Verið hrædd. Eða MJÖG hrædd!

Bandaríska þjóðaröryggisráðuneytið (DHS) hefur sent frá sér fréttatilkynningu. Í stað fimm stiga litakvarða sem frá árinu 2001 hefur táknað viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka, verður framvegis notast við mun einfaldari kvarða. Á hinum nýja kvarða eru aðeins tvö viðbúnaðarstig: "aukin hætta" og "yfirvofandi hætta". Framvegis mun semsagt alltaf verða annaðhvort hætta á hryðjuverkum eða þau beinlínis yfirvofandi.

Næst verður þetta líklega einfaldað enn frekar og bæði viðbúnaðarstigin sameinuð  í eitt: "HEIMSENDIR Í NÁND".

Ráðuneyti öryggismála fósturjarðarinnar hefur einnig tekið upp slagorðið „Ef þú sérð eitthvað, segðu eitthvað.“ Janet Napolitano ráðherra segir að „...besta fyrirkomulag öryggismála er það sem notast við bandarískan almenning sem lykilþátttakanda,“.

Næst verður slagorðið líklega einfaldað enn frekar: "NJÓSNIÐ UM MEÐBORGARA!"

Til samræmingar mun loks þurfa að breyta nafni ráðuneytisins í State Terrorism And Security Institute, skammstafað STASI eins og fyrirmyndin.


mbl.is Taka upp nýtt viðbúnaðarkerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband