Stjórnarskrárfrumvarpið mitt

FRUMVARP

að Stjórnarskrá

1. gr. Stjórnarskrá þessi er æðsta löggjöf aðila hennar
Ekkert má lögfesta sem brýtur í bága við æðri löggjöf.

2. gr. Það er bannað að vera vondur við aðra. 
Refsing skal vera í samræmi við brotið.

3. gr. Lagasetningu fylgir fræðsluskylda.
Stjórnarskráin skal kennd öllum aðilum.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.
Sökum þess hve mikið hefur vantað upp á að fyrri stjórnarskrá væri framfylgt, þykir full ástæða til endurskoðunar og mikillar einföldunar á þessum æðstu lögum landsins, og að skilgreina þau kirfilega sem slík í 1. gr. Stjórnvöld sem ekki standa vörð um réttindi borgaranna með því að framfylgja stjórnarskrá, eru ekki aðeins vond við þann einan sem fyrir brotinu verður í hvert sinn, heldur alla þegna ríkisins í nútíð sem og framtíð, en þegar einu sinni hefur verið grafið undan gildum stjórnarskrár verður það seint eða aldrei aftur tekið. Augljóslega yrði slík vanræksla refsiverð samkvæmt 2. gr. frumvarpsins, og alvarleiki brotsins yrði þá meðal annars að skoðast með hliðsjón af fjölda brotaþola og þess tíma sem áhrifa slíkra brota gætir, sem kann jafnvel að verða ótakmarkaður að lengd. Til þess að geta varið sig fyrir slíkum brotum er nauðsynlegt að allir þekki réttindi sín eins og fjallað er um í 3. gr. Jafnframt er ríkinu gert skylt að kynna ný lög fyrir öllum sem gert er að fylgja þeim eða kunna að verða fyrir áhrifum af lagasetningu áður en hún tekur gildi. Ætla má að hvaða stjórnvöld sem er hugsi sig tvisvar um áður en þau brjóti stjórnarskrá samkvæmt frumvarpi þessu.

Reykjavík 31. júlí 2011


mbl.is „Stjórnarskrá gerræðisríkis“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Þótt ég hafi ekki mikið álit á Jónasi Kristjánssyni frekar en öðrum sem eru tengdir sorpblaðinu DV, þá er ég sammála því sem hann segir í fréttinni, en það sem hann nefnir varðandi persónufrelsi var þegar afnumið með stjórnarskrárbreytingunum 1995. Ef stjórnarskráin er athuguð með hliðsjón af þeim málsgreinum, sem var bætt við þá, sést greinilega að þar er verið að útþynna tjáninga- og fundafrelsið.

Þess vegna hef ég í athugasemdum mínum hér á blogginu ævinlega lagt til, að áður en fleiri breytingar verði gerðar á stjórnarskránni, þá eigi fyrst að afnema breytingarnar frá 1995.

Vendetta, 31.7.2011 kl. 11:42

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Góður. Hún getur ekki verið einfaldari.

Komum saman í party og hlæjum að stjórninni. 

Gæti bætt heilsuna.

Eggert Guðmundsson, 1.8.2011 kl. 01:47

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef menn eru almennt sáttari við 19. aldar danska stjórnarskrá, en þetta nýja frumvarp, þá er ekki yfir miklu að kvarta.

Það hlýtur að vera framsýnum gagnrýnendum núverandi kerfis fagnaðarefni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.8.2011 kl. 16:20

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vandamálið við núverandi stjórnarskrá er ekki innihaldið, heldur að það er ekki farið eftir henni. Þess vegna legg ég til refsiákvæði.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.8.2011 kl. 04:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband