32:30

Vantrauststillaga á ríkisstjórnina var felld, eins og við var að búast.

Það dró helst til tíðinda að enn fækkar í stjórnarliðinu, Ásmundur Einar Daðason hefur ákveðið að segja sig úr þingflokki VG, og mun hann þar með slást í hóp Atla Gíslasonar og Lilju Mósesdóttur sem standa utan þingflokksins.


mbl.is Vantrauststillaga felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Maður kemur í manns stað eins og sjá mátti... og lélegt var fylgið við þingrof og nýjar kosningar.

Jón Ingi Cæsarsson, 14.4.2011 kl. 10:37

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er vegna þess að það er engin sérstök stemning fyrir því að rjúfa þing á þessum tímapunkti. Við erum nýbúin með eina kosningabaráttu og höfum varla þrek í aðra strax. Auk þess held ég að þess verði ekki langt að bíða að ríkisstjórnin liðist í sundur af eigin rammleik hvort sem er.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.4.2011 kl. 14:43

3 identicon

Þingmenn VG skrifuðu upp á stjórnarsáttmálann. Ég hef velt því fyrir mér hvort Ásmundur, og kannski fleiri þar innanborðs, séu haldin lesblindu.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 15:34

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er stjórnarsáttmáli undirritaður og lagalega bindandi samningur? Eða er hann meira í ætt við einhverskonar stefnumótunarplagg?

Hafa allir stjórnarliðar, þar með talið í hinum stjórnarflokknum, fylgt stjórnarsáttmálanum í þaula?

Hafa allir stjórnarliðar, þar með talið í hinum stjórnarflokknum, fylgt lögum í einu og öllu? Hafa aðrir samningar sem stjórnarflokkarnir hafa staðið að verið í samræmi við lög, eða meirihlutaviljavilja þjóðarinnar?

Svörin við þessum spurningum hljóta að gefa vísbendingu um hversu mikið sé að marka svona plagg um ríkisstjórnarsamstarf þessara aðila.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.4.2011 kl. 21:11

5 Smámynd: Svavar Bjarnason

Stjórnarsáttmáli er málamiðlun, í þessu tilfelli milli tveggja stjórnmálaflokka.

Slíkum sáttmála er ekki breytt nema með samþykki beggja aðila.

Þessir aðilar sem hlaupið hafa undan merkjum, voru áður búnir að skrifa upp á þennan sáttmála.

Ósköp einfalt.

Svavar Bjarnason, 14.4.2011 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband