ESB: Plan B fyrir Grikkland! ???

Ekki er liðin vika síðan stjórnendur Evrópusambandsins fullyrtu að engin varaáætlun væri fyrir hendi ef svo færi að björgunaráætlun evrópska bankakerfisins vegna skuldavanda Grikklands myndi bregðast. Nú herma heimildir Reuters innan evrópska stjórnkerfisins hinsvegar að varaáætlun hafi reyndar verið í undirbúningi um nokkura vikna skeið. Augljóslega geta ekki bæði verið rétt samtímis, og því eru aðeins tveir möguleikar fyrir hendi.

1) Varaáætlun hefur raunverulega verið í smíðum, en í stað þess að segja sannleikann kjósa æðstu stjórnendur ESB þar á meðal forsetinn Jóse Manual Barroso, að setja fram lygar sem fela í sér óljósa hótun um skelfilegar afleiðingar ef ekki verði farið að vilja þeirra í einu og öllu. Þetta gæti verið til þess að...

  1a) ...þrýsta á um samþykki grískra stjórnvalda, eða....

  1b) ...skapa ímynd(aðan) trúverðugleika á björgunarpakkanum.

Semsagt er annaðhvort tæpur meirihlutavilji fyrir áformum um niðurskurð, eða þá að björgunarpakkinn er einfaldlega ótrúverðugur, nema hvorutveggja sé. Hinn möguleikinn:

2) Tilvist meintrar varaáætlunar er lygin ein, gerð til þess að skapa ímynd(aðan) trúverðugleika á vinnubrögðum yfirstjórnar ESB. Semsagt þá er raunverulega engin varaáætlun, yfirstjórnendur ESB hafa ekki hundsvit á því sem þeir eru að gera og hafa þar af leiðandi engan trúverðugleika.

Hvorugur möguleikinn er góður.

Engum sögum fer af undirbúningi íslenskra stjórnvalda vegna skuldakreppu evrusvæðisins, eða hugsanlegum varaáætlunum, heldur er utanríkisráðherra staddur í Brüssel til að hefja formlegar aðildarviðræður Íslands að þessu hægfara járnbrautarslysi. Það er meginstefnumál flokks hans, reyndar það eina í efnahagsmálum, og þar eru engar varaáætlanir gerðar. Í sértrúarsöfnuðum þurfa hinir innvígðu nefninlega bara að hlýða ritningunni í blindni og þá mun þeim berast frelsun sem af himnum ofan, eða svo segir allavega sá sem sakramentinu útdeilir.


mbl.is ESB með varaáætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er alveg magnað og talandi fyrir þetta laumuspil að vilja ekki gefa upp hvað í þessari varaáætlun felst.  Ef það eru tveir kostir, hvað stendur gegn því að leggja þá báða á borðið?  Er þeim raunar stætt á svona viðbjóðslegum vinnubrögðum?

Hvað mynndum við segja ef okkar ríkistjórn hefði í frammi svona manipúleringar? (raunar hefur hún haft frammi skyldar manipúleringar og lygar í Icesave, sem hefði átt að tryggja þeim fangavist fyrir landráð)

Grikkir munu nú væntanlega enn frekar hafna lögunum til að fá að sjá hinn kostinn, er það ekki? 

Snýst þetta úrræði um aðhenda þeim úr Evrunni og hjálpa þeim að taka Drökmuna upp aftur? Eða jafnvel henda þeim úr ESB (sem er sami hlutur í raun)

Það eru fleiri kostir. Gjaldþrot. Sennilega besti kosturinn til að koma þeim úr snörunni, nú eða afskrift skulda áður en þær kæfa sjálfan seðlabanka ESB. 

Hvað um að hleypa Kínverjum að kötlunum?  Sé það ekki sem fjarstæðukennda hugmynd miðað við að þeir eru þegar að kaupa álfuna upp.  Evran væri hrunin fyrir þó nokkru ef ekki væri fyrir kaup þeirra á ríkisskuldabréfum innan sambandsins.  Þeir vilja halda lífinu í neytandanum og það gera þeir best með að eiga hann líka.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.6.2011 kl. 23:56

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ódýrasta leiðin og öruggasta er tabula rasa. Allsherjar afskrift. Þetta er komið í þær upphæðir að þeir fá aldrei krónu af þessu til baka, auk þess sem þetta mun drepa kúnna á staðnum.

Þeir munu ekki finna fyrir þessu en fordæmið er það sem þeir óttast. Og svo eru það að sjálfsögðu bankarnir, sem munu einhverjir springa eins og sápukúlur. Það heitir einfaldlega að leyfa þeim að gjalda áhættunnar og axla ábyrgð. Allt er þetta til komið fyrir ábyrgðarleysi þeirra og svo að sjálfsögðu blekkingar Goldman Sucks og wallstreet.

Ef þetta er eki stríð, þá veit ég ekki hvað er stríð sagði Michael Hudson. Nú er spurning um að finna sér jármbrautarvagn og semja.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.6.2011 kl. 00:03

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kínverski forsætisráðherrann lýsti því yfir nýlega að þeir myndu veita Evrópu neyðarlán þegar Evrópa sjálf getur ekki meir, til að afstýra hruni. Þar með væri Kína raunverulega búið að yfirtaka hlutverk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.6.2011 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband