lánasamningum sem beri að leiðrétta.

Hvar er réttlætið?! Fór það í frí?

Við krefjumst þess enn og aftur að þetta tjón verði leiðrétt með almennum hætti og við krefjumst afnáms verðtryggingar á neytendalán. Við krefjumst þess einnig að lögleysa 151/2010 verði felld úr gildi og ný réttlát lög sett um endurútreikninga gengistryggðra lána.

Leiðréttingar á forsendubresti lána eru ekki ölmusa til hinna fátæku né heldur eru þær gjafir - þær eru einfaldlega leiðréttingar á oftöku vaxta og verðbóta sem allir urðu fyrir og Hagsmunasamtök heimilanna krefjast þess að þeim verði skilað!

Þetta skilafé mun auka hagsæld heimilanna og um leið hagsæld landins sem mun rísa um leið og réttlætinu verður framfylgt og heimilin hafa úr meiru að moða.

Fjölmennum á Austurvöll á miðvikudagskvöldið og höfum hátt á meðan eldhúsdagsumræður fara fram. Látum í okkur heyra, látum Alþingi heyra að við erum ekki ánægð með árangursleysi þingsins í skuldamálum heimilanna.

Nánari upplýsingar um þennan viðburð hér


Stórfelld fölsun þjóðhagsreikninga

Í febrúar gaf Seðlabankinn út 4. tbl. í ritröð sinni um Efnahagsmál sem innihélt grein eftir nokkra starfsmenn bankans, þar á meðal sjálfan aðstoðarseðlabankastjóra, undir yfirskriftinni "Hvað skuldar þjóðin?". Höfundarnir höfðu gert tilraun til að finna út raunverulega erlenda stöðu þjóðarbúsins að undanskildum þrotabúum gömlu bankanna, og ef fólk væri ekki almennt orðið hálfdofið fyrir stjarnfræðilegum upphæðum hefðu niðurstöðurnar líklega þótt sláandi. Á kynningarfundi sem bankinn hélt var meðal annars spurt hvort sú mikla skekkja sem virtist vera fyrir hendi þýddi ekki einfaldlega að opinberar heildartölur væru marklausar? Þó reynt væri að þræta fyrir það gátu viðmælendur ekki þvertekið fyrir að svo væri og virtist það koma fáum á óvart.

Núna hafa opinberar tölur verið uppfærðar með tilliti til þessa og þá kemur í ljós að erlend staða þjóðarbúsins er í raun og veru talsvert verri en áður var talið. Eftir að lánastofnanir í slitameðferð hafa verið teknar út fyrir sviga kemur í ljós að erlend staða þjóðarbúsins er í raun neikvæð um 827 ma.kr. en ekki 434 eins og áður var haldið fram. Mismunurinn, tæpir 400 milljarðar, jafngildir rúmum fjórðungi landsframleiðslu.

Seðlabankinn hefur útskýrt þessa reikniskekkju með því að haldbærar upplýsingar um erlendar eignir innlánsstofnana í slitameðferð hafi ekki legið fyrir fyrr en undir árslok 2010. Þá skýringu verður þó að taka með þeim fyrirvara að fjárhagsupplýsingar skilanefndanna hafa verið aðgengilegar hverjum sem er frá fyrri hluta ársins 2009:

Ætli Seðlabankamenn kunni ekki að lesa ársreikninga? Eða eiga þeir ef til vill ennþá eftir að tileinka sér nýjustu framfarir á sviði upplýsingatækni (veraldarvefinn)? Rétt er að taka fram að kröfuhafar föllnu bankanna hafa í raun og veru miklu meiri aðgang að upplýsingum um stöðu þeirra heldur en almenningur. Seðlabankinn er eftir því sem ég best veit í hópi kröfuhafa, og ætti auk þess í ljósi stöðu sinnar sem æðsta stofnun bankakerfisins að geta hæglega kallað eftir nauðsynlegum upplýsingum frá skilanefndum og slitastjórnum. Allt er þetta hið undarlegasta, ekki síst í ljósi þess að hinar vafasömu tölur voru meðal þess sem notað var til að telja Íslendingum trú um að við myndum ráða vel við að borga IceSave. Hvergi í þeirri umræðu kom hinsvegar fram að þetta mat væri háð allt að 100% skekkjumörkum og þar með gagnslaust.

En eftir á að hyggja kemur þetta kannski ekki svo á óvart. Seðlabanki Íslands á sér nefninlega langan feril á sviði bókhaldsfölsunar. Í lýsigögnum um gjaldeyrisjöfnuð bankastofnana skilgreinir Seðlabankin hugtakið gjaldeyriseignir þannig: "Eignir í erlendum gjaldmiðlum og aðrar gengistryggðar eignir." Í aðdraganda bankahrunsins voru þessar "erlendu" eignir sagðar gríðarmiklar þegar raunin var sú að stór hluti þeirra voru skuldabréf í erlendri mynt útgefin af skúffufélögum skráðum erlendis sem íslenskir aðilar stóðu í rauninni á bakvið, og (ólögleg) gengistryggð lán til íslenskra heimila og fyrirtækja. Þar sem þessir aðilar höfðu flestir litlar sem engar erlendur tekjur, þá höfðu tölulegar upplýsingar um gjaldeyrisjöfnuð enga samsvörun við raunverulega stöðu þjóðarbúsins. Slíkir gjörningar geta einungis haft í för með sér eignatilfærslu á milli innlendra aðila, en hafa einir og sér lítil sem engin áhrif á raunverulega ytri stöðu.

Þessar eignir bókfærði Seðlabankinn hinsvegar sem erlendar, jafnvel þó honum og viðskiptabönkunum hafi mátt vera ljóst að sú var ekki raunin, og hjálpaði þannig við fölsun erlendrar stöðu bankakerfisins. Þegar bankarnir hrundu þurfti að færa þessar eignir niður um meira en helming, eins og kemur fram í skýrslu fjármálaráðherra um endurreisn viðskiptabankanna. Upplýsingar frá Seðlabankanum sjálfum sýna glögglega hvernig erlendu eignirnar skruppu saman við endurskipulagningu bankakerfisins en skuldirnar ekki, heldur voru þær skildar eftir í þrotabúum hinna föllnu banka.

Stærstur hluti "erlendra" eigna og skulda þjóðarbúsins fyrir hrun var til kominn vegna stóru bankanna þriggja, en það var fyrst og fremst þessi falska eignastaða sem gerði þeim kleift að þenja út efnahagsreikninga sína með síaukinni erlendri skuldsetningu, á grundvelli "skotheldra" (falsaðra!) lánshæfiseinkunna. Ef grannt er skoðað sést að útþenslan á "erlendu" hliðinni hófst fyrir alvöru 2006 og fór svo sívaxandi fram að hruninu haustið 2008. Kenning mín er sú að þegar hin svokallaða "mini-kreppa" reið yfir haustið 2006 hafi þessir þrír bankar í raun og veru rambað á barmi greiðsluþrots í erlendri mynt. Framburður starfsmanna Seðlabankans við yfirheyrslur RNA gefur þetta líka sterklega í skyn þó að þeir tímasetji það reyndar vorið 2007.

Til þess að bjarga sér út úr þeirri stöðu þurfti tvennt að gerast: 1) stórauknar lánveitingar í "gengistryggðum" krónum til þess að framleiða jákvæða "erlenda" stöðu í bókhaldinu og 2) stórfelld innlánasöfnun á erlendri grundu til að útvega lausafé svo standa mætti skil á afborgunum raunverulegra erlendra skuldbindinga. Þróun innlána í bankakerfinu rennir stoðum undir þetta eins og sjá má á meðfylgjandi mynd frá DataMarket:

Ég held því fram fullum fetum að þessi skipti íslensku bankanna á beinhörðum erlendum gjaldeyri fyrir innlenda froðupappíra sem þeir prentuðu sjálfir, hafi í raun verið hreinræktuð fjárplógsstarfsemi og ígildi stórfelldrar peningafölsunar. Hvort þetta var gert að yfirlögðu ráði með vitund og vilja, eða í það minnsta þegjandi samþykki Seðlabankans, skal ósagt látið. Hinir möguleikarnir eru vissulega fyrir hendi, að fordæmalaus sofandaháttur og óvitaskapur hafi þar ráðið för, en ekki væri það mikið skárra. Þessir snillingar báru og bera sumir enn ábyrgð á að stjórna útgáfu gjaldmiðilsins sem okkur er gert skylt að nota, og hafa þannig úrslitaáhrif á kaupmátt almennings.

Reyndar er enn mikið af eignum ranglega skráðar sem "erlendar", Seðlabankinn byrjaði til dæmis ekki að flokka gengistryggð lán heimilanna sem innlendar skuldbindingar fyrr en eftir að dómur féll um ólögmæti þeirra. Tilmæli FME og SÍ um ný vaxtaviðmið, sem dómstólar staðfestu í trássi við skuldbindingar Íslands gagnvart EES-samningnum, höfðu fyrst og fremst þau áhrif að auka verðmæti eignasafna nýju bankanna frá því mati sem lá til grundvallar við yfirtöku þeirra (hálfvirði). Þetta endurmat lá til grundvallar meira en helmingnum af heildarhagnaði stóru bankanna árið 2010. Þetta skiptist auðvitað misjafnlega milli þeirra þriggja, til dæmis var allur hagnaður Arion banka í fyrra vegna þessa endurmats og gott betur, svo án þess hefði sá banki líklega verið rekinn með tapi. Þar sem enn hefur ekki fallið fordæmisgefandi dómur um fyrirtækjalánin, þá eru þau enn skráð sem erlendar eignir en þó líklega á niðurfærðu verði eða allt niður í 35% af nafnvirði. Réttmæti þess mun líklega ráðast af dómsniðurstöðu í hinu svokallaða Motormax máli, sem nú er beðið í ofvæni sökum víðtæks fordæmisgildis.


mbl.is Óvissan alltaf verið mikil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samstöðumótmæli á Austurvelli sunnudag

Á morgun sunnudag verður efnt til þriðju samevrópsku mótmælanna á Austurvelli. Mótmælin byrja kl. 18:00 og hefjast á ræðuhöldum en hápunkturinn er söngviðburður þar sem einhverjir mótmælendur munu mynda kór og syngja texta Hallgríms Helgasonar: Ísland er stjórnlaust við lagið Ísland er stjórnlaust.

Það verður hljómsveit á staðnum ásamt kvikmyndaupptökumanni en meiningin er að setja upptökuna inn á You Tube sem stuðnings- og baráttukveðju til allra þeirra sem berjast fyrir raunverulegu lýðræði núna.

Texti viðburðarins er hér:

Íbúar Evrópu, vaknið!
Sköpum betra líf.
Tjáum okkur.
Komum saman.
Breytum öllu.
Látum verða af því!

Berjumst fyrir raunverulegu lýðræði!
Berjumst fyrir fólkið okkar.
Berjumst fyrir friði.
Berjumst fyrir framtíð okkar.
Berjumst fyrir uppfyllingu drauma okkar.
Berjumst fyrir betra lífi fyrir heimsbyggðina alla!
“Angelo”

Mótmælendur víðsvegar um Evrópu hafa tekið sig saman í baráttunni gegn þeirri staðreynd að banka- og stjórnmálamenn fara með almenning eins og verslunarvöru. Krafan er raunverulegt lýðræði núna!

Í tilkynningu frá skipuleggjendum þessara samevrópsku mótmæla segir: Við tilheyrum ekki neinum pólitískum flokki! En við höfum vaknað til samfélagslegrar meðvitundar um það að stjórnvöld í Evrópu vinna ekki í þágu almennings heldur fjármálastofnana.

TÖKUM VÖLDIN ÚR HÖNDUM LÁNASTOFNANA OG FÆRUM ÞAU Í HENDUR FÓLKSINS.

Við stöndum fyrir samstöðu! Lýðræði er endanlegt svigrúm okkar! Grunnur lýðræðisins er samstaða! Deilum þessu meðal vina og verðum milljónir!

Um síðustu helgi (29. maí) var mótmælt á torgum 130 borga og bæja í 25 evrópulöndum.

Hér má fylgjast með hvar mótmæli fara fram.

Hér er svo myndband um andófið gegn fjármagnsöflunum:

Generation OS13: The new culture of resistance 


Eignir banka gerðar upptækar

Hérna er dásamleg saga af vörslusviptingu í Bandaríkjunum. Nyerges hjónin í Flórída keyptu eitt sinn hús sem var áður í eigu Bank of America. Þau staðgreiddu húsið og áttu það skuldlaust. Mistök bankans urðu þess hinsvegar valdandi að reynt var að selja...

Kenningum um aldursgreiningu hrundið

Eðlisfræðingar hafa nú sýnt fram á að magn geislavirkra samsæta er vafasamur mælikvarði til aldursgreiningar. Fornleifafræðingar virðast ekki hafa frétt af þessari fimm ára gömlu niðurstöðu, enda er það líka örskammur tími á þeirra mælikvarða....

Evrópskt réttlæti í verki (MYNDIR)

120 særðust í mótmælum í Barcelona . Hér eru myndir og þær eru ekki frá valdatíma Francos heldur aðildartíð Spánar að Evrópusambandinu, meintum boðbera jafnræðis meðal manna og réttlætis hér á jörð: Þrátt fyrir þetta tókst fótboltaliðinu þeirra að vinna...

Evrópskt lögregluofbeldi (MYNDBÖND)

Það mætti halda að þessi myndskeið sem sýna lögreglu berja með kylfum á friðsömum mótmælendum kæmu frá einhverju herstjórnarríkinu í þriðja heiminum. Raunin er hinsvegar sú að þessi ofbeldisverk voru framin núna í morgun af lögreglu á Spáni, einu af...

Hafa misst tökin á blekkingunni

Verðbólga fer nú aftur vaxandi, og haldi sú þróun áfram með sama hraða er útlit fyrir að ársverðbólga verði aftur komin í tveggja stafa tölu strax í haust. Verði það raunin eru forsendur nýgerðra kjarasamninga sjálkrafa brostnar, og þolendur...

Gengislánarar til Okurveitu

Ingvar Stefánsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Ingvar var valinn úr hópi 25 umsækjenda en fram til þessa hefur hann starfað sem forstöðumaður Íslandsbanka Fjármögnunar. Þar hefur hann gengið hart fram í aðgerðum...

Vort byltingartákn

Íslenski fáninn virðast vera orðin táknmynd þeirrar friðsamlegu byltingar sem hófst á Spáni þann 15. maí og hefur verið að breiðast út til annara Evrópulanda. Íslenska fánanum veifað í miðborg Madridar Fréttir og fyrirsagnir: Spain's Icelandic Revolt...

Alþjóðleg bylting í beinni útsendingu

Nei þetta er ekki Egyptaland, ekki heldur Grikkland eða Írland og alls ekki Ísland. Hér er bein útsending frá Madrid á Spáni, þar sem alda mótmæla virðist vera í uppsiglingu: Spánn er eitt af stærstu hagkerfunum í Evrópu, en alþjóðlegir fjölmiðlar hafa...

WWIII: Assangination of DSK

Mikið fár hefur skapast í kringum handtöku yfirmanns Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn. Æsifréttamennskan í kringum þetta sjónarspil einblínir aðeins á þetta sem kynlífshneyksli og hið meinta afbrot sem slíkt, en hunsar algjörlega hið...

Framfarir í gervipersónuvernd

Bandarískir þingmenn ætla að leggja fram frumvarp til laga sem gerir netnotendum kleift að hindra fyrirtæki í að safna upplýsingum um hegðun þeirra á netinu. Þó að þessi hugmynd sé eflaust góðra gjalda verð, þá er það aulaskapur ef einhver heldur að...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband