Almenna leiðréttingu NÚNA!

Samstarfi íslenskra stjórnvalda og alþjóðagjaldeyrissjóðsins lauk formlega í dag þegar síðasta endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands var samþykkt af stjórn sjóðsins í Washington. Þessu hefðu margir eflaust viljað fagna. En því miður fellur fögnuðurinn í skuggann af skelfilegri stöðu íslenskra heimila sem berjast nú við botnlausa skuldsetningu, og holskefla nauðungaruppboða er í uppsiglingu þar sem þúsundir aðfararbeiðna liggja á borðum sýslumanna og bíða afgreiðslu.

Það kveður nánast við saknaðartón í fyrirsögn fréttatilkynningar forsætisráðuneytisins: "Ísland útskrifast: Samstarf Íslands og AGS um efnahagsáætlun komið á leiðarenda". Margt vekur furðu við lestur tilkynningarinnar, þar er meðal annars fullyrt berum orðum að öll meginmarkmið áætlunarinnar hafi náðst, hvorki meira né minna. Svo eru þau markmið talin upp:

  • Efnahagslegur stöðugleiki
  • Aðlögun ríkisútgjalda
  • Varðstaða um útgjöld til velferðarmála til að milda áhrif kreppunnar
  • Endurreisn fjármálakerfisins
  • Lausn skuldavanda heimila og fyrirtækja
  • Endurreisn trausts á íslenskt efnahagslíf

Í tilefni þessara merku tímamóta er sennilega við hæfi að líta um öxl og skoða hversu vel hefur tekist að ná þessum markmiðum. Efnahagslegur stöðugleiki: það er auðvitað alltaf stöðugleiki í kyrrstöðu ekki satt? Reyndar er verðbólgan aftur á uppleið, sem kemur ekki á óvart þar sem misheppnuð peningastefna og verðrygging hjálpast að við að knýja hana. Ríkisútgjöld: á síðasta ári var ríkissjóður rekinn með 123 milljarða halla, þar af 41 milljarð umfram fjárheimildir, þarf að hafa fleiri orð um það? Um útgjöld til velferðarmála má hafa tvö orð: blóðugur niðurskurður. Endurreisn fjármálakerfisins hefur reyndar heppnast ef svo má segja, það hefur verið endurreist í sömu mynd og fyrir hrun: alltof stórt, óhagkvæmt, gjörspillt og andsamfélagslegt, á kostnað heimilanna og verðmætasköpunar í atvinnulífinu. Lausn á skuldavanda heimilanna: hefur öðru fremur komið fram í formi lífseigrar þjóðsögu um einhverskonar skjaldborg sem enginn hefur nokkru sinni séð með eigin augum. Endurreist traust: ef íslensk fyrirtæki njóta trausts stafar það hugsanlega af því að þau eru að gera góða hluti, og íslenska þjóðin hefur tvisvar sýnt með áberandi hætti andstöðu sína við ábyrgðarleysi í ríkisfjármálum. Sá árangur hefur náðst þrátt fyrir stjórnvöld en hvorki vegna þeirra eða AGS.

Í tilkynningunni er svo gerð nánari grein fyrir hverju þessara atriða, reyndar að einu undanskildu. Þar er ekki að finna stakt orð um meint "útgjöld til velferðarmála til að milda áhrif kreppunnar", sem samræmist reyndar því miður raunveruleikanum. Þar sem fjallað er um "víðtækar aðgerðir til úrlausnar skuldavanda heimila" eru talin upp 110% leiðin, vaxtabætur og niðurgreiðslur. Tökum þessi tvö atriði til nánari athugunar: Meginvandi skuldsettra heimila er yfirverðsetning. 110% veðsetning er líka yfirveðsetning, og verðbólgan sér til þess að þetta verður bráðum 120%, svo 130% o.s.frv. svo í því felst ekki nokkur lausn. Vaxtabætur og niðurgreiðslur eru nákvæmlega það, niðursgreiðslur vaxta, en það hefur engin áhrif á höfuðstól skuldar þó vextirnir séu niðurgreiddir. Meginvandi heimilanna er sá eignarhluti sem hefur færst úr heimilisbókhaldinu yfir á efnahagsreikninga bankakerfisins, og yfirveðsetning sem heldur fasteignamarkaðnum í frosti.

Svo það sé alveg kristaltært þá skal áréttað, að íslensk stjórnvöld hafa hingað til ekki gripið til neinna aðgerða sem hrófla við efnahagsreikningum bankakerfisins í því skyni að leysa skuldavanda heimilanna. Meðal þess sem hefur staðið í vegi fyrir því eru einmitt viljayfirlýsingar stjórnvalda til AGS þar sem því hefur ítrekað verið lofað að ekki yrði gengið lengra í úrræðum fyrir skuldsett heimili en þegar hefur verið gert. Boðskapur fréttatilkynningarinnar er því álíka veruleikafirrtur og flest sem snýr að meintri endurreisn efnahagslífsins.

Okkur eru þó sem betur fer ekki allar bjargir bannaðar. Nú þegar samstarfinu við AGS er formlega lokið, þá eru stjórnvöld væntanlega ekki lengur bundin af áðurnefndum viljayfirlýsingum. Það ætti því ekki að vera neitt til fyrirstöðu að nú verði ráðist í almenna skuldaleiðréttingu til að lagfæra þá ósanngjörnu eignaupptöku sem heimilin hafa orðið fyrir vegna efnahagshrunsins, það eina sem þarf er viljinn.

Nú þegar hafa yfir 25.000 manns tekið þátt í Undirskriftasöfnun Heimilanna, sem verður afhent þegar þing kemur saman í haust. Þangað til má nota lausan tíma til að gera hljóðprufur og finna háværustu búsáhöldin ásamt því að æfa sig að lemja í tunnu. Þeir hörðustu byrja kannski að byggja upp þol fyrir piparúða með heimaæfingum? En umfram allt að fá sem flesta til að skrifa undir, þetta er ekki eingöngu hagsmunamál þeirra sem lentu í hruninu síðast, heldur líka þeirra sem eiga eftir að lenda í því næsta.

Sjáumst í byrjun október.


mbl.is Samstarfinu við AGS lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndbandskynning um verðbótaútreikninga

Hér má sjá samantekt Guðbjörns Jónssonar á lagagrundvelli verðbótaútreikninga, ásamt ítarlegri greiningu hans á ólíkum reikniaðferðum fyrir afborganir verðtryggðra lána.

Munið svo eftir Undirskriftasöfnun Heimilanna


mbl.is Gætu þurft að afskrifa milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menningarnótt Heimilanna 2011

Menningarnótt Heimilanna 2011

Hagsmunasamtök heimilanna verða með fjölskylduvæna dagskrá frá klukkan 13 til 17 á menningarnótt. Við verðum á horni Laugavegar og Skólavörðustígs og munum fagna því í samvinnu við öflugan hóp listamanna að yfir 20.000 undirskriftir hafa safnast í undirskriftasöfnun heimilanna.

Á staðnum verða einnig sjálfboðaliðar samtakanna með nettengdar tölvur fyrir þá sem eiga enn eftir að taka þátt.

Á meðal atriða við hæfi stóra fólksins eru Blússveit Þollýjar, KK og Ellen, Einar Már Guðmundsson, Gimaldin Magister, Hjörtur Howser, Jussanam Dejah, Kristín Tómasdóttir, El Puerco og kór Heimavarnarlisins og Tunnanna, en fyrir smáfólkið verður andlitsmálun, götukrítar, sápukúlur og fleira skemmtilegt í boði

Auk þess munu undirskriftalistar liggja frammi fyrir þá sem vilja taka þátt í söfnuninni upp á gamla móðinn með eigin undirskrift.

Sjálfboðaliðarnir munu einnig veita upplýsingar um undirskriftasöfnunina, s.s. þann þjóðarhag sem almenn lánaleiðrétting þjónar, þá almannahagsmuni sem verðtryggingingin gengur berlega gegn og þá meinbugi sem Hagsmunasamtök heimilanna sjá á framkvæmd hennar. Hvað það síðasttalda varðar, þá hafa samtökin sem kunnugt er leitað eftir áliti Umboðsmanns alþingis og bíður embættið nú skýringa Seðlabanka Íslands á því hvort og þá hvaða lagastoðir reglur bankans um verðtryggingu styðjist við.

Ekki er enn ljóst hve margir alþingismenn verða á meðal sjálfboðaliða, en þeim hefur öllum verið boðið að leggja fram aðstoð sína við undirskriftasöfnun heimilanna á Menningarnótt. 

Dagskrá:

13:00 Blússveit Þollýjar, tónlist

13:30 KK og Ellen, tónlist

14:00 Einar Már Guðmundsson, upplestur

14:30 Jussanam Dejah, tónlist

15:00 Gimaldin Magister, tónlist

15:30 Kristín Tómasdóttir, upplestur

16:00 Kór Heimavarnarliðsins og Tunnanna

16:30 Elías Bjarnhéðinss, tónlist

Sjáumst á Menningarnótt.


Kennslustund í verðbótareikningi

Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Stefáni Inga Valdimarssyni stærðfræðingi að það gefi sömu niðurstöðu fyrir lántaka að verðbæta höfuðstól láns og að verðbæta greiðslur af sama láni. En fyrst það er stærðfræðingur sem heldur þessu fram er ef til vill við hæfi að setja fullyrðingu hans fram á stærðfræðilegan hátt.

Látum: E = Eftirstöðvar; A = Afborgun;  V = Vaxtaprósenta;  N = Neysluverðshlutfall

Afborgun er höfuðstóll deilt með fjölda gjalddaga. Neysluverðshlutfall miðast við grunnvísitölu.

Mánaðarleg greiðsla af venjulegu (óverðtryggðu) láni er reiknuð sem afborgun inn á höfuðstól að viðbættum vöxtum af eftirstöðvunum, eða:

G = A + E * V

Ekkert flókið eða undarlegt við það. Sé greiðslan hinsvegar verðtryggð þá ætti formúlan að líta svona út, þ.e.a.s. greiðslan sinnum hlutfallsleg vísitöluhækkun:

Gv = G * N

Setjum nú inn fyrir G og fáum:

Gv = G * N = (A + E * V) * N 

Næst skulum við ákvarða samskonar greiðslu af verðbættum höfuðstól.
Afborgunarþátturinn hefur þá hækkað í hlutfalli við vísitölu, eða A * N og vextina þarf að reikna af hækkuðum eftirstöðvum eða E * N, og þá fáum við:

Gvh = (A * N + E * N * V) * N

Tökum svo verðbótastuðulinn út fyrir sviga:

Gvh = N * (A + E * V) * N

Eins og sjá má inniheldur síðari hlutinn nú þátt sem jafngildir Gv svo við megum setja það inn í staðinn:

Gvh = N * (A + E * V) * N = N * Gv

Rifjum nú upp fullyrðingu stærðfræðingsins: hún var á þá leið að leggja mætti að jöfnu greiðslur af verðbættum höfuðstól og verðbættar greiðslur af höfuðstól skv. lögum. Í sinni hreinustu mynd þá fullyrðir hann að eftirfarandi yrðing sé sönn:

Gvh = Gv

Þar sem við höfðum áður fundið að Gvh =  N * Gv má umrita fullyrðinguna þannig:

N * Gv = Gv

Deilum með Gv báðum megin og fáum þá loks:

N = 1

Þar sem N er hlutfallið milli neysluvísitölu á gjalddaga og á lántökudegi, getur það aðeins verið 1 ef vísitalan er sú sama, sem jafngildir því að engin verðbólga hafi orðið. Fullyrðing stærðfræðingsins er þá og því aðeins sönn að verðbólga sé 0%.

Sé verðbólga hinsvegar viðvarandi, eins og við íslenskar aðstæður, þá gildir að:

N > 1

Og þar af leiðir að:

N * Gv > Gv

Sem jafngildir aftur á móti:

Gvh > Gv

Á mannamáli þýðir þetta að greiðslur af verðbættum höfuðstól séu í raun hærri en verðbættar greiðslur, við eðlilegar íslenskar aðstæður. Ég er reyndar ekki stærðfræðingur, heldur kerfisfræðingur, en stærðfræðin hér að ofan inniheldur samt ekkert sem ég lærði ekki á fyrstu önn í menntaskóla. Hafi mér skrikað fótur í algebrunni skora ég á þá sem halda því fram að benda á hvar villuna er að finna.Hver veit nema það séu verðlaun í boði?

Í gærkvöldi mátti í Kastljósi heyra mann sem bar fyrir sig 12 ára kennsluferli í núvirðingu halda því fram að ef allar greiðslur af slíku láni væru núvirtar, þá gæfi það sömu niðurstöðu. Með þessu fellur hann í þá rökgildru sem er svo algeng þegar fólk er að reyna að átta sig á lánaútreikningum, að gleyma að taka tillit til tímaþáttarins. Það er að segja að greiðslur á ekki að núvirða afturvirkt þegar litið er til baka yfir lánstímann, heldur skal núvirða þær á þeim degi sem þær gjaldféllu.

Getur verið að stærðfræðingurinn falli í sömu gildru?


mbl.is Reikningsaðferðirnar breyta engu fyrir lántakendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýnidæmi um útreikning verðbóta

Köllum: A=afborgun (heildarlánsfjárhæð/fjöldi gjalddaga), E=eftirstöðvar (höfuðstóls), V=vaxtahlutfall (prósenta), N=neysluverðsstuðull (hlutfallsleg hækkun vísitölu)

1) Í stað þess að verðbæta á hverjum gjalddaga greiðslu af nafnvirði eftirstöðva:

(A + E*V) * N

2) Þá verðbæta bankarnir greiðslu af verðbættum eftirstöðvum:

(A*N+ E*N*V) * N

Tökum verðbæturnar út fyrir sviga:

(A + E*V) N*N

=

(A+E*V) * N^2

Ef niðurstaðan er borin saman við lið 1) þá sést glögglega hverju munar, í stað þess að borga eðlilega verðtryggingu, þá eru lántakendur krafðir um verðbætur í öðru veldi! Fyrir þeirri reikniaðferð er engin lagastoð, og öruggt má telja að þetta er ekki það sem fólk taldi sig vera að skrifa undir þegar það tók verðtryggð lán.

Munið að taka þátt í undirskriftasöfnun heimilanna: undirskrift.heimilin.is


mbl.is Umboðsmaður kannar útreikninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði vill falsað geimverustríð

Paul Krugman nóbelsverðlaunahafi í hagfræði í viðtali á CNN: If we discovered that space aliens were planning to attack and we needed a massive buildup to counter the space alien threat and really inflation and budget deficits took secondary place to...

Hvenær er nauðungaruppboð löglegt?

Það sem af er ári hafa 175 fasteignir verið seldar ofan af Reykvíkingum og vel á annað þúsund uppboða til viðbótar eru í farvatninu. En hversu mörg þessara uppboða ætli séu í raun og veru lögmæt? Í Bandaríkjunum er uppi sú fáránlega staða að lögmæti...

Stjórnarskrárfrumvarpið mitt

FRUMVARP að Stjórnarskrá 1. gr. Stjórnarskrá þessi er æðsta löggjöf aðila hennar . Ekkert má lögfesta sem brýtur í bága við æðri löggjöf. 2. gr. Það er bannað að vera vondur við aðra. Refsing skal vera í samræmi við brotið. 3. gr. Lagasetningu fylgir...

Hagfræðirapp

Sjáið hagfræðingana Friedrich Hayek frumkvöðul efnhagslegs athafnafrelsis, og John Maynard Keynes boðbera ríkisafskipta og miðstýringar, útkljá hugmyndafræðilegan ágreining sinn með einvígi í bundnu máli: "Fear the Boom and Bust" a Hayek vs. Keynes Rap...

Sjálfsmark?

Knattspyrnuliðið Real Madrid tók árið 2009 lán að jafnvirði 12,7 milljarða króna hjá Sparisjóði Madridar, til að fjármagna kaup félagsins á leikmönnunum Ronaldo og Kaká. Sparisjóðurinn á nú í kröggum og hefur leitað á náðir evrópska seðlabankans um...

Fuglinn Fönix, eða Felix?

Hugo Chavez byltingarleiðtogi Venezúela segist risinn upp úr veikindum sínum: "eins og fuglinn Fönix". Þetta vekur óneitanlega upp minningar um svipuð ummæli byltingarleiðtogans í Reykjavík, Jóns Gnarr, eftir að hann hafði dregið framboð Besta Flokksins...

Skuldaþaksrapp

Remy: Raise The Debt Ceiling Rap Raise da debt ceiling! Raise da debt ceiling! Raise da debt ceiling! Raise da debt ceiling! 14 trillion in debt but yo we ain't got no qualms droppin $100 bills and million dollar bombs spending money we don't have that's...

Moody's hefur afskrifað IceSave

Matsfyrirtækið Moody‘s hefur gefið út árlega matsskýrslu um Ísland, þar sem lánshæfiseinkunn ríkisins er staðfest (Baa3). Þar með hefur fótunum verið kippt undan málflutningi þeirra sem spáðu efnahagslegum dómsdegi ef IceSave samningurinn yrði ekki...

NewsCorp einnig á athugunarlista hjá LulzSec

NewsCorp fjölmiðlasamsteypa Rupert Murdoch hefur verið sett á athugunarlista hjá matsfyrirtækinu S&P. En það virðast fleiri hafa Murdoch og fyrirtæki hans til athugunar. Fyrir stundu birtust þessi skilaboð á twitter frá fylgismanni Anonymous: Sun/News of...

Evrópusamruni nái einnig til ríkisskulda?

Sérfræðingar norræna bankans Nordea leggja til útgáfu einskonar evruskuldabréfa, sameiginlegra skuldabréfa aðildarríkja evrusvæðisins, sem lausn við skuldavandanda ríkjanna í myntbandalaginu. Hugmyndin er, að E-skuldabréfin verði gefin út af...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband