Úps, 911 milljarða grísk skekkja

Fulltrúar IMF/ESB/ECB hafa uppgötvað gat í efnahagsáætlun grískra stjórnvalda upp á jafnvirði 911 milljarða króna. Samþykkt efnahagsáætlunarinnar er forsenda afgreiðslu á næsta hluta neyðarlána til að borga upp skuldir Grikklands við evrópska banka að jafnvirði tuttugu og fimm þúsund milljarða króna. Þetta þýðir að niðurskurðurinn sem gríska þingið þarf að samþykkja eftir helgi svo að áætlunin gangi upp þarf að vera 20% meiri en áður var talið að myndi duga.

Þetta allt saman mun þó ekki duga til lengdar þrátt fyrir að til séu nægar birgðir af táragasi til koma þessu í gegnum gríska þingið. Þessu til viðbótar þarf nefnilega sextán þúsund milljarða lánveitingu að auki sem þarf að afgreiða fyrir 8. júlí næstkomandi. Takist það ekki er evrópska myntbandalagið búið að vera.

http://tilveran-i-esb.blog.is/users/24/tilveran-i-esb/img/titel.jpg

Eins og komið hefur fram þá er ekkert í boði fyrir Grikkland annað en að framlengja yfirdráttinn. Miðstýringarvaldið í Brüssel og Frankfürt er svo sannfært um ágæti eigin aðgerða að þar er talið ástæðulaust að undirbúa einhverjar varaáætlanir ef eitthvað skyldi út af bregða á síðari stigum áætlunarinnar. Hversu langt slíkar sjónhverfingar duga á eftir að koma í ljós. Það er varla hægt að draga endalausar kanínur úr sama hattinum.

Á sama tíma viðrar fyrrum leiðtogi breska verkamannaflokksins og stríðsglæpamaðurinn Tony Blair þá vitfirrtu hugmynd að Bretland gerist aðili að þessu myntbandalagi hópgjaldþroti. Þess má geta að breski verkamannaflokkurinn á sér systurflokk á Íslandi.


mbl.is Gríska fjárlagagatið stækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuldavandi Grikklands á mannamáli

Hér útskýrir bandaríski sjónvarpsgrínistinn Jon Stewart skuldavanda Grikklands á mannamáli með aðstoð samstarfmanna sinna. Eins og venjulega eru þeir með staðreyndirnar á hreinu, þó þær séu settar í gamansaman búning. Tær snilld.



Það er kominn föstudagur. Góða helgi.


mbl.is Segir gríska banka ætla að taka þátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Írland prentar boli í fjáröflunarskyni

Atburðarásin á evrusvæðinu verður skringilegri með hverri klukkustundinni sem líður. Írska fjármálaráðuneytið hefur nú tekið til athugunar að láta prenta boli með áltetruninni "Írland er ekki Grikkland". Michael Nooan fjármálaráðherra sagði að bolirnir yrðu ekki ókeypis heldur að sjálfsögðu til sölu. Þetta snjallræði gefur orðasambandinu að "prenta sig frá skuldum" alveg nýja merkingu!

Hér eru önnur skemmtileg ummæli af svipuðum toga:

1. “Spain is not Greece.”Elena Salgado, Spanish Finance minister, Feb. 2010

2. “Portugal is not Greece.” The Economist, 22nd April 2010.

3. “Ireland is not in ‘Greek Territory.’”Irish Finance Minister Brian Lenihan.

4. “Greece is not Ireland.”George Papaconstantinou, Greek Finance minister, 8th November, 2010.

5. “Spain is neither Ireland nor Portugal.”Elena Salgado, Spanish Finance minister, 16 November 2010.

6. “Neither Spain nor Portugal is Ireland.”Angel Gurria, Secretary-general OECD, 18th November, 2010”

Mig langar í bol sem stendur á: Ísland er ekki banki.


mbl.is Samkomulag í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mat íbúðarhúsnæðis hækkar um 9%

Í nýútgefnu fasteignamati hækkar heildarmat íbúðarhúsnæðis á landinu öllu um 9% og verður tæplega 2.900 milljarðar króna.

Við fyrstu sýn hljómar það ánægjulega fyrir stóran hluta heimila í landinu. En hverjum mun þetta fyrst og fremst gagnast?

Það er ljóst að veð í húsnæði sem er yfirskuldsett er lítils virði. Þessi hækkun fasteignamats virðist að mörgu leyti sérsniðin að þörfum ríkisbankans sem hefur nýlega boðið viðskiptavinum lækkun fasteignalána niður að 110% fasteignamats. Þegar hækkunin tekur gildi um næstu áramót mun hún nefninlega hafa í för með sér að þessi 110% verða skyndilega um það bil 100%. Með öðrum orðum þá er skuldin orðin að fullu veðtryggð, þetta er mikilvægt fyrir bankann vegna þeirra bókhaldsreglna sem þarf að fara eftir. Þegar veðhlutfallið hefur náð 100% mörkum er ekkert því til fyrirstöðu að bankinn leysi til sín viðkomandi eignir þeirra sem lenda í vanskilum án þess að þurfa að bókfæra það sem afskrift.

Framtíðin ein mun leiða í ljós hvort einhverjir kaupendur eru að þessum eignum á hærra verði sem muni koma hreyfingu á fasteignamarkaðinn, eða hvort þetta er bara hopp frá einu stöðnunarástandi yfir á annað. Ef enginn innstæða (=greiðslugeta) er fyrir hækkuninni þá er þetta ekkert nema ríkisframleiðsla á yfir 200 milljörðum af froðu. Þeir sem hafa þegar misst fasteignir sínar fá ekkert út úr þessu. Hinir sem enn eiga heimili fá þarna í besta falli tvíeggjaða gjöf, sem verður ekki innleyst nema á kostnað einhvers annars, og mun hvort sem er renna óskipt til bankanna.

Þarna er skjaldborgin fundin enn einu sinni, þ.e. um efnahagsreikninga bankakerfisins. Á meðan fá heimilin að skoppa eins og korktappar í ólgusjó.


mbl.is Fasteignamat hækkar um 6,8%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er spennandi að búa í Evrópu

Enda allt að fara á límingunum. 

Til þess að draga saman í stuttu máli það sem stendur í efnismikilli og ágætri fréttaskýringu mbl.is, þá þurfa "yfir níuþúsund" hlutir að ganga upp á næstu dögum til að afstýra efnahagslegum hörmungum á evrusvæðinu, en hver og einn þeirra getur sprengt björgunaráætlanir ESB/IMF fyrir Grikkland eins og hverja aðra blöðru, allir eru þeir óvissu háðir og hver öðrum ólíklegri.

Aðildarríki ESB þurfa að ná samstöðu um tuttuguþúsund milljarða neyðarlánveitingu til Grikklands.

Gríska þingið þarf að samþykkja heiftarlega umdeildan niðurskurð til að uppfylla skilyrði fyrir lánveitingunni.

Gríska lögreglan þarf að eiga nægar birgðir af táragasi til að ráða við ástandið sem myndast þegar niðurskurðurinn verður samþykktur.

Alþjóðlegir bankar sem eiga grísk ríkisskuldabréf þurfa að samþykkja að veita 14,2 prósentustiga afslátt miðað við markaðsvexti af endurfjármögnun fimmþúsund milljarða grískra skuldabréfa.

Alþjóðleg matsfyrirtæki þurfa að fara gegn fyrri yfirlýsingum sínum um að þetta yrði álitið greiðslufall.

Þetta þarf allt að gerast innan örfárra daga eða vikna.

Ef eitthvað af þessu klikkar þá er ekki til nein varaáætlun! Enda gengur miðstýring ekki út á viðbrögð við aðstæðum heldur að gefa fyrirskipanir sem aðrir eiga að bregðast við og framkvæma óháð aðstæðum. "Failure is not an option".

Loks þarf Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að veita blessun sína og afgreiða næsta hluta lánveitingar samkvæmt efnahagsáætlun IMF/ESB.

Svo þarf næst að "leysa vanda" Portúgals.

Og Spánar.

Og Ítalíu.

Og Belgíu.

Og Grikklands (já aftur, hélstu nokkuð að fyrri pakkinn dygði varanlega?).

Þá þarf að vera til meira táragas og nóg af kylfum.   

Þegar táragasið er búið verða það vatnsþrýstibyssur og gúmmíkúlur.

Þegar gúmmíkúlurnar klárast eru aðeins alvöru skotfæri eftir.

Rinse repeat.

-----------------

Breska fjármálaráðuneytið undirbýr sig nú fyrir að evrusvæðið sundrist.

Fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands fullyrðir að það muni gerast.

Greiningardeildir spá því að haustið 2008 muni blikna í samanburði.

Seðlabankastjóri Bandaríkjanna hefur af þessu miklar áhyggjur.

Í hverju ætli undirbúningur íslenskra stjórnvalda felist???


mbl.is Spennuþrungnir dagar á evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig undirbúa íslensk stjórnvöld sig?

Breska fjármálaráðuneytið undirbýr sig nú fyrir að evrusvæðið sundrist. Fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands fullyrðir að það muni gerast. Greiningardeildir spá því að haustið 2008 muni blikna í samanburði. Seðlabankastjóri Bandaríkjanna hefur af...

Evrópusambandið á rangri leið

Tæpur helmingur Íslendinga telur að landið sé á réttri leið eftir að IceSave ríkisábyrgð var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 9. apríl sl. Valdhafar í ESB vilja hinsvegar ekki að Grikkland fari sömu leið vegna þess að þeir hafa ekkert Plan-B og Wall...

ESB: Ekkert Plan-B fyrir Grikkland

„Það er engin önnur leið. Við erum með áætlun, nú þarf að framkvæma hana, það er tímabært að gera það. Það er engin önnur leið. Það er engin varaáætlun , “ sagði Pia Ahrenkilde-Hansen, talsmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins... Heyrið...

Wall Street vill ekki afskrifa skuldir Grikklands

Bernanke: „Ef ekki tekst að leysa úr þessu ástandi getur það ógnað fjármálakerfum Evrópu, alþjóðlegu fjármálalífi og pólitískri samstöðu í Evrópu“ Lesist: Bandarískir bankar mega ekki við afskriftum á þjóðarskuldum Grikklands. Bætist þá snart...

Danir vilja ekki borga skuldir Grikklands

Enda ekki furða þar sem Grikkland er IceSave Evrópusambandsins

Bretar vilja ekki borga skuldir Grikklands

Eðlilega ekki: Greek debt crisis could cost UK £335bn Sem jafngildir 62 þúsund milljörðum króna eða 24% af þjóðarframleiðslu Bretlands. IceSave hvað???

Heilbrigð skynsemi hafnar upptöku Evru

Og líka þessu: Grikkland er IceSave Evrópusambandsins - bofs.blog.is Íslendingar eru búnir að hafna tvisvar með afgerandi hætti tilraunum til að láta þá borga skuldir annara. Því er engin ástæða til að ætla að þeir hafi vilja eða getu til að borga...

Grikkland er IceSave Evrópusambandsins

Athyglisverðar tölur eru komnar fram um skuldavanda Grikklands. Samanlagðar ábyrgðir evruríkjanna vegna skuldavanda Grikklands nema nú þegar um 100.000 krónum á hvert heimili á evrusvæðinu og þurfa að hækka í tæpar 300.000 kr. á næstu misserum vegna...

Forsendur kjarasamninga þverbrostnar

Nú er verðbólga að hefja sig aftur á flug og Seðlabankinn lætur í veðri vaka að líkur séu á vaxtahækkun á næstunni. Þar með er ljóst að forsendur nýgerðra kjarasamninga eru með öllu brostnar. Þær voru reyndar aldrei mjög raunhæfar, gerðu meðal annars ráð...

NEI við Berlusconi

Ítalir hafa hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu að raforkuframleiðsla með kjarnorku verði hafin að nýju í landinu. Auk kjarnorkumála var einnig kosið um lög sem ríkisstjórn Silvio Berlusconi vildi setja um einkavæðingu vatnsréttinda og friðhelgi...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband