Evran sekkur undir fiðluleik

Giulio Tremonti fjármálaráðherra Ítalíu, sem segist bera örlög evrunnar á herðum sér, líkir nú Þjóðverjum við farþega á fyrsta farrými Titanic, sem héldu áfram að dansa á meðan hljómsveit hússins spilaði, allt þar til skipið var byrjað að hallast og sökkva.

Núna, rétt eins og þá, er búið að telja fólki trú um að "ekkert gæti sökkt þessu skipi". Þess vegna halda gestirnir áfram að dansa fram í votan dauðann, eins og ekkert hafi í skorist, og hljómsveitin leikur undir. Hér má heyra jarðarfarasálminn sem talið er að hafi hljómað á meðan Titanic var að sökkva í sína votu gröf:

Þess má geta að undirritaður hefur sett sér það markmið í lífinu að horfa aldrei á kvikmyndina Titanic.

En áðurnefndur Tremonti á líka skilið að fá verðlaun fyrir einhver kjarnyrtustu ummæli ársins, þegar hann útskýrði nákvæmlega hvað það er sem gerir evruna að gjaldmiðli:

Tremonti: "If I fall, then Italy falls. If Italy falls, then so falls the euro. It is a chain."

Evran er semsagt keðjubréf, sem er ekki sterkara en veikasti hlekkurinn í keðjunni.


mbl.is Líkti evrusvæðinu við ferð með Titanic
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk kafteinn augljós!

Seðlabanki Íslands stóð nýlega fyrir rannsókn sem hefur leitt í ljós að fyrirtæki eru mun líklegri til að hækka verð þegar kostnaður eykst heldur en að lækka verð þegar kostnaður dregst saman. Við þökkum Seðlabanka Íslands að sjálfsögðu fyrir þessa tímamótauppgötvun á sviði hagvísinda, og verkefnaval sem sýnir svo ekki verður um villst hversu vel er farið með peningavaldið og ráðstöfun á almannafé.


mbl.is Meiri vilji til að hækka en lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur genginn í Samtök Fullveldissinna?

„Ég átti langan fund með Abbas forseta...“ sagði Össur... „Þar lýsti ég því yfir að Íslendingar... styddu frjálsa og fullvalda Palestínu..."

Þessi yfirlýsing er jafnframt sögð hafa fallið í góðan jarðveg. Næsta rökrétta skref hlýtur því að vera að í næstu heimsókn sinni til Brüssel lýsi utanríkisráðherra yfir eindregnum stuðningi Íslendinga við frjálst og fullvalda Ísland.

Annað væri jú þversögn.


mbl.is Ísland sýni Palestínu stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópubúar líta til Íslands

Hér má sjá myndband frá Spáni um þá lýðræðisvakningu sem nú á sér stað meðal almennings. Fram kemur að í þessu samhengi sé meðal annars litið til fordæmis frá Íslandi, þar sem almenningur hefur krafist þess að fá að hafa meira að segja um ákvarðanir stjórnvalda og orðið nokkuð ágengt í þeim efnum.

Grikkir íhuga einnig byltingu og hafa jafnvel flutt inn íslenskan ráðgjafa:

Hér er svo skemmtileg ádeila um mál sem tengist Íslandi talsvert:

Gaman að vita til þess að baráttan hér heima sé líka öðrum þjóðum til gagns.


Hálfa trilljón eða greiðslufall í ágúst

Minnesotaríki í Bandaríkjunum er komið í greiðslustöðvun vegna þess að ekki hefur náðst samkomulag um lántökuheimildir á fjárlögum til að fjármagna ríkisreksturinn.

Þetta er í raun samskonar staða og er uppi í þjóðþinginu í Washington, en ríkissjóður hefur nú skuldsett sig að ystu mörkum lántökuheimilda eða um rúmlega 14 trilljónir dala. Til að standa undir rekstri alríkisins hefur fjármálaráðuneytið gripið til þess ráðs að fresta inngreiðslum í ýmsa velferðarsjóði, þar á meðal lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna. Þessi bókhaldsbrella mun þó aðeins duga til að fresta óhjákvæmilegu greiðslufalli til 2. ágúst, hafi ekki náðst samkomulag fyrir þann tíma um auknar lántökuheimildir.

Vegna þessarar stöðu mun þingið ekki taka sumarfrí, en því hefur verið spáð hér að mikið sjónarspil og hrossakaup muni eiga sér stað í sumar á meðan þingmenn ræða niðurskurðaraðgerðir sem stjórnarandstaðan vill setja sem skilmála fyrir hækkun skuldaþaksins. Eftir að hafa mjólkað út hina ýmsu bitlinga fyrir sína hagsmunaaðila muni þingmenn svo á elleftu stundu samþykkja hækkunina, hugsanlega ekki fyrr en 1. ágúst.

En jafnvel þó að þetta gangi eftir og veitt verði heimild fyrir aukinni skuldsetningu, sem mun þá hugsanlega í fyrsta skipti fara yfir 100% af vergri þjóðarframleiðslu, er samt ekki víst að það dugi til. Í ágúst koma nefninlega ríkisskuldabréf fyrir $467,4 milljarða til innlausnar, sem mun þurfa að endurfjármagna með einhverjum hætti. Á sama tíma þarf líka einhvernveginn að fjármagna $134,3 milljarða uppsafnaðan rekstrarhalla.

Bandaríkin hafa verið rekin með viðvarandi tapi það sem af er þessari öld og opinberar skuldir nema nú tæpri þjóðarframleiðslu, sem er svipað og skuldahlutfall Írlands. Þegar þetta er skrifað hefur Bandaríkjastjórn 60 daga til að finna kaupendur að skuldarviðurkenningum sínum fyrir meira en hálfa trilljón dala eða hér um bil 4% af þjóðarframleiðslu. Gangi þeim vel.


mbl.is Starfsemi ríkisins í Minnesota hefur stöðvast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr dagur í evrópuleikhúsi fáránleikans

Um daginn sagði talsmaður framkvæmdastjórnar ESB að engar varáætlanir væru fyrir hendi vegna skuldavanda Grikklands. Svo breyttist frásögnin og þá var allt í einu orðin til margra vikna gömul áætlun á örfáum dögum. Engin skynsamleg skýring hefur fundist...

Ofbeldi á Stjórnarskrártorgi

Fyrir stundu lauk atkvæðagreiðslu í gríska þinginu um niðurskurðaraðgerðir vegna neyðarlánveitinga frá ESB/ECB/IMF þríeykinu. Eins og hér hafði verið spáð voru aðgerðirnar samþykktar með 155 atkvæðum og talsverðu magni af táragasi gegn 138 atkvæðum og...

Bein útsending: Grikkland á suðupunkti

Gríska þingið mun í dag greiða atkvæði um afar harkaleg og óvinsæl niðurskurðaráform til að uppfylla skilyrði vegna neyðarlánveitinga frá ESB/ECB/IMF þríeykinu. Boðað hefur verið til tveggja sólarhinga allsherjarverkfalls í mótmælaskyni og hafa...

Bein útsending frá Aþenu

Í gríska þinginu fara nú fram umræður um fyrirhuguð niðurskurðaráform vegna skilyrða neyðarlána frá IMF/ESB. Allsherjarverkfall hefur verið boðað og mótmælendur safnast saman í miðborginni, þar sem nú þegar hafa brotist út átök og táragasi verið beitt....

Héraðsdómur Suðurlands tekur kvittanir ekki gildar

Héradómur Suðurlands hefur komist að þeirri niðurstöðu að kvittanir sem gefnar hafa verið út fyrir greiðslum sem inntar hafa verið af hendi, séu ekki endanlegar. Dómurinn virðist telja seinni tíma lög sem breyta forsendum afturvirkt (í þessu tilviki lög...

Bein útsending frá Aþenu

Það er farið að hitna talsvert í kolunum í Aþenu, en fyrirhuguð niðurskurðaráform stjórnvalda vegna neyðarlána ESB/IMF verða tekin til umfjöllunar í gríska þinginu í dag. Stéttarfélög hafa boðað til tveggja sólarhringa allsherjarverkfalls og mótmæli...

ESB: Plan B fyrir Grikkland! ???

Ekki er liðin vika síðan stjórnendur Evrópusambandsins fullyrtu að engin varaáætlun væri fyrir hendi ef svo færi að björgunaráætlun evrópska bankakerfisins vegna skuldavanda Grikklands myndi bregðast. Nú herma heimildir Reuters innan evrópska...

Anonymous lýsa stríði á hendur kerfinu

"THE PLAN" IS NOW LIVE. PHASE 1: INITIATED. WAR AGAINST THE SYSTEM. http://www.whatis-theplan.org Become a member and join us as we initiate a movement for real change. "The Plan" 1 year. 3 phases. A world of change. Share this message with everyone you...

Kjarnorkuver á bólakafi: engin hætta?

Að undanförnu hafa mikil flóð verið í Missouri og Missisippi ánum í Bandaríkjunum. Flóðvatn hefur meðal annars ógnað kjarnorkuverinu í Fort Calhoun í Nebraska, og nú hefur varnargarður sem reistur hafði verið umhverfis orkuverið brostið, með þeim...

Útför Evrunnar

Evrópuþingmaðurinn og efasemdamaðuriin Nigel Farage tók af skarið og hélt útför Evrunnar úti á götu í Brüssel á föstudaginn. Fjármálaráðherra Þýskalands segir að aðildarríki evrusvæðins búi sig nú undir það versta í tengslum við skuldavanda Grikkja, og...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband