Nýr dagur í evrópuleikhúsi fáránleikans

Um daginn sagði talsmaður framkvæmdastjórnar ESB að engar varáætlanir væru fyrir hendi vegna skuldavanda Grikklands. Svo breyttist frásögnin og þá var allt í einu orðin til margra vikna gömul áætlun á örfáum dögum. Engin skynsamleg skýring hefur fundist á þessum öfugmælum og tilvist mentrar varáætlunarinnar því sveipuð fullkominni dulúð.

Núna segir grískur stjórnarþingmaður að Þýskaland undirbúi sig fyrir greiðslufall Grikklands. Kannski er þar komin fram hin leynilega áætlun: Að bjarga Þýskalandi á meðan Grikkland sekkur? Hver veit?

Breska fjármálaráðuneytið undirbýr sig jafnvel fyrir að evrusvæðið sundrist, og fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands fullyrðir meira að segja að það muni gerast. Bretar hafa reyndar lengst af verið tortryggnir gagnvart myntbandalaginu. Líklega vegna þess að það ógnar stöðu pundsins sem alþjóðlegs viðskiptagjaldmiðils.

Greiningardeildir spá því að áhrifin af gjaldþroti Lehman bankans haustið 2008 muni blikna í samanburði við það sem mun eiga sér stað ef Grikkland verður gjaldþrota. Kínverjar búa sig undir að koma Evrópuríkjum til bjargar með neyðarlánum þegar björgunarsjóði ESB/IMF þrýtur, til að viðhalda markaðnum fyrir útflutningsvörur sínar. Seðlabankastjóri Bandaríkjanna hefur af þessu miklar áhyggjur, og fulla ástæðu til þess.

Íslensk stjórnvöld sækjast hinsvegar fullum fetum eftir aðild að því hægfara efnahagsjárnbrautarslysi sem nú á sér stað í Evrópu, með einbeittum vilja til upptöku hins sameiginlega gjaldmiðils myllusteins.

http://www.amx.is/skjalasafn/af3f2e008b2e057f58b5a283ecc8713f/crop_500x.jpg

Stækkunarstjóri Evrópusambandsins er himinlifandi eins og sjá má, enda snýst hlutverk hans aðeins um að finna ný aðildarlönd ginningarfífl, en ekki velferð þeirra sem þegar eiga aðild. Svo sterk er þessi árátta að í Brüssel er meira að segja haldið úti sérstakri skrifstofu stækkunarmála. Í líffræði eru til hugtök yfir svoleiðis fyrirbæri...

Það sem hinsvegar stækkar hraðast eru björgunarpakkarnir sjúkdómseinkennin.


mbl.is Þýskaland sagt undirbúa greiðslufall Grikklands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér má finna skemmtileg "tidbits" Frá Story heitinum á síðu hans. Þar fæst innsýn í þá glæpamyllu sem er að kokka begga megin hafs.  Það sem er að ske í Evrópu hefur verið vitað lengi af EU klíkunni og allt er "Going according to plan"

Þarna er listi af Fraudulent lögum og lagabreytingum í US til að liða í sundur regluverkið fyrir þeirra risarán. Þarna eru "Spádómar" Soros settir í samhengi og sýnt að hann er ekki spámaður, heldur hefur hann sínar upplýsingar fyrirfram og spilar með. (talandi um risastór innherjasvik líka að sjálfsögðu)

Einnig má sjá að yfirskrift Maastricht sáttmálans er nákvæmlea sú sama og á samskonar regluverki frá Nasistum.

Einhverjum þætti freistandi að kalla þetta conspiratory rant, en ég held opnum huga. It all makes sense.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.7.2011 kl. 05:07

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Einnig merkileg atriði varðandi BP slysið. 

Jón Steinar Ragnarsson, 2.7.2011 kl. 05:10

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er vert að hugleiða hugtakið Lib-lab-con, sem bretar nota yfir þá staðreynd að í raun sé einn flokkur og ein stefna ráðandi í landinu, sem leynt og ljóst styðja totalitarianisma EU og upplausn þjóðríkja. Nafnið er að sjálfsögðu sett saman úr Liberal labour og concervative.  Sama hugtak er til í USA sem Republicrat.

Það er í raun eitt afl sem ræður, sem flippar á milli merkimiða í kosningum, svo fólk heldur að það sé að kjósa andstæð öfl.  (Vinsamsjálf kannski viðeigandi hér).

Totalitarianisminn á sér engar málamiðlanir. Sósíalistar og Nazistar byggðu í raun á prinsippum Marxismans, með ólíkum nálgunum en sömu niðurstöðu.

Athyglivert að velta þessu fyrir sér, enda teiknin um þetta augljós.  Hér voru sjálfstæðismenn kyndilberar glóbalismans eða alþjóðavæðingarinnar á meðan  Samfyllkingin og vinstriöflin advókera fjölþjóðahyggju. Misjafnar nafngiftir á sama hlut. 

Allt er þetta leikur að orðum. Það er inntak spunans og ídeológíu Bernais t.d.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.7.2011 kl. 08:07

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Raunar er "Fjórflokkurinn" nafngift okkar á sama hlut. Það er engin tilviljun að það hefur fest sig í málinu, þót eitthvað vanti uppá að fólk skilji þýðinguna miðað við flokkadrætti vinstrimanna hér.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.7.2011 kl. 09:29

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir góðan pistil Guðmundur og eins var mjög gaman að lesa þitt innlegg Jón Steinar.

Á einhverjum tímapunkti verður fólk að átta sig á að þetta snýst ekki um vinstri og hægri, eða allt það sem rifist var um í den, heldur snýst þetta um "okkur" og þá.

Þar sem "við" erum hinn venjulegi maður sem "þeir" vilja ræna, ræna eigum okkar og samfélagi.

Og við þurfum að sameinast gegn þeim.

Það er okkar eina von.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.7.2011 kl. 09:44

6 identicon

Þið gleimið einu mikilvægu atriði drengir, og það er það að Kína, Bretland, Frakkland, Rússland og Bandaríkin eru á sama báti.  Rússland fór inn í Afganistan á sínum tíma, en gátu ekki lokið verkinu.  Hverjir eru þar núna, til að gera nákvæmlega sama verk, ef ekki Bandaríkjamenn?  Hverjir eru í dag, að byrja fjárfestingar í mið-Austurlöndum í kjölfar stríðsins þar, ef ekki Kínverjar?

Drengir, Evrópa er undir árás ... frá öllum hliðum.  Bandaríkjamenn vilja Evrópu feiga, því Evrópa hefur undanfarin 2000 ár, verið sterkasta veldið, og hér hefur þróunin átt sér stað hraðast.

Við höfum ekkert í Evrópubandalagið að gera, því þar eru við stjórn menn sem eru að fremja sjálfsmorð Evrópu, fyrir hönd Bandaríkjanna.  Bandaríkin eru ekkert svona illa stödd, eins og þau vilja vera láta.  Af þessum tæpum 5 triljónum bandaríkjadala sem fór í stríðið, eru aðeins um 1 og half, sem bandaríkjamenn sjálfir hafa staðið fyrir, restin kemur frá Evrópu. Sem fær ekki Tíkall fyrir ...

Farið á netið og skoðið almennt álit kanans, sem telur Evrópu vera "rómarveldið" og vill "tórtíma" því ... þetta er það sem á sér stað.  Og enginn af þessum svokölluðu vinum ykkar, eru vinir ykkar.

Reynið að hafa vit á því, að halda ykkur utan við allt ... þá haldið þið sjálfstæðinu.  það er ekkert úti um það enn, hverjir beri sigur úr bítum.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 2.7.2011 kl. 12:34

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Við getum ekki tapað leik sem við tökum ekki þátt í.

Því hafa ESB andstæðingar þegar gert sér grein fyrir.

Kolbrún Hilmars, 2.7.2011 kl. 12:49

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ófullnægjandi björgunaraðgerð - mbl.is

Jacek Rostowski, fjármálaráðherra Póllands telur að áætlun evruríkja um aðstoð við evruríki í kreppu sé ófullnægjandi. Gagnrýni þessi kom fram daginn eftir að Pólland tók við forsæti í ESB til næstu sex mánaða.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.7.2011 kl. 12:50

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jón Steinar: ...listi af Fraudulent lögum og lagabreytingum í US...

Nýlega var upplýst að fjölmörg lög sem bandaríska þingið hefur samþykkt hafa alls ekki verið undirrituð af forsetanum, heldur af vélmenni sem er forritað til að falsa undirskrift hans. Þar á meðal er hinn umdeildi Patriot Act.

Það sem mig langar að vita er: Hvor þeirra las lögin til að geta tekið ákvörðun um undirritun, forsetinn eða vélmennið?

Annað sem væri gaman að vita er hversu margar svona vélar eru til í Brüssel? Ég ætla að giska á a.m.k. 27 stykki.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.7.2011 kl. 17:16

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já, ekki þykir mér þetta ósennilegt, en ég er ekki viss um að þeir þurfi vélmenni í Brussel ef marka má Farage því þar er þúsunda blaðsíðna doðröntum hent fyrir framan nefið á þeim kortéri fyrir atkvæðagreiðslu og tilmæli um hvort á að merkja við Já eða nei.  Enginn les frumvörp né tilskipanir hjá evrópuþinginu. Það er vonlaust hvort sem er, því doðrantarnir eru eins og kryptískt letur og samanstanda af endalausum tilvísunum í aðrar tilskipanir og lög, svo menn verða að hafa allann 90.000 blaðsíðna bunkann við hlið sér til að finna tilvísanirnar.

Lýðræði er eitthvað ofan á brauð þar á bæ.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.7.2011 kl. 19:02

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég hef heyrt sambærilegar lýsingar hafðar eftir þingmönnum af innleiðingarferli þeirra tilskipana sem koma hingað frá Brüssel. Doðrantarnir eru sendir í pappakössum og svo ert spurt: Viljið þið samþykkja þennan pappakassa? Og eini svarmöguleikin er já, af því að EES-samningurinn segir það.

Mér finnst mjög alvarlegt að stjórnvöld skuli setja svo mikið af flóknum lögum og reglum að ekki sé fyrir nokkurn mann að hafa yfirsýn yfir það. Enn alvarlegra er þegar þingmenn greiða atkvæði sitt með lögum sem þeir hafa aldrei lesið sjálfir. Svo ætlast þessi sömu stjórnvöld til að þegnarnir fari eftir lögunum og við gerum lögmæta kröfu á móti um að stjórnvöld framfylgi þeim, þó að hvorugt sé í raun gerlegt. Að stilla þessu svona upp setur venjulegt fólk í vonlausa stöðu og gerir því ókleift að vita rétt sinn hvað þá standa vörð um hann. Að mínu mati er útilokað að á grundvelli slíkrar tvöfeldni og stofnanahroka geti skapast traust og gott þjóðfélag.

Ég auglýsi hér með eftir einhverjum sem hefur í raun og veru lesið öll þau lög, reglugerðir og tilskipanir sem gilda í Evrópu. Gaman væri að fá að vita blaðsíðutalið og tímann sem fór í lesturinn, og hvort það sé eitthvað sem sé á færi venjulegs fólks. Lög sem enginn þekkir eru lítils virði, en lög sem fæstir skilja eru ólög, besta dæmið eru lög nr. 151/2010 sem enginn fer eftir.

Þetta er eitthvað sem mun þurfa að koma til rækilegrar athugunar ef aðildarferli Íslands að Evrópusambandinu heldur áfram og nær þeim tímapunkti að þjóðin þurfi að taka afstöðu til aðildarsamnings. Búast má við að þar verði um að ræða plagg upp á fleirihundruð og sjötíu blaðsíður, og spurning hversu stórum hluta af frítíma okkar við þurfum að eyða í lestur þess? Enn fremur má gera ráð fyrir því að samningnum fylgi þúsundir blaðsíðna af fylgiskjölum og viðaukasamningum sem skylda okkur jafnframt til að fylgja hinum og þessum tilskipunum og reglugerðum upp á grilljónir blaðsíðna. Í þessum skjölum er fjallað um allt frá því hvenær kjúklingur skuli teljast vera kjöt, yfir í lágmarksleturstærð á tyggjópökkum og þaðan af gáfulegra. Að ætlast til að við samþykkjum þetta ólesið væri auðvitað fullkomið ábyrgðarleysi, en þá er spurningin hvernig á að leysa það, hvort það á að senda alla þjóðina á hraðlestrarnámskeið ef þetta á einhvernveginn að verða yfirstíganlegt? Við fengum nasaþefinn af þessu í IceSave málinu, og meðal ólaunaðra leikmanna tel ég mig vera einn þeirra sem hafi hvað mesta þekkingu á gögnum málsins og innihaldi þeirra, en get samt upplýst það hér að því fer víðsfjarri að mér hafi gefist tími til að lesa í þaula hvert einasta plagg. Og það var um eitt mál!

Glapræðið sem í þessu felst kemur líklega best fram í því að hlutaðeigandi stjórnvöld, bæði á Íslandi og annarsstaðar í Evrópu, eru í mesta basli með að fara sjálf eftir þeim reglum sem þegar eru til staðar, þrátt fyrir að njóta aðstoðar herskara lögfræðinga og annara sérfræðinga við framkvæmdina. Starfrækja þarf sérstaka eftirlitsstofnun og alþjóðlegan dómstól til þess eins að skera úr um ágreiningsefni og vafamál, og varla líður sú vika að ekki falli úrskurður um að þetta eða hitt hafi verið brotlegt. Að ætla að innleiða meira af þessu óyfirstíganlega flækjustigi er fullkomið ábyrgðarleysi.

Svo er hinn möguleikinn auðvitað að sleppa bara þessari vitleysu og setja sjálf þau lög sem okkur finnst eðlilegt að hafa, og ekki síst þau sem við treystum okkur til að þekkja og virða. Því væri ég mjög fylgjandi, og þyki mönnum ástæða til að samræma þau að einhverju leyti við það sem tíðkast í öðrum löndum, þá er ekkert því til fyrirstöðu að gera það smám saman án þess að þurfi að semja um það sérstaklega við önnur ríki. Síðast þegar ég vissi eru lagabálkar ekki verndaðir höfundarrétti og því auðvelt að afrita þá.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.7.2011 kl. 16:13

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Um daginn sagði talsmaður framkvæmdastjórnar ESB að engar varáætlanir væru fyrir hendi vegna skuldavanda Grikklands. Svo breyttist frásögnin og þá var allt í einu orðin til margra vikna gömul áætlun á örfáum dögum.

Nákvæmlega sama haugalygin hefur nú verið endurtekin í Bandaríkjunum:

Treasury Secretly Weighs Options to Avert Default

Málflutningur íslenskra stjórnvalda er líklega sannleikanum samkvæmt þar sem þau þegja þunnu hljóði um tilvist hugsanlegra varaáætlana.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.7.2011 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband