Hvernig undirbúa íslensk stjórnvöld sig?

Breska fjármálaráðuneytið undirbýr sig nú fyrir að evrusvæðið sundrist.

Fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands fullyrðir að það muni gerast.

Greiningardeildir spá því að haustið 2008 muni blikna í samanburði.

Seðlabankastjóri Bandaríkjanna hefur af þessu miklar áhyggjur.

Í hverju ætli undirbúningur íslenskra stjórnvalda felist?


mbl.is Búa sig undir að evrusvæðið sundrist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli það þurfi þá ekki að fella krónuna svo að útflutningur til evrulanda haldi áfram að skila gjaldeyristekjum:)

Það væri í raun hræðilegt ef evrusvæðið muni splundrast.  Það væri í raun eins og ef krónusvæðið á Íslandi myndi liðast í sundur.

Kanski eins og þegar borgir, bæir og fyrirtæki gáfu út peninga og "inneignaseðla" út um allt Þýskaland á 30ja áratug síðustu aldar.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 23:14

2 Smámynd: Ómar Gíslason

Ég held að hún vilji fara bara með í bræðsluofn evrunnar og esb, lengra nær nú þekkingin ekki!

Við eigum að skoða með opnum huga og spyrja hvar eru tækifærin? Sem dæmi að við flytjum út til 129 landa árið 2010 (Hagstofa Íslands) t.d. fluttum við út til Kúbu og Íran. Heimurinn er nefnilega fullur að skemmtilegum tækifærum en við verðum að banka á dyrnar og opna. Bræðsluofn esb bindur hendur okkur þar sem allt sem við kemur Utanríkissamningur fer í gegnum bræðsluofninn.

Ómar Gíslason, 22.6.2011 kl. 23:53

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það væri í raun eins og ef krónusvæðið á Íslandi myndi liðast í sundur.

Er þetta ekki búið að eiga sér stað nú þegar?

Guðmundur Ásgeirsson, 23.6.2011 kl. 00:02

4 identicon

Guðmundur:  Nei, við borgum öll enn með krónum.

Ómar:  Þegar við flytjum út vörur til Kúbu, borgar þeir þá í þeirra gjaldeyri?  Eða til Íran?  Hvaða gjaldmiðill er notaður?

Þetta er orðið of flókið.  Það þarf auðvitað að flétta ofan af bönkum og spákaupmönnum. 

En hvað gerist á Íslandi ef evran liðast í sundur?  Það verður líklega annað hrun hér.  Samstaða Evrópu mun liðast í sundur og óeining og sundurlindi mun aukar.  Það boðar ekkert gott.

Ég var ekki stuðningsmaður evrunnar fyrir árið 2001.  Mér finnst evran góð í dag.  Hún hefur skilað okkur í Evrópu því sem við sjáum í dag.  Það eru mörg ár síðan að PIIG löndin voru vöruð við því sem er að gerast í dag.  Það hefði gerst með og án evru. 

Ef við horfum á skatttekjur síðustu árin, þá hafa þær alltaf verið að aukast með auknum kröfum "kjósenda" um aukna velferð.  Nú sjáum við hvað það hefur skilað okkur.

Ég er ekki á móti velferðarríki sem sósíaldemókrati, en hana verður að fjármagna með þeim peningum sem til eru í "héraði".

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 00:56

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Evruplottið er stæsta rán veraldarsögunnar, kokkað upp af embættismönnum og fjármagsbröskurum, sem dugir ekkert minna en allt.  Um tvennt er að velja: Að skella með valdi á CCCE eða ráðstjórnarríki evrópusambandsins, þar sem ein skoðun og stefna leyfist og þjóðerni og menningarsérstaða ekki liðin. Marteinn Mosdal fær þar hlutverk Adolfs Hitlers, enda hugsjónin sú sama. Corporativism Mussolinis. Nú eða að rísa upp og segja nei við þessari Hagfræðikaþólsku (catholic þýðir allt eða allsherjar...eitt yfir alla) og taka völdin til fólksins að nýju.

Það mun gerast. Nútímamenn láta ekki hneppa sig í þrældóm né sætta sig við lénskerfi bankamanna og stjórnmálaelítunnar. Kosti það sem það kosta vill, en það verður að gerast, ella erum við komin aftur á miðaldir aftur.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.6.2011 kl. 02:00

6 identicon

Jón Steinar:  Hvernig eigum við að undirbúa okkur án þess alltaf að tala um Atla gamla.  Atli er löngu dauður.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 02:07

7 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Þegar gjaldmiðlar verða ónýtir taka vöruskipti við. Þá standa þeir vel að vígi sem hafa einhver efnisleg verðmæti "heima í héraði" bæði fyrir sjálfa sig og til að nota sem gjaldmiðil fyrir kaup/vöruskipti á því sem vantar heim í hérað.

Þeir eða þau ríki sem hafa ekkert eða fátt nema "þekkingu" á fjármálakerfum og að hanskast með sýndarpeninga og tölvupeninga (tölur í tölvum) verða illa á vegi stödd.

Við Íslendingar höfum ofgnótt af efnislegum verðmætum hér heima fyrir okkur og til vöruskipta út á við, en mörg ríki á meginlandi Evrópu hafa lítið af því tagi.

Kristinn Snævar Jónsson, 23.6.2011 kl. 02:22

8 identicon

Kristinn:  Já, eiginlega eigum við að taka upp vöruskiptin aftur og reikna hvað framleiðsluverðið er.

En hver á að reikna það út? 

Þetta er ansi skrýtinn heimur og vonandi reddast þetta allt saman.

Þetta er ekki kaldhæðnislega meint.   Hvernig skýrum við þá það gengi sem við Íslendingar þurfum að lifa við og hvernig Seðlabankinn gefur fjármálamönnum afslátt á auðæfum Íslands? 

Þá lifa Íslendingar við ákveðin lífskjör sem eru góð en Seðlabankinn gefur svo auðmönnum meiri afslátt með stuðningi 56 þingmanna:)

Þetta er kaldhæðni.  Ætli þetta hafi verið einnig svona í Suður-Ameríku fyrir hundrað árum?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 02:29

9 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Þegar peningar (og vextir og gengi til bjögunar) eru ekki til staðar til að setja allsherjar-verðmiða á vöur reiknar hver fyrir sig í ljósi þeirrar eftirspurnar og framboðs sem um verður að ræða. Gjaldmiðillinn sem þó verður miðað við, því alltaf verður eitthvað nothæft viðmið til staðar, verður t.d. vinnumagn að baki þeirrar vöru sem falboðin er.

Magn af vöru x sem aðili A mun vilja láta af hendi fyrir tiltekið magn af vöru y frá aðila B yrði að öðru jöfnu það magn sem krefst samsvarandi vinnumagns til framleiðslunnar af x og sem aðili B notar til að framleiða hið tiltekna magn af y.
Málið snýst þá öðrum þræði um að meta hve mikið vinnuafl liggur að baki framleiðslu á tilteknu magni af x og y, eða um hvernig aðilar sannfæri hvern annan um þau atriði.

Kristinn Snævar Jónsson, 23.6.2011 kl. 02:57

10 identicon

Kristinn: Jú, en er þetta rétt reiknað miðað við önnur lönd?  Þess vegna skiptum við á vörum.

Getur verið að við höftum alltaf skiptst á við önnur lönd með röngu gengi?

Þ.e. röngum verðmiða?  Kanski líkt og með hvort gengi drökmunar var rangt skráð við inngöngu í evruna?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 03:02

11 Smámynd: Guðmundur Jónsson

""Í hverju ætli undirbúningur íslenskra stjórnvalda felist?""

Íslensk stjórnvöld trúa því ekki að þetta getir gerst og undirbúa sig því ekki fyrir það, svo einfalt er það. 

Sem betur fer þá hafa núverandi stjórnvöld ekki verið við völd lengi og við búum í reynd enn að því að til jafnaðar hefur stjórnun á íslandi verið með ágætum frá stofnun lýðveldisins.

Guðmundur Jónsson, 23.6.2011 kl. 10:19

12 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Við vitum eiginlega ekki með vissu hvort notað hefur verið rétt gengi gagnvart erlendum gjaldmiðlum hverju sinni hingað til þar sem verð gjaldmiðla hefur ekki verið látið ráðast af hreinni eftirspurn og framboði á markaði með hindrunarlausum hætti.
Hið "rétta" gengi hverju sinni dag hvern kemur varla í ljós nema gjaldeyrir sé boðinn upp hverjum sem hafa vill í landinu, þ.e. þar sem t.d. innflutningsfyrirtæki, ferðafólk, bankar, fjármálafyrirtæki, erlendir fjárfestar innanlands og aðrir bjóða í það magn erlends gjaldeyris sem til ráðstöfunar og sölu er hverju sinni. Ráðstöfunarmagn gjaldeyris myndi þá ráðast af útflutningstekjum útflytjenda, erlendum fjárfestingum innanlands o.fl. og því verði (gengi) sem þeir vilja fá fyrir gjaldeyri sinn hverju sinni. Þetta væri dæmi um fullkominn markað framboðs og eftirspurnar erlends gjaldeyris.

Þegar gengið er ákvarðað með einhverjum öðrum hætti, svo sem einhliða ákvörðunum (regluverki) stjórnvalda og Seðlabankans eins og nú er hérlendis, þá er gengið eðli málsins samkvæmt væntanlega rangt skráð.
Þá "græðir" annar hvor aðilinn, seljendur eða kaupendur gjaldeyris, á kostnað hins. Spurningin er hversu mikið hverju sinni.

Kristinn Snævar Jónsson, 23.6.2011 kl. 10:34

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta er bla bla frétt.  Framhald af annari bla bla frétt.  Síðan kemur enn önnur bla bla frétt efir nokkra daga sem er farmhald af þessum bla bla fréttum og svo koll af kol af kolli.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.6.2011 kl. 10:47

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Og svo kemur Ómar Bjarki og segir bla bla.

Takk fyrir innlitið.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.6.2011 kl. 14:45

15 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Við skulum ekki ætla núverandi íslenskum stjórnvöldum það vit að þeim detti í hug að undirbúa sig fyrir framtíðina. Aldrei að bergðast við fyrr en eftir á og þá með vitlausum hætti, virðist vera þeirra mottó.

Magnús Óskar Ingvarsson, 23.6.2011 kl. 14:48

16 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Stutt inngrip í umræðuna er og það er einfalt! Stjórnin er ónýt ásamt stjórnkerfi okkar og það fyrir löngu flest allir sem búa á Íslandi vita það en gera ekkert í því nema ætla sér að kjósa handónýtan Sjáfstæðisflokkin aftur eins og ekkert hafi í skorist! Guð hvað ég vorkenni samlöndum mínum sem láta teyma sig aftur að feygðarósi!

Sigurður Haraldsson, 23.6.2011 kl. 18:26

17 identicon

já vissulega athyglivert Guðmundur...einhver grey í ESB að vara við hruni Evrunnar en að sjálfsögðu vita íslenskir snillingar betur...enda bara fífl sem taka undir sjónarmið sem massamiðlarnir Gúddera ekki

 Á sama tíma eru ekki síður athyglisverðir hlutir í gangi með hinn ofurmiðilinn hinum megin hafsins....þar sem einhver grey vara við komandi óðaverðbólgu í BNA...og hvað verður þá um Kanada-dollar, þar sem menn eru háðir viðskiptum við BNA?

Nú keppast snillingar á Íslandi við að taka upp eina af þessum 3 myntum...

 hvort skal hlægja eða gráta?

magus (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 00:02

18 Smámynd: Snorri Hansson

Ég er nokkuð viss um að flestar evru þjóðir eru á fullu að undirbúa sig undir þessa breytingu,og hafi verið síðustu mánuði.

Snorri Hansson, 24.6.2011 kl. 02:03

19 identicon

Er Evran að hrynja? þú segir fréttir. En af hverju er gengi Evru svona hátt ef hún er að hrynja?

Þessi síða:http://www.forecasts.org/euro.htm

spáði í Febrúar að gengið á EUR/USD yrði um 1.2 en er núna 2.43. Hún spáir hægri lækkun Evru næstu mánuði.

Ekki er að sjá neitt hrun á Evru í kortunum.

Þessi síða ráðleggur sölu á Evrum.

http://www.forexpros.com/currencies/eur-usd-technical

Það er ekki ólíklegt að Evran lækki heldur næstu mánuði, en hrun er ekki fyrirsjáanlegt.

Og hvað græða þjóðir á því að segja sig frá Evru núna? Þær hefðu þurft að gera það áður en allt hrundi árið 2008.

jkr (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 13:04

20 identicon

Leiðrétting

"EUR/USD yrði um 1.2 en er núna 2.43."

Átti að vera 1.43 en ekki 2.43

jkr (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 14:04

21 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta sýnir vel og undirpinnar kenningu mína um að flestir ísl.  kunna bara að lesa fyrirsagnir.  Það veit LÍÚ og Dabbinn þeirra sem matar fólk með ausu í formi moggagreysins.  Og fólk kokgleypir langsum sem og þversum.  Kokgleypir.

Bottom læn:  Fyrirsögnin er hvergi bökkuð upp í fréttagrein.  Sem vonlegt er.  Enda um bla bla frétt að ræða.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.6.2011 kl. 14:47

22 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fyrirsögnin er hvergi bökkuð upp í fréttagrein.

Í fyrirsögninni er sagt frá undirbúningi fyrir yfirvofandi sundrun evrusvæðisins.

Í fyrstu málsgrein fréttarinnar er skýrt frá því að aðstoðarfjármálaráðherra Bretlands hafi upplýst að slíkur undirbúningur ætti sér stað.

Bottom læn: Fullyrðing Ómars Bjarka er hvergi bökkuð upp. Sem vonlegt er enda um bla bla athugasemd að ræða.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.6.2011 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband